Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. mars 2024 07:00 Þorsteinn V. Einarsson er gestur í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira