Þjóðarskömmin mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 08:01 Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun