Telur ljóst að átt sé við sig og gagnrýnir Flokk fólksins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 08:44 Steinunn Þóra Árnadóttir hefur tjáð sig um framgöngu Flokks fólksins í málefnum fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum. Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum.
Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira