Fjórða uppstokkunin á örfáum árum og yfir tuttugu nýir forstöðumenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 20:01 Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans segir nýjum stjórnendum á spítalanum líka ætlað að starfa á gólfinu. Vísir/Ívar Landspítalinn hefur ráðið um tuttugu nýja forstöðumenn. Langflestir voru starfandi á spítalanum og færast ofar í skipuriti. Þetta er fjórða breytingin á örfáum árum og áætlaður kostnaður er á þriðja hundrað milljónir króna. Stjórnendur Landspítalans hafa frá árinu 2019 fjórum sinnum gert viðamiklar breytingar á skipuriti spítalans. Árið 2022 var til dæmis ákveðið að fjölga framkvæmdastjórum og leggja niður störf forstöðumanna. Nú hefur enn á ný orðið algjör kúvending á skipuriti spítalans þar sem forstöðumenn koma aftur inn og að þessu sinni eru þeir tuttugu og þrír. Þannig eru nú bæði forstöðuhjúkrunarfræðingur og forstöðulæknir undir hverjum framkvæmdastjóra á klínískum sviðum spítalans. Undir forstöðumönnunum eru svo áfram deildarstjórar og yfirlæknar. Auk þess koma inn tvö ný störf á skrifstofu forstjóra. Hinir nýráðnu forstöðumenn störfuðu nánast allir áður á spítalanum og færast því ofar í skipuriti. Nýir stjórnendur eigi að starfa á gólfinu Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans tekur fyrir það að verið sé að bæta við enn einu laginu af stjórnendum. „Það er bara verið að dreifa valdi með þessari breytingu. Það er megin hlutverk þessara stjórnenda að vinna með fólkinu, að vera nálægt gólfinu og fylla í eyður í mönnun og annað sem skortir á. Þetta er hugsað til að bæta mönnun því stjórnendur hafa betri yfirsýn og fleiri tækifæri til að lokka til sín starfsfólk,“ segir Björn. Hann segir að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé um 240-250 milljónir króna á ári sem greiðist úr ríkissjóði. „Við erum komin á þjónustutengda fjármögnun sem þýðir að þegar við sjáum fleiri sjúklinga fáum við borgað fyrir það. Við sjáum nú þegar að þetta leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni á spítalanum,“ segir hann. Mikilvægt að upplýsa starfsfólk Hann segist hafa heyrt af efasemdum frá starfsfólki spítalans um breytingarnar en telur þær framfaraskref. „Það er ekkert skrítið að það sé ákveðinn efi í kringum breytingar. Það er eðli spítala og menntastofnana að hafa ákveðna íhaldssemi og það er eðlilegt að það komi fram við svona breytingar. En ég segi alltaf að það þarf að vinna með slíkt og upplýsa starfsfólk,“ segir Björn. Björn sem var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð um árabil segir að svipað fyrirkomulag sé þar og hafi reynst vel. „Yfirstjórn á Landspítalanum í samráði við stjórnina vann að útfærslu á þessari breytingu eftir ráðleggingar og aðstoð frá Mckinsey ráðgjafafyrirtækinu. Þetta var líka eina fyrirkomulagið sem virkaði á mínu gamla sjúkrahúsi í Svíþjóð,“ segir Björn. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53 Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans hafa frá árinu 2019 fjórum sinnum gert viðamiklar breytingar á skipuriti spítalans. Árið 2022 var til dæmis ákveðið að fjölga framkvæmdastjórum og leggja niður störf forstöðumanna. Nú hefur enn á ný orðið algjör kúvending á skipuriti spítalans þar sem forstöðumenn koma aftur inn og að þessu sinni eru þeir tuttugu og þrír. Þannig eru nú bæði forstöðuhjúkrunarfræðingur og forstöðulæknir undir hverjum framkvæmdastjóra á klínískum sviðum spítalans. Undir forstöðumönnunum eru svo áfram deildarstjórar og yfirlæknar. Auk þess koma inn tvö ný störf á skrifstofu forstjóra. Hinir nýráðnu forstöðumenn störfuðu nánast allir áður á spítalanum og færast því ofar í skipuriti. Nýir stjórnendur eigi að starfa á gólfinu Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans tekur fyrir það að verið sé að bæta við enn einu laginu af stjórnendum. „Það er bara verið að dreifa valdi með þessari breytingu. Það er megin hlutverk þessara stjórnenda að vinna með fólkinu, að vera nálægt gólfinu og fylla í eyður í mönnun og annað sem skortir á. Þetta er hugsað til að bæta mönnun því stjórnendur hafa betri yfirsýn og fleiri tækifæri til að lokka til sín starfsfólk,“ segir Björn. Hann segir að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé um 240-250 milljónir króna á ári sem greiðist úr ríkissjóði. „Við erum komin á þjónustutengda fjármögnun sem þýðir að þegar við sjáum fleiri sjúklinga fáum við borgað fyrir það. Við sjáum nú þegar að þetta leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni á spítalanum,“ segir hann. Mikilvægt að upplýsa starfsfólk Hann segist hafa heyrt af efasemdum frá starfsfólki spítalans um breytingarnar en telur þær framfaraskref. „Það er ekkert skrítið að það sé ákveðinn efi í kringum breytingar. Það er eðli spítala og menntastofnana að hafa ákveðna íhaldssemi og það er eðlilegt að það komi fram við svona breytingar. En ég segi alltaf að það þarf að vinna með slíkt og upplýsa starfsfólk,“ segir Björn. Björn sem var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð um árabil segir að svipað fyrirkomulag sé þar og hafi reynst vel. „Yfirstjórn á Landspítalanum í samráði við stjórnina vann að útfærslu á þessari breytingu eftir ráðleggingar og aðstoð frá Mckinsey ráðgjafafyrirtækinu. Þetta var líka eina fyrirkomulagið sem virkaði á mínu gamla sjúkrahúsi í Svíþjóð,“ segir Björn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53 Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15