Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2024 08:32 Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festis. Tilkynnt var um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju í mars á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til Kauphallar en Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið hafi kynnt Festi frumniðurstöður í rannsókninni en bréf þess efnis hafi borist eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag. „Er tiltekið í frummatinu að samruninn krefjist að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Í bréfinu greinir að frummatið sé byggt á fyrirliggjandi gögnum, að það sé ekki bindandi fyrir Samkeppniseftirlitið og að það kunni að taka breytingum eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þá er frummatinu ætlað að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Greining á frumniðurstöðum stendur yfir og hefur Festi frest til 29. mars nk. til að leggja fram athugasemdir vegna frummatsins, tillögur að mögulegum aðgerðum og skilyrðum vegna þeirra afmörkuðu þátta sem það tekur til sem og til að óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið,“ segir í tilkynningunni. 7,8 milljarðar Samningur um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður 13. júlí síðastliðinn, en í kaupunum var heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna. Þá kom fram að endanlegt heildarvirði og kaupverð myndi ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli samkomulags sem gert var 17. mars 2023. Festi rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko en Lyfja rekur 45 apótek auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur. Festi Samkeppnismál Lyf Verslun Tengdar fréttir Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til Kauphallar en Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið hafi kynnt Festi frumniðurstöður í rannsókninni en bréf þess efnis hafi borist eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag. „Er tiltekið í frummatinu að samruninn krefjist að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Í bréfinu greinir að frummatið sé byggt á fyrirliggjandi gögnum, að það sé ekki bindandi fyrir Samkeppniseftirlitið og að það kunni að taka breytingum eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þá er frummatinu ætlað að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Greining á frumniðurstöðum stendur yfir og hefur Festi frest til 29. mars nk. til að leggja fram athugasemdir vegna frummatsins, tillögur að mögulegum aðgerðum og skilyrðum vegna þeirra afmörkuðu þátta sem það tekur til sem og til að óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið,“ segir í tilkynningunni. 7,8 milljarðar Samningur um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður 13. júlí síðastliðinn, en í kaupunum var heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna. Þá kom fram að endanlegt heildarvirði og kaupverð myndi ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli samkomulags sem gert var 17. mars 2023. Festi rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko en Lyfja rekur 45 apótek auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur.
Festi Samkeppnismál Lyf Verslun Tengdar fréttir Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10
Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33