Ekki brennimerkja börn! Viðar Eggertsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar