Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2024 10:45 Karlmaðurinn yfirgefur bílinn og gengur í átt að bíl Garðars Inga. Þarna er klukkan 18:43 á sunnudegi. Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. Garðar Ingi Ingvarsson var á leið í bíó með fjölskyldu sinni um kvöldmatarleytið í gær þegar hann fékk skilaboð. Öryggismyndavélakerfið við hús hans í Grindavík hafði numið hreyfingu. Í ljós kom að um var að ræða bíl sem var ekið endurtekið fram hjá húsi hans. Að lokum steig maður út úr aftursætinu, skokkaði að bíl Garðars í innkeyrslunni, opnaði og leit inn. „Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við erum með öryggismyndavélar. Það er alveg hörmulegt hvernig stjórnvöld standa að þessu,“ segir Garðar Ingvi í samtali við Vísi. Garðar segir að fleiri íbúar hafi orðið varir við sama bíl í öðrum götum bæjarins og hafi áhyggjur af eigum sínum. Klárlega ekki Grindvíkingur „Það er erlendur maður skráður fyrir bílnum. Bíllinn er til sölu á Facebook. Þetta eru ekki íbúar í Grindavík en þeir komast inn þrátt fyrir það,“ segir Garðar Ingi. Málið hafi verið tilkynnt samstundis til Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur upptökur úr myndavélinni í sínum fórum. „Því miður er ég ekki vongóður að nokkuð verði úr þessu.“ Garðar Ingi brunaði til Grindavíkur að lokinni bíóferðinni til að huga að heimili sínu og eignum. Þar segist hann hafa verið fimmtán sekúndur að komast í gegnum mannaðan lokunarpóst inn í bæinn. Geti sagt hvaða heimilisfang sem er „Það eina sem maður er spurður að er kennitala og hvort maður búi í Grindavík. Ég get bara búið til kennitölu. Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem á lokunarpóstinum þá þekkir það ekki Grindavík. Fólk getur sagt hvaða heimilisfang sem er, þau vita ekki einu sinni hvort það sé í Grindavík.“ Maðurinn sem fór inn í bíl Garðars virðist ekki hafa tekið neitt. Garðari Inga dettur helst í hug að hann hafi ætlað að athuga hvort lyklar væru í svissinum eða þá kynna sér aðstæður með það fyrir augum að koma síðar. Viðkomandi sat í aftursæti bílsins sem bendir til þess að lágmarki hafi tveir verið í bílnum en líklega fleiri. „Ég er með verkfæri í bílnum sem eru einhvers virði. Kannski hefur viðkomandi ætlað að koma seinna, þú kemur þeim ekki svo auðveldlega í bíl fullan af fólki.“ QR kóði eða passi af einhverjum toga Hann hvetur Grindvíkinga með öryggismyndavélar til að fylgjast vel með þeim. Þá vill hann aukinn þrýsting á yfirvöld að íbúar í Grindavík fái einhvers konar aðgangspassa til að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í því sem næst tóman bæinn. „Þetta gæti verið QR kóði. Það er árið 2024. Þetta er ekki flókið. Eða a.m.k. passar eins og fatlað fólk fær fyrir bílastæði sín. Það verður að gera eitthvað til að tryggja að hver sem er komist ekki í bæinn.“ Næg séu áföll fyrir Grindvíkinga og þetta hjálpi ekki til. Grindavík Lögreglumál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Garðar Ingi Ingvarsson var á leið í bíó með fjölskyldu sinni um kvöldmatarleytið í gær þegar hann fékk skilaboð. Öryggismyndavélakerfið við hús hans í Grindavík hafði numið hreyfingu. Í ljós kom að um var að ræða bíl sem var ekið endurtekið fram hjá húsi hans. Að lokum steig maður út úr aftursætinu, skokkaði að bíl Garðars í innkeyrslunni, opnaði og leit inn. „Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við erum með öryggismyndavélar. Það er alveg hörmulegt hvernig stjórnvöld standa að þessu,“ segir Garðar Ingvi í samtali við Vísi. Garðar segir að fleiri íbúar hafi orðið varir við sama bíl í öðrum götum bæjarins og hafi áhyggjur af eigum sínum. Klárlega ekki Grindvíkingur „Það er erlendur maður skráður fyrir bílnum. Bíllinn er til sölu á Facebook. Þetta eru ekki íbúar í Grindavík en þeir komast inn þrátt fyrir það,“ segir Garðar Ingi. Málið hafi verið tilkynnt samstundis til Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur upptökur úr myndavélinni í sínum fórum. „Því miður er ég ekki vongóður að nokkuð verði úr þessu.“ Garðar Ingi brunaði til Grindavíkur að lokinni bíóferðinni til að huga að heimili sínu og eignum. Þar segist hann hafa verið fimmtán sekúndur að komast í gegnum mannaðan lokunarpóst inn í bæinn. Geti sagt hvaða heimilisfang sem er „Það eina sem maður er spurður að er kennitala og hvort maður búi í Grindavík. Ég get bara búið til kennitölu. Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem á lokunarpóstinum þá þekkir það ekki Grindavík. Fólk getur sagt hvaða heimilisfang sem er, þau vita ekki einu sinni hvort það sé í Grindavík.“ Maðurinn sem fór inn í bíl Garðars virðist ekki hafa tekið neitt. Garðari Inga dettur helst í hug að hann hafi ætlað að athuga hvort lyklar væru í svissinum eða þá kynna sér aðstæður með það fyrir augum að koma síðar. Viðkomandi sat í aftursæti bílsins sem bendir til þess að lágmarki hafi tveir verið í bílnum en líklega fleiri. „Ég er með verkfæri í bílnum sem eru einhvers virði. Kannski hefur viðkomandi ætlað að koma seinna, þú kemur þeim ekki svo auðveldlega í bíl fullan af fólki.“ QR kóði eða passi af einhverjum toga Hann hvetur Grindvíkinga með öryggismyndavélar til að fylgjast vel með þeim. Þá vill hann aukinn þrýsting á yfirvöld að íbúar í Grindavík fái einhvers konar aðgangspassa til að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í því sem næst tóman bæinn. „Þetta gæti verið QR kóði. Það er árið 2024. Þetta er ekki flókið. Eða a.m.k. passar eins og fatlað fólk fær fyrir bílastæði sín. Það verður að gera eitthvað til að tryggja að hver sem er komist ekki í bæinn.“ Næg séu áföll fyrir Grindvíkinga og þetta hjálpi ekki til.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira