„Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 08:54 Frá fundi Öryggisráðsins í gær. AP/Eduardo Munoz Alvarez Bandaríkin og Japan standa saman að ályktun sem hefur verið lögð fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Linda Thomas-Greenfield, sagði á fundi ráðsins í gær að það væri „fordæmalaust, hættulegt og óásættanlegt“ að koma kjarnorkuvopnum á sporbraut um jörðu. Ákvörðun Bandaríkjanna og Japana kemur á hæla fregna þess efnis að Rússar hefðu þróað tækni sem mætti nýta til að eyðileggja gervihnetti. Það var Hvíta húsið sem greindi frá þessu í febrúar síðastliðinum en þá kom fram að ekki stafaði ógn af vopninu enn sem komið væri. Greint var frá því í erlendum miðlum að um væri að ræða einhvers konar kjarnorku- eða gjöreyðingarvopn en þetta fékkst ekki staðfest. Aðeins að vopnið væri ætlað til notkunar í geimnum og að það fæli í sér brot á Geimsáttmálanum frá 1967, sem kveður á um bann gegn gjöreyðingarvopnum í geimnum. 114 ríki eru aðilar að sáttmálanum, þeirra á meðal Bandaríkin og Rússland. Utanríkisráðherra Yoko Kamikawa, sem stýrði Öryggisráðsfundinum þar sem rætt var um ályktun Bandaríkjanna og Japan, sagði að þrátt fyrir mikla spennu í samskiptum ríkja á tímum Kalda stríðsins, hefðu menn getað sameinast um það að friður ríkti í geimnum. Bannið sem menn hefðu náð samkomulagi um þá ætti einnig að virða í dag. Dmitry Polyansky, sendifulltrúi Rússlands í Bandaríkjunum, sagði ályktunina hins vegar enn eina áróðursbrelluna af hálfu Bandaríkjastjórnar. Rússar hafa neitað að vinna að „geimvopni“ og þá sagði Polyansky ályktunina ekki hafa verið unna af sérfræðingum né samráð verið haft um hana. Antóníó Guterres, framkævmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist hins vegar fylgjandi ályktuninni og hefur bent á að spenna og vantraust ríkja á milli hefði ekki verið meiri í marga áratugi. „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer,“ sagði Guterres, í vísun í Óskarsverðlaunamynd Christopher Nolan um þróun kjarnorkusprengjunnar. Guardian greindi frá. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Japan Rússland Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Linda Thomas-Greenfield, sagði á fundi ráðsins í gær að það væri „fordæmalaust, hættulegt og óásættanlegt“ að koma kjarnorkuvopnum á sporbraut um jörðu. Ákvörðun Bandaríkjanna og Japana kemur á hæla fregna þess efnis að Rússar hefðu þróað tækni sem mætti nýta til að eyðileggja gervihnetti. Það var Hvíta húsið sem greindi frá þessu í febrúar síðastliðinum en þá kom fram að ekki stafaði ógn af vopninu enn sem komið væri. Greint var frá því í erlendum miðlum að um væri að ræða einhvers konar kjarnorku- eða gjöreyðingarvopn en þetta fékkst ekki staðfest. Aðeins að vopnið væri ætlað til notkunar í geimnum og að það fæli í sér brot á Geimsáttmálanum frá 1967, sem kveður á um bann gegn gjöreyðingarvopnum í geimnum. 114 ríki eru aðilar að sáttmálanum, þeirra á meðal Bandaríkin og Rússland. Utanríkisráðherra Yoko Kamikawa, sem stýrði Öryggisráðsfundinum þar sem rætt var um ályktun Bandaríkjanna og Japan, sagði að þrátt fyrir mikla spennu í samskiptum ríkja á tímum Kalda stríðsins, hefðu menn getað sameinast um það að friður ríkti í geimnum. Bannið sem menn hefðu náð samkomulagi um þá ætti einnig að virða í dag. Dmitry Polyansky, sendifulltrúi Rússlands í Bandaríkjunum, sagði ályktunina hins vegar enn eina áróðursbrelluna af hálfu Bandaríkjastjórnar. Rússar hafa neitað að vinna að „geimvopni“ og þá sagði Polyansky ályktunina ekki hafa verið unna af sérfræðingum né samráð verið haft um hana. Antóníó Guterres, framkævmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist hins vegar fylgjandi ályktuninni og hefur bent á að spenna og vantraust ríkja á milli hefði ekki verið meiri í marga áratugi. „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer,“ sagði Guterres, í vísun í Óskarsverðlaunamynd Christopher Nolan um þróun kjarnorkusprengjunnar. Guardian greindi frá.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Japan Rússland Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira