Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. vísir

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti heitir því að bregðast við hryðjuverkaárásinni, á tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld, með hörku. Tala látinna stendur í 133 og óttast að hún fari hækkandi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi á morgun.

Forsætisráðherra segir að athugasemdir Samkeppniseftirlitsins við búvörulög verði teknar til skoðunar, en lögin umdeildu voru samþykkt í vikunni. Formaður atvinnuveganefndar vísar gagnrýni um gagnsemi laganna á bug.

Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni.

Þá hittum við hárgreiðslumann sem býður viðskiptavinum sínum upp á byltingarkennda nýjung sem felst í klippingu án samræðna og hittum starfsmenn Hæfingarmiðstöðvarinnar sem mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×