Innlent

Gæslu­varð­hald vegna at­burðanna á Nýbýlavegi fram­lengt aftur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan 1. febrúar. 
Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan 1. febrúar.  Vísir/Sigurjón

Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 

Tilkynnt var um andlát sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi 31. janúar síðastliðinn. Móðir hans var handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald daginn eftir. 

7. febrúar var gæsluvarðhaldið framlengt um fjórar vikur, til 6. mars. Gæsluvarðhaldið yfir henni var þá framlengt að nýju um fjórar vikur og rennur út 3. apríl næstkomandi. 


Tengdar fréttir

Gæsluvarðhald yfir móðurinni framlengt um fjórar vikur

Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum, um fjórar vikur. Lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni.

Telja sig vera með skýra mynd af atburðum á Nýbýlavegi

Yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi miði vel. Lögreglan telji sig vera komna með skýra mynd af atburðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×