Tapaði ríflega hálfum milljarði dala annað árið í röð Árni Sæberg skrifar 20. mars 2024 21:35 Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. Tap Alvotech á árinu 2023 nam 551,7 milljónum dollara eða 2,43 dollara tapi á hlut, samanborið við 513,6 milljóna dollara tap á árinu 2022, sem nemur 2,6 dollara tapi á hlut. 551,7 milljónir dollara eru tæplega 75 milljarðar króna á gengi dagsins. Í fréttatilkynningu Alvotech um uppgjör ársins 2023 og helstu áfanga í rekstri félagsins segir að heildartekjur á árinu 2023 hafi verið 93,4 milljónir dollara, sem sé 10 prósent aukning frá fyrra ári. Sölutekjur á árinu 2023 hafi verið 48,7 milljónir dollara, samanborið við 24,8 milljónir dollara á árinu 2022, og tekjur fjórða ársfjórðungs hafi verið 18,9 milljónir dollara, sem sé 37 prósent aukning frá sama tímabili árið áður. Simlandi, líftæknilyfjahliðstæða Alvotech hafi hlotið markaðsleyfi í Bandaríkjunum og verði fyrsta hliðstæða við Humira (adalimumab) í háum styrk með útskiptileika. Sala hafi hafist í Kanada á Jamteki, líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Stelara (ustekinumab) og gert sé ráð fyrir að markaðssetning hefjist í Japan á öðrum ársfjórðungi og í Evrópu á þriðja ársfjórðungi Tilkynnt hafi verið um jákvæða niðurstöðu úr klínískri rannsókn á virkni fyrirhugaðrar hliðstæðu Alvotech við Eylea (aflibercept) og úr rannsókn á lyfjahvörfum fyrirhugaðrar hliðstæðu við Prolia/Xgeva (denosumab) og Simponi/Simponi Aria (golimumab) Helstu niðurstöður uppgjörs fyrir árið 2023: Þann 31. desember sl. átti félagið 11,2 milljónir dala í lausu fé, að undanskildum 26,2 milljónum dala í bundnu fé. Þá námu heildarskuldir félagsins 960,2 milljónum dala að meðtöldum 38,0 milljóna dala næstu árs afborgun. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningu að upphæð um 166 milljónir dala af sölu 10.127.132 almennra hluta í félaginu, átti félagið um 172 milljónir dollara í lausu fé pro forma þann 31. desember 2023. Heildartekjur af vörusölu nærri tvöfölduðust milli ára, voru 48,7 milljónir dollara árið 2023, samanborið við 24,8 milljónir dollara á fyrra ári. Leyfisgreiðslur og aðrar tekjur voru 44,7 milljónir dollara og minnkuðu um 15,5 milljónir dala milli ára. Kostnaðarverð seldra vara var 160,9 milljónir á árinu 2023, vegna framleiðslu á AVT02 (adalimumab) fyrir markaði í Evrópu, Kanada og Ástralíu. Rannsóknar- og þróunarkostnaður var 210,8 milljónir dollara á árinu 2023, samanborið við 180,6 milljónir dollara á fyrra ári. Stjórnunarkostnaður var 76,6 milljónir dollara á árinu 2023, samanborið við 186,7 milljónir dollara á fyrra ári. Hlutdeild í tapi vegna samstarfsverkefnis Alvotech og CCHN nam 4,6 milljónum dollara og bókfærð virðisrýrnun fjárfestingar Alvotech í samstarfsverkefninu var 21,5 milljón dollara, en viðræður standa yfir milli samstarfsaðilanna um að CCHN kaupi hlut Alvotech í verkefninu. Fjármunatekjur voru 4,8 milljónir dollara á árinu 2023, samanborið við 2,5 milljónir dollara á fyrra ári. Fjármagnsgjöld námu 267,2 milljónum dollara á árinu 2023, samanborið við 188,4 milljónir dollara á árinu 2022. Aukningin er aðallega vegna vaxtakostnaðar við aukna fjármögnun og gangvirðisbreytingar á afleiðutengdum skuldum. Gengistap nam 5,2 milljónum dollara á árinu 2023, samanborið við 10,6 milljónir dollara gengishagnað á árinu 2022, sem rekja má til breytinga á gengi krónu og evru gagnvart dollar. Reiknaður tekjuskattur á árinu 2023 var jákvæður um 99,3 milljónir dollara samanborið við 38,1 milljónir dollara á árinu 2022, en hluta aukningarinnar má rekja til styrkingar krónu gegn dollar sem eykur verðmæti bókfærðs taps í dollurum. Tap á árinu 2023 nam 551,7 milljónum dollara eða 2,43 dollara tapi á hlut, samanborið við 513,6 milljóna dollara tap á árinu 2022, sem nemur 2,6 dollara tapi á hlut. Kynna uppgjörið Í tilkynningu segir að Alvotech efni til uppgjörs- og kynningarfundar sem sendur verður út í beinu vefstreymi fimmtudaginn 21. mars næstkomandi klukkan 12 að íslenskum tíma. Upplýsingar um hvernig hægt er að tengjast vefstreyminu sé að finna á fjárfestasíðu Alvotech. Þar verði einnig hægt að nálgast upptöku af fundinum að honum loknum. Alvotech Lyf Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í fréttatilkynningu Alvotech um uppgjör ársins 2023 og helstu áfanga í rekstri félagsins segir að heildartekjur á árinu 2023 hafi verið 93,4 milljónir dollara, sem sé 10 prósent aukning frá fyrra ári. Sölutekjur á árinu 2023 hafi verið 48,7 milljónir dollara, samanborið við 24,8 milljónir dollara á árinu 2022, og tekjur fjórða ársfjórðungs hafi verið 18,9 milljónir dollara, sem sé 37 prósent aukning frá sama tímabili árið áður. Simlandi, líftæknilyfjahliðstæða Alvotech hafi hlotið markaðsleyfi í Bandaríkjunum og verði fyrsta hliðstæða við Humira (adalimumab) í háum styrk með útskiptileika. Sala hafi hafist í Kanada á Jamteki, líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Stelara (ustekinumab) og gert sé ráð fyrir að markaðssetning hefjist í Japan á öðrum ársfjórðungi og í Evrópu á þriðja ársfjórðungi Tilkynnt hafi verið um jákvæða niðurstöðu úr klínískri rannsókn á virkni fyrirhugaðrar hliðstæðu Alvotech við Eylea (aflibercept) og úr rannsókn á lyfjahvörfum fyrirhugaðrar hliðstæðu við Prolia/Xgeva (denosumab) og Simponi/Simponi Aria (golimumab) Helstu niðurstöður uppgjörs fyrir árið 2023: Þann 31. desember sl. átti félagið 11,2 milljónir dala í lausu fé, að undanskildum 26,2 milljónum dala í bundnu fé. Þá námu heildarskuldir félagsins 960,2 milljónum dala að meðtöldum 38,0 milljóna dala næstu árs afborgun. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningu að upphæð um 166 milljónir dala af sölu 10.127.132 almennra hluta í félaginu, átti félagið um 172 milljónir dollara í lausu fé pro forma þann 31. desember 2023. Heildartekjur af vörusölu nærri tvöfölduðust milli ára, voru 48,7 milljónir dollara árið 2023, samanborið við 24,8 milljónir dollara á fyrra ári. Leyfisgreiðslur og aðrar tekjur voru 44,7 milljónir dollara og minnkuðu um 15,5 milljónir dala milli ára. Kostnaðarverð seldra vara var 160,9 milljónir á árinu 2023, vegna framleiðslu á AVT02 (adalimumab) fyrir markaði í Evrópu, Kanada og Ástralíu. Rannsóknar- og þróunarkostnaður var 210,8 milljónir dollara á árinu 2023, samanborið við 180,6 milljónir dollara á fyrra ári. Stjórnunarkostnaður var 76,6 milljónir dollara á árinu 2023, samanborið við 186,7 milljónir dollara á fyrra ári. Hlutdeild í tapi vegna samstarfsverkefnis Alvotech og CCHN nam 4,6 milljónum dollara og bókfærð virðisrýrnun fjárfestingar Alvotech í samstarfsverkefninu var 21,5 milljón dollara, en viðræður standa yfir milli samstarfsaðilanna um að CCHN kaupi hlut Alvotech í verkefninu. Fjármunatekjur voru 4,8 milljónir dollara á árinu 2023, samanborið við 2,5 milljónir dollara á fyrra ári. Fjármagnsgjöld námu 267,2 milljónum dollara á árinu 2023, samanborið við 188,4 milljónir dollara á árinu 2022. Aukningin er aðallega vegna vaxtakostnaðar við aukna fjármögnun og gangvirðisbreytingar á afleiðutengdum skuldum. Gengistap nam 5,2 milljónum dollara á árinu 2023, samanborið við 10,6 milljónir dollara gengishagnað á árinu 2022, sem rekja má til breytinga á gengi krónu og evru gagnvart dollar. Reiknaður tekjuskattur á árinu 2023 var jákvæður um 99,3 milljónir dollara samanborið við 38,1 milljónir dollara á árinu 2022, en hluta aukningarinnar má rekja til styrkingar krónu gegn dollar sem eykur verðmæti bókfærðs taps í dollurum. Tap á árinu 2023 nam 551,7 milljónum dollara eða 2,43 dollara tapi á hlut, samanborið við 513,6 milljóna dollara tap á árinu 2022, sem nemur 2,6 dollara tapi á hlut. Kynna uppgjörið Í tilkynningu segir að Alvotech efni til uppgjörs- og kynningarfundar sem sendur verður út í beinu vefstreymi fimmtudaginn 21. mars næstkomandi klukkan 12 að íslenskum tíma. Upplýsingar um hvernig hægt er að tengjast vefstreyminu sé að finna á fjárfestasíðu Alvotech. Þar verði einnig hægt að nálgast upptöku af fundinum að honum loknum.
Alvotech Lyf Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira