„Ég er tilbúinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2024 08:00 José Mourinho vill þjálfa aftur í sumar. EPA-EFE/ANGELO CARCONI José Mourinho er tilbúinn í næstu áskorun. Þessu greinir Portúgalinn frá í viðtali. Mourinho var sagt upp sem þjálfara Roma á Ítalíu í lok janúar en hann hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2021. Hann stýrði liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð, sem var fyrsti bikar félagsins í ellefu ár. Félagið fór svo í úrslit Evrópudeildarinnar síðasta vor en tapaði þar fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. Það hallaði undan færi á yfirstandandi leiktíð og tekin sú ákvörðun að láta Portúgalann fara. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í næsta verkefni. „Ég er tilbúinn að byrja aftur. Oft þegar leiðir skilja við félag þarf að taka tíma í að hugsa málin og hvíla sig. Ég þarf þess ekki, ég var klár degi eftir að ég fór. Ég er tilbúinn,“ segir Mourinho í viðtali við Fabrizio Romano. EXCLUSIVE - José Mourinho: I m ready to start again. I don t need to rest or think as usually happens... I'm ready . I feel strong and good, I m really ready. But I don t want to make the wrong choice . I have to be patient. My objective is to start again next summer . pic.twitter.com/NwWQO9J2Gj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2024 „Mér líður vel, ég er sterkur og virkilega tilbúinn. Ég elska þessa vinnu. En ég vil ekki velja rangan kost og get ekki valið hvað sem er bara vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir því að byrja aftur. Ég þarf því að vera þolinmóður,“ „Yfirleitt gerist ekki margt í þjálfaramálum í mars eða apríl. Markmiðið er að byrja aftur næsta sumar,“ segir Mourinho. Mourinho er á meðal sigursælari stjóra sögunnar og hefur rakað inn titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United. Það hefur hins vegar hægt á titlasöfnuninni síðustu ár og hefur hann ekki stýrt liði til deildartitils síðan 2015 þegar Chelsea vann ensku deildina. Fótbolti Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Mourinho var sagt upp sem þjálfara Roma á Ítalíu í lok janúar en hann hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2021. Hann stýrði liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð, sem var fyrsti bikar félagsins í ellefu ár. Félagið fór svo í úrslit Evrópudeildarinnar síðasta vor en tapaði þar fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. Það hallaði undan færi á yfirstandandi leiktíð og tekin sú ákvörðun að láta Portúgalann fara. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í næsta verkefni. „Ég er tilbúinn að byrja aftur. Oft þegar leiðir skilja við félag þarf að taka tíma í að hugsa málin og hvíla sig. Ég þarf þess ekki, ég var klár degi eftir að ég fór. Ég er tilbúinn,“ segir Mourinho í viðtali við Fabrizio Romano. EXCLUSIVE - José Mourinho: I m ready to start again. I don t need to rest or think as usually happens... I'm ready . I feel strong and good, I m really ready. But I don t want to make the wrong choice . I have to be patient. My objective is to start again next summer . pic.twitter.com/NwWQO9J2Gj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2024 „Mér líður vel, ég er sterkur og virkilega tilbúinn. Ég elska þessa vinnu. En ég vil ekki velja rangan kost og get ekki valið hvað sem er bara vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir því að byrja aftur. Ég þarf því að vera þolinmóður,“ „Yfirleitt gerist ekki margt í þjálfaramálum í mars eða apríl. Markmiðið er að byrja aftur næsta sumar,“ segir Mourinho. Mourinho er á meðal sigursælari stjóra sögunnar og hefur rakað inn titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United. Það hefur hins vegar hægt á titlasöfnuninni síðustu ár og hefur hann ekki stýrt liði til deildartitils síðan 2015 þegar Chelsea vann ensku deildina.
Fótbolti Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira