Íslenski boltinn

Viðar Örn í KA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn er kominn í gult.
Viðar Örn er kominn í gult. Mynd/KA

Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Frá þessu greina KA-menn á samfélagsmiðlum sínum nú í dag.

Viðar Örn er snúinn aftur í íslenska boltann eftir áratug í atvinnumennsku. Þessi 34 ára gamli framherji hefur komið víða við á ferli sínum en mun leika með KA í sumar. Ekki kemur fram í tilkynningu KA hversu langan samning Viðar Örn gerir við félagið.

Viðar Örn er uppalinn á Selfossi en hefur einnig spilað með ÍBV og Fylki hér á landi. Árið 2014 gekk hann í raðir Vålerenga í Noregi en síðan þá hefur hann spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi, Tyrklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hann á að baki 32 A-landsleiki og hefur skorað í þeim fjögur mörk.

KA hefur leik í Bestu deild karla þann 7. apríl þegar HK kemur í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×