Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. mars 2024 07:00 Þorsteinn V. Einarsson er gestur í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira