Samfélagssálartetur í ríkri aðhlynningarþörf? Árni Stefán Árnason skrifar 20. mars 2024 11:30 Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur hluti íslensku þjóðarinnar opinberað vanþóknun sína um amk tvö málefni, sem ratað hafa á aldir ljósvakans. Þjóðinni er gefin kostur á slíku í kommentakerfum miðlanna ef miðlunum þykir þóknanlegt að bjóða upp á slíkt, því það á ekki við um öll tíðindi sem miðlar dreifa. Yfirleitt er það svo, við slíkar aðstæður, að vanþóknuninni er beint að einhverjum. Þannig var það í þessi skipti. Þetta byrjaði með látum þegar úrslit söngvakeppni sjónvarpsins lágu fyrir. Í kjölfarið mátti sigurvegarinn Hera Björk þola ótrúlega aðför. Söngkonan hefur nú svarað málefnalega, fallega og af vissum sannleik fyrir sig. Haft er eftir henni í fyrirsögn í frétt þegar blm. visir.is grennslaðist af umhyggju fyrir um líðan hennar: „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Málið er komið á lygnan sjó og ég óska henni alls hins besta á sviðinu í Svíþjóð. Í annan stað lenti ég sjálfur í þessu. Ég hefði aldrei nokkurn tíma haft hugmyndaflug í það hvaða viðbrögðum ég lenti í vegna fréttar um öryrkja, sem ég er í tengslum við, hefðu. Mér blöskraði þetta andlega ofbeldi sem fólk beitti í skjóli símans eða tölvunnar í kommentakerfum og í einkaskilaboðum til mín. Ég hef persónulega mjög gaman af allri rökræðu og rökstuddum samræðum. Það helgast af áhuga mínum á heimspeki og auðvitað áhrifum sem ég varð fyrir í og eftir laganám mitt. Í ljósi þessara tveggja atburða rifjuðust rækilega upp fyrir mér tveir einstaklingar og hvaða skoðun/álit þeir hafa á þessari þjóð og í felst líklega nokkuð sannleiksgildi að mínu mati. Það eru þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Styrmir Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir mælti, við rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í eftirmálum hrunsins, og er af mörgum talin einhver frægasta tilvitnum seinni tíma: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Heimild: skjáskot af vef heimildin.is Í annað stað rifjast upp fyrir mér viðtal við Kára Stefánsson í Silfri Egils. Hann sagði: „Skelfilegar niðurstöður úr PISA-könnun gæti hugsanlega bent til þess að Íslendingar séu heimskari en gerist og gengur" - hann sagði jafnframt að honum væri rammasta alvara með þessar vangaveltur sínar, hann væri ekki að reyna að vera fyndinn. Auðvitað er það svo að vinir mínir hafa komið að máli við mig um málið, sem varðar mig. Einn þeirra, afar vandaður maður og flinkur í rökræðu, skrifaði þegar við vorum að ræða heilbrigða skynsemi - common sense og þetta mál barst á góma: „Fólk er margt skrítið.. Margir virðast óska þess að þú sért til mests ófriðs..að þú sért sem mestur drullusokkur og skíthæll og sért alltaf að gera einhverja skandala... þá hefur fólk eitthvað að tala um á kaffistofum landsins. En þegar þú svarar fyrir þig á heiðarlegan hátt þá þagna allir. Furðulegt alveg þykir mér - Þú lætur mikið á þér bera oft í umræðunni ....en það fær ekki almennilega athygli fyrr en fólk telur sig geta fundið einhvern höggstað á þér. Fólk er alltaf að leita að einhverju sem er krassandi.“ Ég hafði ekki heldur hugmyndaflug að sjá þetta í þessu ljósi vinar míns, taldi þjóðina skárri en það sem hann lýsir. Ég velti því reyndar aldrei fyrir mér hvað fólki finnst um mig og mín skrif. Ég tjái mig af sannfæringu, heiðarleika en umfram allt alltaf rökstutt. En til baka til Kára. Heimska birtist ekki bara í getu til námsárangur, hún endurspeglast í öllu lífi manna. Það sama á við um spillingu sem oft rekur rætur sínar til siðblindu. Hafi þessir tveir merku og lífsreyndu menn og vinur minn rétt fyrir sér er íslenska þjóðin svo sannarlega ekki á góðri vegferð. Ég upplifi það sama og þeir og ástandið skánar ekkert nema síður sé. - Það er í bókstaflegri merkingu hættulegt fyrir framtíð Íslendinga. Hafnarfirði 19. mars 2024 Árni Stefán Árnason
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun