Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2024 10:45 Karlmaðurinn yfirgefur bílinn og gengur í átt að bíl Garðars Inga. Þarna er klukkan 18:43 á sunnudegi. Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. Garðar Ingi Ingvarsson var á leið í bíó með fjölskyldu sinni um kvöldmatarleytið í gær þegar hann fékk skilaboð. Öryggismyndavélakerfið við hús hans í Grindavík hafði numið hreyfingu. Í ljós kom að um var að ræða bíl sem var ekið endurtekið fram hjá húsi hans. Að lokum steig maður út úr aftursætinu, skokkaði að bíl Garðars í innkeyrslunni, opnaði og leit inn. „Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við erum með öryggismyndavélar. Það er alveg hörmulegt hvernig stjórnvöld standa að þessu,“ segir Garðar Ingvi í samtali við Vísi. Garðar segir að fleiri íbúar hafi orðið varir við sama bíl í öðrum götum bæjarins og hafi áhyggjur af eigum sínum. Klárlega ekki Grindvíkingur „Það er erlendur maður skráður fyrir bílnum. Bíllinn er til sölu á Facebook. Þetta eru ekki íbúar í Grindavík en þeir komast inn þrátt fyrir það,“ segir Garðar Ingi. Málið hafi verið tilkynnt samstundis til Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur upptökur úr myndavélinni í sínum fórum. „Því miður er ég ekki vongóður að nokkuð verði úr þessu.“ Garðar Ingi brunaði til Grindavíkur að lokinni bíóferðinni til að huga að heimili sínu og eignum. Þar segist hann hafa verið fimmtán sekúndur að komast í gegnum mannaðan lokunarpóst inn í bæinn. Geti sagt hvaða heimilisfang sem er „Það eina sem maður er spurður að er kennitala og hvort maður búi í Grindavík. Ég get bara búið til kennitölu. Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem á lokunarpóstinum þá þekkir það ekki Grindavík. Fólk getur sagt hvaða heimilisfang sem er, þau vita ekki einu sinni hvort það sé í Grindavík.“ Maðurinn sem fór inn í bíl Garðars virðist ekki hafa tekið neitt. Garðari Inga dettur helst í hug að hann hafi ætlað að athuga hvort lyklar væru í svissinum eða þá kynna sér aðstæður með það fyrir augum að koma síðar. Viðkomandi sat í aftursæti bílsins sem bendir til þess að lágmarki hafi tveir verið í bílnum en líklega fleiri. „Ég er með verkfæri í bílnum sem eru einhvers virði. Kannski hefur viðkomandi ætlað að koma seinna, þú kemur þeim ekki svo auðveldlega í bíl fullan af fólki.“ QR kóði eða passi af einhverjum toga Hann hvetur Grindvíkinga með öryggismyndavélar til að fylgjast vel með þeim. Þá vill hann aukinn þrýsting á yfirvöld að íbúar í Grindavík fái einhvers konar aðgangspassa til að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í því sem næst tóman bæinn. „Þetta gæti verið QR kóði. Það er árið 2024. Þetta er ekki flókið. Eða a.m.k. passar eins og fatlað fólk fær fyrir bílastæði sín. Það verður að gera eitthvað til að tryggja að hver sem er komist ekki í bæinn.“ Næg séu áföll fyrir Grindvíkinga og þetta hjálpi ekki til. Grindavík Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Sjá meira
Garðar Ingi Ingvarsson var á leið í bíó með fjölskyldu sinni um kvöldmatarleytið í gær þegar hann fékk skilaboð. Öryggismyndavélakerfið við hús hans í Grindavík hafði numið hreyfingu. Í ljós kom að um var að ræða bíl sem var ekið endurtekið fram hjá húsi hans. Að lokum steig maður út úr aftursætinu, skokkaði að bíl Garðars í innkeyrslunni, opnaði og leit inn. „Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við erum með öryggismyndavélar. Það er alveg hörmulegt hvernig stjórnvöld standa að þessu,“ segir Garðar Ingvi í samtali við Vísi. Garðar segir að fleiri íbúar hafi orðið varir við sama bíl í öðrum götum bæjarins og hafi áhyggjur af eigum sínum. Klárlega ekki Grindvíkingur „Það er erlendur maður skráður fyrir bílnum. Bíllinn er til sölu á Facebook. Þetta eru ekki íbúar í Grindavík en þeir komast inn þrátt fyrir það,“ segir Garðar Ingi. Málið hafi verið tilkynnt samstundis til Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur upptökur úr myndavélinni í sínum fórum. „Því miður er ég ekki vongóður að nokkuð verði úr þessu.“ Garðar Ingi brunaði til Grindavíkur að lokinni bíóferðinni til að huga að heimili sínu og eignum. Þar segist hann hafa verið fimmtán sekúndur að komast í gegnum mannaðan lokunarpóst inn í bæinn. Geti sagt hvaða heimilisfang sem er „Það eina sem maður er spurður að er kennitala og hvort maður búi í Grindavík. Ég get bara búið til kennitölu. Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem á lokunarpóstinum þá þekkir það ekki Grindavík. Fólk getur sagt hvaða heimilisfang sem er, þau vita ekki einu sinni hvort það sé í Grindavík.“ Maðurinn sem fór inn í bíl Garðars virðist ekki hafa tekið neitt. Garðari Inga dettur helst í hug að hann hafi ætlað að athuga hvort lyklar væru í svissinum eða þá kynna sér aðstæður með það fyrir augum að koma síðar. Viðkomandi sat í aftursæti bílsins sem bendir til þess að lágmarki hafi tveir verið í bílnum en líklega fleiri. „Ég er með verkfæri í bílnum sem eru einhvers virði. Kannski hefur viðkomandi ætlað að koma seinna, þú kemur þeim ekki svo auðveldlega í bíl fullan af fólki.“ QR kóði eða passi af einhverjum toga Hann hvetur Grindvíkinga með öryggismyndavélar til að fylgjast vel með þeim. Þá vill hann aukinn þrýsting á yfirvöld að íbúar í Grindavík fái einhvers konar aðgangspassa til að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í því sem næst tóman bæinn. „Þetta gæti verið QR kóði. Það er árið 2024. Þetta er ekki flókið. Eða a.m.k. passar eins og fatlað fólk fær fyrir bílastæði sín. Það verður að gera eitthvað til að tryggja að hver sem er komist ekki í bæinn.“ Næg séu áföll fyrir Grindvíkinga og þetta hjálpi ekki til.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Sjá meira