Fjárfestar líta í síauknum mæli til mikilvægis kynjajafnréttis Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Freyja Vilborg Þórarinsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri GemmaQ sem rataði fyrst á íslenskan markað á Keldunni á haustdögum 2019. Erna Rós Kristinsdóttir „Þessi aukna vitundarvakning um mikilvægi kynjajafnréttis og aukin eftirspurn eftir samfélagslegum fjármálaafurðum – ábyrgum lausnum og upplýsingum um ófjárhagslega þætti – felur í sér mikil tækifæri fyrir Ísland.“ Þetta segir Freyja Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri GemmaQ kynjakvarðans, en félagið gerir notendum kvarðans kleift að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Félagið opnaði nýverið nýja síðu, GemmaQ Finance, þar sem notendur geta lagt mat á fjárfestingar út frá lykil fjárhags- og markaðsupplýsingum, með kynjajafnrétti að leiðarljósi. Eigum að markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu Freyja segir engan vettvang sambærilegan og GemmaQ og að tækifærin á Bandaríkjamarkaði séu mikil. Sömuleiðis eru tækifærin mikil fyrir Ísland. „Við eigum að grípa þetta einstaka tækifæri og markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu, þó að alltaf megi gera betur, fjármagna ríkissjóð og fyrirtæki okkar á grundvelli jafnréttis með útgáfu á sérstökum jafnréttisskuldabréfum, jafnvel á betri kjörum en á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það eru ekki aðeins alþjóðastofnanir eða sveitarfélög erlendis sem byrjuð eru að fjármagna sig á þennan nýstárlega hátt, heldur jafnframt stórfyrirtæki og fjármálafyrirtæki,“ segir Freyja. Hefur vaxið hratt GemmaQ kynjakvarðinn var fyrst opinberaður fyrir íslenskan markað á Keldunni haustið 2019, en einnig eru rauntímaupplýsingar og vísitala GemmaQ aðgengileg í gegnum AWS Data Exchange og CSRHub, sem er meðal annars sýnilegt í Bloomberg Terminal. GemmaQ hefur opnað skrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum þar sem fjölmargir af bandarísku tæknirisunum eru með sinn heimavöll. Freyja segir þetta vera markað sem hafi vaxið hratt síðastliðin fimm ár og að tæknilausnir GemmaQ hafi verið aðlagaðar að þörfum markaðarins. Hún segir að með nýjustu uppfærslunni sé notendum gert mögulegt að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Styttan af stúlkunni sem var stillt upp gegn styttunni af nautinu á Wall Street árið 2017.Getty Á þeim tíma er bronsstyttan var afhjúpuð Freyja starfaði hjá Merrill Lynch, eignastýringararmi Bank of America, þegar jafnréttistengdir vísitölusjóðir fóru fyrst að gera vart við sig árið 2017. „Þetta var á þeim tíma þegar bronsstyttan af óttalausu stúlkunni birtist, hnarreist með hendur á mjöðmum andspænis hinum þekkta nautskúlptúr á Wall Street, fjármálahverfi New York. Hjá Merrill Lynch fékk ég tækifæri til að fylgjast náið með þróuninni á markaðnum og jukust eignir í stýringu jafnréttistengdra sjóða á örfáum árum um 1900 prósent – frá 1 milljarði Bandaríkjadala í 20 milljarða. Á þeim tíma voru stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði byrjaðir að gera ríkari kröfur til jafnréttismála meðal fyrirtækja í eignasafni sínu, og mikilvægi þess að hafa jöfn kynjahlutföll í stjórnunarstöðum - ekki aðeins út frá samfélagslegu mikilvægi til að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – heldur jafnframt út frá fjárhags- og efnahagslegu mikilvægi enda fjölmargar rannsóknir sem hafa sýnt að fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll meðal stjórnenda skila almennt meiri hagnaði heldur en fyrirtæki þar sem ekki er gætt að kynjajafnvægi. Það sem vantaði hins vegar á markaðinn var tól sem tengdi þessa þætti saman, og hjálpaði stofnana- og einstaklingsfjárfestum að fjárfesta með ábyrgum hætti – með jafnrétti að leiðarljósi – og þess vegna varð GemmaQ til,“ segir Freyja. Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Þetta segir Freyja Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri GemmaQ kynjakvarðans, en félagið gerir notendum kvarðans kleift að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Félagið opnaði nýverið nýja síðu, GemmaQ Finance, þar sem notendur geta lagt mat á fjárfestingar út frá lykil fjárhags- og markaðsupplýsingum, með kynjajafnrétti að leiðarljósi. Eigum að markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu Freyja segir engan vettvang sambærilegan og GemmaQ og að tækifærin á Bandaríkjamarkaði séu mikil. Sömuleiðis eru tækifærin mikil fyrir Ísland. „Við eigum að grípa þetta einstaka tækifæri og markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu, þó að alltaf megi gera betur, fjármagna ríkissjóð og fyrirtæki okkar á grundvelli jafnréttis með útgáfu á sérstökum jafnréttisskuldabréfum, jafnvel á betri kjörum en á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það eru ekki aðeins alþjóðastofnanir eða sveitarfélög erlendis sem byrjuð eru að fjármagna sig á þennan nýstárlega hátt, heldur jafnframt stórfyrirtæki og fjármálafyrirtæki,“ segir Freyja. Hefur vaxið hratt GemmaQ kynjakvarðinn var fyrst opinberaður fyrir íslenskan markað á Keldunni haustið 2019, en einnig eru rauntímaupplýsingar og vísitala GemmaQ aðgengileg í gegnum AWS Data Exchange og CSRHub, sem er meðal annars sýnilegt í Bloomberg Terminal. GemmaQ hefur opnað skrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum þar sem fjölmargir af bandarísku tæknirisunum eru með sinn heimavöll. Freyja segir þetta vera markað sem hafi vaxið hratt síðastliðin fimm ár og að tæknilausnir GemmaQ hafi verið aðlagaðar að þörfum markaðarins. Hún segir að með nýjustu uppfærslunni sé notendum gert mögulegt að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Styttan af stúlkunni sem var stillt upp gegn styttunni af nautinu á Wall Street árið 2017.Getty Á þeim tíma er bronsstyttan var afhjúpuð Freyja starfaði hjá Merrill Lynch, eignastýringararmi Bank of America, þegar jafnréttistengdir vísitölusjóðir fóru fyrst að gera vart við sig árið 2017. „Þetta var á þeim tíma þegar bronsstyttan af óttalausu stúlkunni birtist, hnarreist með hendur á mjöðmum andspænis hinum þekkta nautskúlptúr á Wall Street, fjármálahverfi New York. Hjá Merrill Lynch fékk ég tækifæri til að fylgjast náið með þróuninni á markaðnum og jukust eignir í stýringu jafnréttistengdra sjóða á örfáum árum um 1900 prósent – frá 1 milljarði Bandaríkjadala í 20 milljarða. Á þeim tíma voru stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði byrjaðir að gera ríkari kröfur til jafnréttismála meðal fyrirtækja í eignasafni sínu, og mikilvægi þess að hafa jöfn kynjahlutföll í stjórnunarstöðum - ekki aðeins út frá samfélagslegu mikilvægi til að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – heldur jafnframt út frá fjárhags- og efnahagslegu mikilvægi enda fjölmargar rannsóknir sem hafa sýnt að fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll meðal stjórnenda skila almennt meiri hagnaði heldur en fyrirtæki þar sem ekki er gætt að kynjajafnvægi. Það sem vantaði hins vegar á markaðinn var tól sem tengdi þessa þætti saman, og hjálpaði stofnana- og einstaklingsfjárfestum að fjárfesta með ábyrgum hætti – með jafnrétti að leiðarljósi – og þess vegna varð GemmaQ til,“ segir Freyja.
Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent