Markvissar aðgerðir munu skila árangri á húsnæðismarkaði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 27. mars 2024 18:28 Of hátt vaxtastig og hert lánþegaskilyrði hafa haft letjandi áhrif á framkvæmdaaðila með þeim afleiðingum að við erum ekki að byggja nauðsynlegt magn íbúða til að anna eftirspurn. Á sama tíma sjáum við marga sem hafa góða greiðslugetu og mikinn vilja til að komast út á markaðinn og eignast húsnæði falla á greiðslumati. Hér er um að ræða fjölda fólks sem nú þegar eru að greiða háa húsaleigu. Það má segja að Seðlabankinn hafi á undanförnu hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að komast út á markaðinn á sama tíma og hann hefur tafið fyrir þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem fram undan er. Þetta mun hafa afleiðingar. Þess utan hefur nú heilt bæjarfélag bæst við sem eykur enn á hlið eftirspurnar eftir húsnæði. Hér má vel spyrja sig að því hvort Seðlabankanum hafi ekki verið færð of mikil völd í hendur. Kröftugar aðgerðir hins opinbera Stjórnvöld liðkuðu fyrir gerð langtíma kjarasamninga með ýmsum aðgerðum þar sem aðgerðir á húsnæðismarkaði voru fyrirferðarmiklar. Til að stuðla að heilbrigðari húsnæðismarkaði verður ráðist í aðgerðir sem nema um 50 milljörðum króna á samningstímanum. Þar er markmiðið helst að auka stöðugleika á húsnæðismarkaði og vinna gegn auknum kostnaði almennings vegna húsnæðis. Þá verður ráðist í öfluga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis þar sem stutt verður við byggingu 1.000 íbúða á ári á samningstímanum með stofnframlögum til almennra íbúða og hlutdeildarlána. Þar mun ríkissjóður leggja til 7-9 milljarða króna í stofnframlög á ári og tryggja hlutdeildarlán til að treysta húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Þessu til viðbótar og því semég fagna alveg sérstaklega er að vinna er hafin við skilvirkari stjórnsýslu húsnæðis- og byggingarmála auk þess sem veita á lífeyrissjóðum rýmri heimild til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði. Auknum vaxtakostnaði heimila mætt Á árinu 2024 verða greiddir út allt að 7 milljarðar í sérstakan vaxtastuðning til heimila með íbúðalán. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Hámark sérstaks vaxtastuðnings mun nema 150.000 kr. fyrir einstakling, 200.000 fyrir einstæða foreldra og 250.000 fyrir sambúðarfólk að teknu tilliti til skerðinga vegna tekna og eigna. Gert er ráð fyrir að sérstakur vaxtastuðningur greiðist beint inn á höfuðstól húsnæðisláns en heimilt verði að óska eftir að nýta hann til lækkunar á afborgunum í tiltekinn tíma. Sérstakur vaxtastuðningur kemur til afgreiðslu í tengslum við álagningu í maí 2024. Aðferð húsaleiguígilda tekin upp frá og með júní Ársverðbólga hækkaði nokkuð óvænt nú í marsmánuði þegar vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga, það er kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hefur vegið þungt í útreikningum á vísitölu neysluverðs. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að reiknuð húsaleiga væri ekki reiknuð inn í vísitölu með þessum hætti, heldur tekin upp betri og sanngjarnari leið. Hagstofa Íslands hefur um nokkurt skeið unnið að endurskoðun aðferða við mat á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs. Frá og með júní næstkomandi verður aðferð húsaleiguígilda notuð þess í staðvið útreikning á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs og munu niðurstöður sem birtar verða 27. júní 2024 því byggja á þeirri aðferð. Húsaleiguígildi byggja á gagnasafni leigusamninga sem finna má í nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), en breytingar á húsleigulögum árið 2022 veitti HMS greiðari aðgang að upplýsingum um stóran hluta leigumarkaðsins. Vonast er til þess að nýja aðferðafræði dragi úr áhrifum sem skammtímasveiflur á fjármálamörkuðum hafa haft á mat Hagstofunnar á húsnæðisliðnum. Ég hef fjallað um það í fjölda greina hversu mikilvægt það er að ná tökum á húsnæðismarkaðnum sem er stór liður í því verkefni að ná tökum á verðbólgu og þar samhliða lækkun vaxta. Þá er það augljóst að án styrkrar forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, í uppbyggingu nýs húsnæðiskerfis fyrir tekju- og eignalitla væri staðan mun verri. Markvissar aðgerðir á húsnæðismarkaði líkt og farið hefur verið í munu skila árangri en Seðlabankinn þarf einnig að fara hugsa til framtíðar. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Húsnæðismál Leigumarkaður Framsóknarflokkurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Of hátt vaxtastig og hert lánþegaskilyrði hafa haft letjandi áhrif á framkvæmdaaðila með þeim afleiðingum að við erum ekki að byggja nauðsynlegt magn íbúða til að anna eftirspurn. Á sama tíma sjáum við marga sem hafa góða greiðslugetu og mikinn vilja til að komast út á markaðinn og eignast húsnæði falla á greiðslumati. Hér er um að ræða fjölda fólks sem nú þegar eru að greiða háa húsaleigu. Það má segja að Seðlabankinn hafi á undanförnu hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að komast út á markaðinn á sama tíma og hann hefur tafið fyrir þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem fram undan er. Þetta mun hafa afleiðingar. Þess utan hefur nú heilt bæjarfélag bæst við sem eykur enn á hlið eftirspurnar eftir húsnæði. Hér má vel spyrja sig að því hvort Seðlabankanum hafi ekki verið færð of mikil völd í hendur. Kröftugar aðgerðir hins opinbera Stjórnvöld liðkuðu fyrir gerð langtíma kjarasamninga með ýmsum aðgerðum þar sem aðgerðir á húsnæðismarkaði voru fyrirferðarmiklar. Til að stuðla að heilbrigðari húsnæðismarkaði verður ráðist í aðgerðir sem nema um 50 milljörðum króna á samningstímanum. Þar er markmiðið helst að auka stöðugleika á húsnæðismarkaði og vinna gegn auknum kostnaði almennings vegna húsnæðis. Þá verður ráðist í öfluga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis þar sem stutt verður við byggingu 1.000 íbúða á ári á samningstímanum með stofnframlögum til almennra íbúða og hlutdeildarlána. Þar mun ríkissjóður leggja til 7-9 milljarða króna í stofnframlög á ári og tryggja hlutdeildarlán til að treysta húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Þessu til viðbótar og því semég fagna alveg sérstaklega er að vinna er hafin við skilvirkari stjórnsýslu húsnæðis- og byggingarmála auk þess sem veita á lífeyrissjóðum rýmri heimild til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði. Auknum vaxtakostnaði heimila mætt Á árinu 2024 verða greiddir út allt að 7 milljarðar í sérstakan vaxtastuðning til heimila með íbúðalán. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Hámark sérstaks vaxtastuðnings mun nema 150.000 kr. fyrir einstakling, 200.000 fyrir einstæða foreldra og 250.000 fyrir sambúðarfólk að teknu tilliti til skerðinga vegna tekna og eigna. Gert er ráð fyrir að sérstakur vaxtastuðningur greiðist beint inn á höfuðstól húsnæðisláns en heimilt verði að óska eftir að nýta hann til lækkunar á afborgunum í tiltekinn tíma. Sérstakur vaxtastuðningur kemur til afgreiðslu í tengslum við álagningu í maí 2024. Aðferð húsaleiguígilda tekin upp frá og með júní Ársverðbólga hækkaði nokkuð óvænt nú í marsmánuði þegar vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga, það er kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hefur vegið þungt í útreikningum á vísitölu neysluverðs. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að reiknuð húsaleiga væri ekki reiknuð inn í vísitölu með þessum hætti, heldur tekin upp betri og sanngjarnari leið. Hagstofa Íslands hefur um nokkurt skeið unnið að endurskoðun aðferða við mat á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs. Frá og með júní næstkomandi verður aðferð húsaleiguígilda notuð þess í staðvið útreikning á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs og munu niðurstöður sem birtar verða 27. júní 2024 því byggja á þeirri aðferð. Húsaleiguígildi byggja á gagnasafni leigusamninga sem finna má í nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), en breytingar á húsleigulögum árið 2022 veitti HMS greiðari aðgang að upplýsingum um stóran hluta leigumarkaðsins. Vonast er til þess að nýja aðferðafræði dragi úr áhrifum sem skammtímasveiflur á fjármálamörkuðum hafa haft á mat Hagstofunnar á húsnæðisliðnum. Ég hef fjallað um það í fjölda greina hversu mikilvægt það er að ná tökum á húsnæðismarkaðnum sem er stór liður í því verkefni að ná tökum á verðbólgu og þar samhliða lækkun vaxta. Þá er það augljóst að án styrkrar forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, í uppbyggingu nýs húsnæðiskerfis fyrir tekju- og eignalitla væri staðan mun verri. Markvissar aðgerðir á húsnæðismarkaði líkt og farið hefur verið í munu skila árangri en Seðlabankinn þarf einnig að fara hugsa til framtíðar. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun