Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning um árásirnar um fimmleytið um nóttina.
„Í ljós kom að einn aðili hafði verið stunginn með hnífi og annar sleginn í höfuðið með hamri. Óljóst var um málsatvik í fyrstu en hinir slösuðu voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni.
Þrír einstaklingar koma að málinu, en í tilkynningu lögreglu segir að þeir hafi allir verið í annarlegu ástandi. Þeir gistu fangageymslur, en var sleppt að loknum skýrslutökum samdægurs.