Svipar til gamalla óupplýstra rána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2024 10:00 Nokkrum atriðum í ráninu í Hamraborg á mánudag svipar til gamalla mála. Vísir/Hjalti Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. Svo virðist sem ránið hafi verið þaulskipulagt, það tók ekki nema um 40 sekúndur samkvæmt upptökum úr öryggisyndavélum. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þar inni að sækja peninga úr spilakössum en höfðu áður komið við á Videomarkaðnum í Hamraborg í sömu erindagjörðum. Þjófarnir brutu afturrúðu á bíl öryggismiðstöðvarinnar og tóku úr honum töskurnar áður en þeir óku í burtu. Lögreglan hefur enn ekki fundið Yarisinn sem notaður var við verkið. Bíllinn er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Eins og áður segir tóku þjófarnir sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar fundust í gær á Esjumelum og í Mosfellsbæ en verðmætin eru ófundin. Fram kom í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í gær að sérstakar litasprengjur væru í töskunum, sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi, sagði í samtali við fréttastofu í gær að búið hafi verið að opna allar töskurnar með slípirokk þegar þær fundust. Heimir segir þá vísbendingar um að litasprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. Þrjú óupplýst bankarán Nokkuð langt er síðan rán af þessari stærðargráðu var framið hér á Íslandi og aðeins þrjú teljast til óupplýstra bankarána. Eitt þeirra var framið um verslunarmannahelgina 1991 í útibúi Landsbankans á Borgarfirði eystri og er það enn óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla og fór þjófurinn inn í útibúið í gegn um fiskvinnsluna. Þar braut hann upp 200 kílóa peningaskáp. Engin vitni voru að innbrotinu þrátt fyrir að mikil og fjölmenn samkoma var í næsta húsi. Þjófurinn hafði með sér eina milljón króna, sem í dag eru um 3,9 milljónir. Ránið fyrir utan Catalinu svipar þó nokkuð meira til tveggja rána sem framin voru árið 1995: Skeljungsránið og Búnaðarbankaránið. Má þar helst nefna bílstuld í öllum málunum og tilfærslu á númeraplötum. Þá höfðu ræningjarnir í Skeljungsmálinu losað sig við peningapoka og fleiri sönnunargögn í Kjós, en ræningjarnir fyrir utan Catalinu losuðu sig við hluta peningataskanna, eins og áður segir, á Esjumelum. Fjallað var um ránin þrjú í Óupplýstum lögreglumálum á Stöð 2 árið 2013. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að neðan. Safnaði ryki hjá lögreglu í átta ár Skeljungsránið var framið mánudagsmorguninn 27. febrúar þegar tveir starfsmenn Skeljungs voru á leið í útibú Íslandsbanka við Lækjargötu að skila þangað helgaruppgjöri, um sex milljónum króna eða 21,5 á gengi dagsins í dag. Þrír hettuklæddir menn, klæddir bláum vinnugöllum, réðust að starfsmönnunum og barði einn hettuklæddu mannanna annan starfsmanninn í höfuðið með slökkvitæki með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Ræningjarnir hrifsuðu til sín uppgjörstöskuna og flúðu vettvanginn á hvítum Saab, sem beið þeirra á Vonarstræti. Flóttabifreiðin, sem hafði verið stolið, fannst síðar sama morgun á Ásvallagötu og hafði verið gerð tilraun til að kveikja í henni. Síðar um daginn barst svo tilkynning um eld sem logaði í fjörunni í Hvammsvík í Kjós. Hafði eldur verið kveiktur í tösku, fötum, skóm og peningapoka frá Skeljungi og því talið að ræningjarnir hafi reynt að farga sönnunargögnum í eldinum. Lögreglu varð ekkert ágengt í rannsókn málsins og var það ekki fyrr en árið 2003 þegar fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins leitaði til lögreglu í kjölfar umfjöllunar um málið í Sönnum íslenskum sakamálum. Lögregla tók rannsókn þá upp að nýju og fór svo að Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Annar samverkamanna hans var látinn á þeim tíma og ekki tókst að sanna aðild þess þriðja að málinu. Fram kom fyrir dómi að ránið hafði verið þaulskipulagt. Mennirnir hafi til dæmis ekið Saab-bílnum á Ásvallagötu þar sem þeirra biðu þrjú reiðhjól. Allir hjóluðu mennirir í sína áttina og hittust síðar á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þeirra beið jeppi. Á honum óku þeir í Hvalfjörð þar sem þeir brenndu ávísanir, Visa-nótur og föt. Skiptu út númeraplötum á tveimur stolnum bílum Að morgni dags 18. desember 1995 réðust þrír grímuklæddir menn inn í Búnaðarbankann á Vesturgötu. Ránið svipaði mikið til Skeljungsránsins og töldu menn lengi vel að sömu ræningjar stæðu að þeim báðum. Mennirnir sem rændu Búnaðarbankann voru klæddir í samfestinga með lambhúshettur. Tveir þeirra voru vopnaðir hnífum og sá þriðji haglabyssu. Atlagan er sögð aðeins hafa tekið um eina mínútu. Ræningjarnir komust á brott með tæpar tvær milljónir í reiðufé, sem í dag eru um 7 milljónir. Þeir hlupu á brott niður á Nýlendugötu að sögn vitna og sporhundar röktu slóð þeirra áfram yfir Garðastræti þar sem slóð þeirra hvarf. Lögregla taldi að bifreið hafi beðið ræningjanna þar en síðar fannst Toyota-bifreið á Ásvallagötu og í henni hnífur, sem talinn er hafa tilheyrt einum ræningjanna. Bílnum hafði verið stolið úr Sigluvogi. Þá höfðu þeir ferðast í bankann á bíl, sem þeir höfðu stolið í Kópavogi. Báðir bílarnir voru á númeraplötum sem stolið hafði verið af bílasölu á Selfossi. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19 Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Svo virðist sem ránið hafi verið þaulskipulagt, það tók ekki nema um 40 sekúndur samkvæmt upptökum úr öryggisyndavélum. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þar inni að sækja peninga úr spilakössum en höfðu áður komið við á Videomarkaðnum í Hamraborg í sömu erindagjörðum. Þjófarnir brutu afturrúðu á bíl öryggismiðstöðvarinnar og tóku úr honum töskurnar áður en þeir óku í burtu. Lögreglan hefur enn ekki fundið Yarisinn sem notaður var við verkið. Bíllinn er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Eins og áður segir tóku þjófarnir sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar fundust í gær á Esjumelum og í Mosfellsbæ en verðmætin eru ófundin. Fram kom í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í gær að sérstakar litasprengjur væru í töskunum, sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi, sagði í samtali við fréttastofu í gær að búið hafi verið að opna allar töskurnar með slípirokk þegar þær fundust. Heimir segir þá vísbendingar um að litasprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. Þrjú óupplýst bankarán Nokkuð langt er síðan rán af þessari stærðargráðu var framið hér á Íslandi og aðeins þrjú teljast til óupplýstra bankarána. Eitt þeirra var framið um verslunarmannahelgina 1991 í útibúi Landsbankans á Borgarfirði eystri og er það enn óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla og fór þjófurinn inn í útibúið í gegn um fiskvinnsluna. Þar braut hann upp 200 kílóa peningaskáp. Engin vitni voru að innbrotinu þrátt fyrir að mikil og fjölmenn samkoma var í næsta húsi. Þjófurinn hafði með sér eina milljón króna, sem í dag eru um 3,9 milljónir. Ránið fyrir utan Catalinu svipar þó nokkuð meira til tveggja rána sem framin voru árið 1995: Skeljungsránið og Búnaðarbankaránið. Má þar helst nefna bílstuld í öllum málunum og tilfærslu á númeraplötum. Þá höfðu ræningjarnir í Skeljungsmálinu losað sig við peningapoka og fleiri sönnunargögn í Kjós, en ræningjarnir fyrir utan Catalinu losuðu sig við hluta peningataskanna, eins og áður segir, á Esjumelum. Fjallað var um ránin þrjú í Óupplýstum lögreglumálum á Stöð 2 árið 2013. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að neðan. Safnaði ryki hjá lögreglu í átta ár Skeljungsránið var framið mánudagsmorguninn 27. febrúar þegar tveir starfsmenn Skeljungs voru á leið í útibú Íslandsbanka við Lækjargötu að skila þangað helgaruppgjöri, um sex milljónum króna eða 21,5 á gengi dagsins í dag. Þrír hettuklæddir menn, klæddir bláum vinnugöllum, réðust að starfsmönnunum og barði einn hettuklæddu mannanna annan starfsmanninn í höfuðið með slökkvitæki með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Ræningjarnir hrifsuðu til sín uppgjörstöskuna og flúðu vettvanginn á hvítum Saab, sem beið þeirra á Vonarstræti. Flóttabifreiðin, sem hafði verið stolið, fannst síðar sama morgun á Ásvallagötu og hafði verið gerð tilraun til að kveikja í henni. Síðar um daginn barst svo tilkynning um eld sem logaði í fjörunni í Hvammsvík í Kjós. Hafði eldur verið kveiktur í tösku, fötum, skóm og peningapoka frá Skeljungi og því talið að ræningjarnir hafi reynt að farga sönnunargögnum í eldinum. Lögreglu varð ekkert ágengt í rannsókn málsins og var það ekki fyrr en árið 2003 þegar fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins leitaði til lögreglu í kjölfar umfjöllunar um málið í Sönnum íslenskum sakamálum. Lögregla tók rannsókn þá upp að nýju og fór svo að Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Annar samverkamanna hans var látinn á þeim tíma og ekki tókst að sanna aðild þess þriðja að málinu. Fram kom fyrir dómi að ránið hafði verið þaulskipulagt. Mennirnir hafi til dæmis ekið Saab-bílnum á Ásvallagötu þar sem þeirra biðu þrjú reiðhjól. Allir hjóluðu mennirir í sína áttina og hittust síðar á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þeirra beið jeppi. Á honum óku þeir í Hvalfjörð þar sem þeir brenndu ávísanir, Visa-nótur og föt. Skiptu út númeraplötum á tveimur stolnum bílum Að morgni dags 18. desember 1995 réðust þrír grímuklæddir menn inn í Búnaðarbankann á Vesturgötu. Ránið svipaði mikið til Skeljungsránsins og töldu menn lengi vel að sömu ræningjar stæðu að þeim báðum. Mennirnir sem rændu Búnaðarbankann voru klæddir í samfestinga með lambhúshettur. Tveir þeirra voru vopnaðir hnífum og sá þriðji haglabyssu. Atlagan er sögð aðeins hafa tekið um eina mínútu. Ræningjarnir komust á brott með tæpar tvær milljónir í reiðufé, sem í dag eru um 7 milljónir. Þeir hlupu á brott niður á Nýlendugötu að sögn vitna og sporhundar röktu slóð þeirra áfram yfir Garðastræti þar sem slóð þeirra hvarf. Lögregla taldi að bifreið hafi beðið ræningjanna þar en síðar fannst Toyota-bifreið á Ásvallagötu og í henni hnífur, sem talinn er hafa tilheyrt einum ræningjanna. Bílnum hafði verið stolið úr Sigluvogi. Þá höfðu þeir ferðast í bankann á bíl, sem þeir höfðu stolið í Kópavogi. Báðir bílarnir voru á númeraplötum sem stolið hafði verið af bílasölu á Selfossi.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19 Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19
Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14