Hinir mörgu fletir og orð misnotkunar Matthildur Björnsdóttir skrifar 11. mars 2024 17:01 FRÁ HUGLEIÐINGU UM OG VERULEIKA Í BÓKINNI „ÉG VERÐ ALDREI UNGFRÚ MEÐFÆRILEG“ Deilt í stuðningi við vinnu þolenda í Stígamótum Frá því að hafa lifað og vitnað þrjár mismunandi tegundir mismeðferðar sem gerðust á heimilum fyrir meira en hálfri öld síðan. Þá sé ég að það er tími á að nota fleiri orð yfir það, en bara Of-beldi. Í mínum huga, og kannski margra annarra, er það að segja að einhver lúskraði illilega á líkama viðkomandi. Svo tók enginn mark á því, ef sagt var frá kynferðislegri misnotkun eða öðru sem var mjög særandi og níðandi, en enga marbletti var að sjá á húðinni. Né bein brotin. Samt voru þær aðrar slæmar meðferðir skaðlegar fyrir þolendur og það oft fyrir allt líf þeirra. Einstaklinga sem á þeim tímum hefðu alls ekki getað kvartað við yfirvöld yfir meðferðinni sem þau voru að fá. Ég vitnaði persónulega frá tíu ára aldri ömmu heilaþvo barnabarn sitt stelpu sem hún hafði fengið til umönnunar fyrir alla ævi barnsins.Sem var af því að hún hafði verið veik og foreldrarnir voru bændur. Þau höfðu dýrum að sinna og mörg önnur börn að sjá um. Við tvær hittumst í götunni og urðum vinkonur upp frá því. Ég skildi svo ekki fyrr en áratugum seinna þá staðreynd, að við tengdumst af því að við höfðum hliðstæða orku utan um okkur. Mín upplifun var frá níði konu í vonbrigðum með að hafa ekki fengið að lifa starfsframadraum sinn vegna einnar stundar kynlífsnautnar sem olli getnaði mínum. Það níð gerðist án vitna, eins og heilaþvottur ömmunnar. En ég sem barn og unglingur, fór að skilja og heyra að það sem vinkonan lifði við, var hvorki gott né rétt. En var steinblind þá um það sem ég var að fá sjálf. Þá var auðveldara að sjá utan við sig, en innan í sér. Thomas Hubl og fleiri lýsa slíku sem fari framhjá heilabúinu og beina leið inn í taugakerfin. Þar situr mengaða orkan svo sem það hleðst upp í áratugi og stundum til enda ævinnar. Heilaþvottur ömmunnar var of tengdur því eina hlutverki sem hún taldi kvenkyn hafa. Það áttu ekki að vera neinir aðrir möguleikar fyrir okkur konur í huga hennar. Svo vitnaði ég beint „Of-beldi“ á öðru heimili og þar horfði kvenkyn á karl lúberja syni sína með belti. Ég var send í það hverfi árið 1957, af því að það var enginn skóli í nýja hverfinu sem við höfðum flutt í. Og konan sem hafði tapað af frelsi sínu taldi sig þekkja þá fjölskyldu, en þekkti í raun bara eiginkonuna. Það voru um fimm kvenkyns verur sem stóðu dofnar frá vanmætti til að tjá sig, og vitnuðu ofbeldið án þess að geta stoppað það. Ég skildi seinna að það myndi hafa verið af því að þær og þau töldu að það sama væri gert við drengi á öllum heimilum. Við því væri þá ekkert hægt að gera. Eins og áður kemur fram finnst mér orðið „Of-beldi“ vera tengt því að upplifa að vera líkamlega barinn, og að fá þá marbletti sem sjást utan á okkur. Þegar níð, heilaþvottur og auðvitað líka allskonar aðrar slæmar meðferðir eins og kynferðisleg misnotkun og nauðgun gerast mest án vitna. Og þá eru „marblettirnir“ að innan í heila og taugakerfum, eins og fræðingar í dag skilja. En enginn vildi viðurkenna á þeim tímum fyrir meira en sextíu árum síðan, og varla einu sinni í dag heldur, sé ég í blöðum núna varðandi það hvað lögin sýna. Ég upplifði svo sem unglingur sérkennilega tegund af kynferðislegri áreitni. Ég heimsótti gamlan vinnustað þegar ég átti leið framhjá, og droppaði inn til að heilsa upp á konurnar sem unnu þar. Um leið og ég kom inn um dyrnar, þá ávarpaði yfirmaðurinn mig og bað mig um að koma inn á skrifstofu til sín þegar ég væri búin að tala við konurnar. Ég skildi ekki hvað hann gæti viljað mér unglingnum, maður sem gæti verið afi minn og engin tenging á milli okkar. Samt var ég kurteis, og fór inn í skrifstofuna. Um leið og ég hafði sest þá kom þessi spurning: Hvort ég hefði upplifað kynlíf? Ég sagði nei, enda átti ég þá nokkuð langt í land, áður en slík þörf eða löngun risi í mér. Þá hófst ræða hans um hve mikilvægt það væri. „Að ég vissi hvernig menn ættu að setja typpið inn“, og bauð sig fram til að verða kennari minn um það. Ég svaraði honum ekki. En stóð upp gul og rauð og græn í sjokki, og gekk út. Ég náði að segja einni af konunum sem vann þar seinna frá þessu. Svo fór það atvik í þöggunardeildina í sellum mínum þangað til að áratugum síðar að ég sá tækifæri til að láta reyna á hvar sú kona sem fæddi mig í heiminn stæði um þá reynslu mína. En ég fékk bara stuðning hennar við karlveldis rétt til kvenna sem kvenkyn hafði verið heilaþvegið til að hugsa um sig. Þær samræður voru einnig án vitna annarra í fjölskyldunni. Enga samkennd að fá fyrir dóttur. Sigurður Svavarsson heitinn kennari í MH viðurkenndi fyrir mér og öðrum nemendum um árið, að þetta tungumál væri fátækt þegar kæmi til orða um tilfinningar. Atriði sem ég hafði áttað mig við að eiga að skrifa ritgerð. Svo þegar ég sé að allskonar tegundir slæmra meðferða á mannverum eru allar kallaðar „Of-beldi“ andlegt eða líkamlegt sem miðar ekki að sönnu eðli þess sem gerðist í og fyrir mannverunni sem leið það. Þá sé ég að það eina orð er ekki gagnleg lýsing á reynslu einstaklinga sem hafa upplifað tilfinningaskala af mismeðferð. Það sé kominn tími til að fara að nota fleiri orð til að veita réttari upplifun í samkennd við hvern og einn sem hefur upplifað mismeðferð af einhverju tagi. Bókin sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir skrifaði í samtölum við Guðrúnu Jónsdóttur og hefur titilinn „Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg“ veitir mikla sýn inn í þessi atriði og meira. Bók mín á ensku gerir það á annan hátt, en er bara uppi á Amazon með titlinum „Diving Into The Threads of Life, a woman´s story er 405 síður. Ferlið frá að lifa frá og eftir mismeðferð er að sjá um sig fyrst, og finna sig. Eftir það var tími til að líta til baka á foreldra sem voru þolendur andlegrar kúgunar þeirra tíma. Samt lifir maður með hinum ýmsu ó-útskýranlegu afleiðingum frá slíku. Vinkonan sem var heilaþvegin skildi ekki fyrr en eftir breytingar-aldur hvað áhrif amma hennar hafði haft á hana og í. Hvernig drengirnir lifðu við afleiðingar þess að vera barðir með belti fyrir framan okkur, veit ég því miður ekki. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
FRÁ HUGLEIÐINGU UM OG VERULEIKA Í BÓKINNI „ÉG VERÐ ALDREI UNGFRÚ MEÐFÆRILEG“ Deilt í stuðningi við vinnu þolenda í Stígamótum Frá því að hafa lifað og vitnað þrjár mismunandi tegundir mismeðferðar sem gerðust á heimilum fyrir meira en hálfri öld síðan. Þá sé ég að það er tími á að nota fleiri orð yfir það, en bara Of-beldi. Í mínum huga, og kannski margra annarra, er það að segja að einhver lúskraði illilega á líkama viðkomandi. Svo tók enginn mark á því, ef sagt var frá kynferðislegri misnotkun eða öðru sem var mjög særandi og níðandi, en enga marbletti var að sjá á húðinni. Né bein brotin. Samt voru þær aðrar slæmar meðferðir skaðlegar fyrir þolendur og það oft fyrir allt líf þeirra. Einstaklinga sem á þeim tímum hefðu alls ekki getað kvartað við yfirvöld yfir meðferðinni sem þau voru að fá. Ég vitnaði persónulega frá tíu ára aldri ömmu heilaþvo barnabarn sitt stelpu sem hún hafði fengið til umönnunar fyrir alla ævi barnsins.Sem var af því að hún hafði verið veik og foreldrarnir voru bændur. Þau höfðu dýrum að sinna og mörg önnur börn að sjá um. Við tvær hittumst í götunni og urðum vinkonur upp frá því. Ég skildi svo ekki fyrr en áratugum seinna þá staðreynd, að við tengdumst af því að við höfðum hliðstæða orku utan um okkur. Mín upplifun var frá níði konu í vonbrigðum með að hafa ekki fengið að lifa starfsframadraum sinn vegna einnar stundar kynlífsnautnar sem olli getnaði mínum. Það níð gerðist án vitna, eins og heilaþvottur ömmunnar. En ég sem barn og unglingur, fór að skilja og heyra að það sem vinkonan lifði við, var hvorki gott né rétt. En var steinblind þá um það sem ég var að fá sjálf. Þá var auðveldara að sjá utan við sig, en innan í sér. Thomas Hubl og fleiri lýsa slíku sem fari framhjá heilabúinu og beina leið inn í taugakerfin. Þar situr mengaða orkan svo sem það hleðst upp í áratugi og stundum til enda ævinnar. Heilaþvottur ömmunnar var of tengdur því eina hlutverki sem hún taldi kvenkyn hafa. Það áttu ekki að vera neinir aðrir möguleikar fyrir okkur konur í huga hennar. Svo vitnaði ég beint „Of-beldi“ á öðru heimili og þar horfði kvenkyn á karl lúberja syni sína með belti. Ég var send í það hverfi árið 1957, af því að það var enginn skóli í nýja hverfinu sem við höfðum flutt í. Og konan sem hafði tapað af frelsi sínu taldi sig þekkja þá fjölskyldu, en þekkti í raun bara eiginkonuna. Það voru um fimm kvenkyns verur sem stóðu dofnar frá vanmætti til að tjá sig, og vitnuðu ofbeldið án þess að geta stoppað það. Ég skildi seinna að það myndi hafa verið af því að þær og þau töldu að það sama væri gert við drengi á öllum heimilum. Við því væri þá ekkert hægt að gera. Eins og áður kemur fram finnst mér orðið „Of-beldi“ vera tengt því að upplifa að vera líkamlega barinn, og að fá þá marbletti sem sjást utan á okkur. Þegar níð, heilaþvottur og auðvitað líka allskonar aðrar slæmar meðferðir eins og kynferðisleg misnotkun og nauðgun gerast mest án vitna. Og þá eru „marblettirnir“ að innan í heila og taugakerfum, eins og fræðingar í dag skilja. En enginn vildi viðurkenna á þeim tímum fyrir meira en sextíu árum síðan, og varla einu sinni í dag heldur, sé ég í blöðum núna varðandi það hvað lögin sýna. Ég upplifði svo sem unglingur sérkennilega tegund af kynferðislegri áreitni. Ég heimsótti gamlan vinnustað þegar ég átti leið framhjá, og droppaði inn til að heilsa upp á konurnar sem unnu þar. Um leið og ég kom inn um dyrnar, þá ávarpaði yfirmaðurinn mig og bað mig um að koma inn á skrifstofu til sín þegar ég væri búin að tala við konurnar. Ég skildi ekki hvað hann gæti viljað mér unglingnum, maður sem gæti verið afi minn og engin tenging á milli okkar. Samt var ég kurteis, og fór inn í skrifstofuna. Um leið og ég hafði sest þá kom þessi spurning: Hvort ég hefði upplifað kynlíf? Ég sagði nei, enda átti ég þá nokkuð langt í land, áður en slík þörf eða löngun risi í mér. Þá hófst ræða hans um hve mikilvægt það væri. „Að ég vissi hvernig menn ættu að setja typpið inn“, og bauð sig fram til að verða kennari minn um það. Ég svaraði honum ekki. En stóð upp gul og rauð og græn í sjokki, og gekk út. Ég náði að segja einni af konunum sem vann þar seinna frá þessu. Svo fór það atvik í þöggunardeildina í sellum mínum þangað til að áratugum síðar að ég sá tækifæri til að láta reyna á hvar sú kona sem fæddi mig í heiminn stæði um þá reynslu mína. En ég fékk bara stuðning hennar við karlveldis rétt til kvenna sem kvenkyn hafði verið heilaþvegið til að hugsa um sig. Þær samræður voru einnig án vitna annarra í fjölskyldunni. Enga samkennd að fá fyrir dóttur. Sigurður Svavarsson heitinn kennari í MH viðurkenndi fyrir mér og öðrum nemendum um árið, að þetta tungumál væri fátækt þegar kæmi til orða um tilfinningar. Atriði sem ég hafði áttað mig við að eiga að skrifa ritgerð. Svo þegar ég sé að allskonar tegundir slæmra meðferða á mannverum eru allar kallaðar „Of-beldi“ andlegt eða líkamlegt sem miðar ekki að sönnu eðli þess sem gerðist í og fyrir mannverunni sem leið það. Þá sé ég að það eina orð er ekki gagnleg lýsing á reynslu einstaklinga sem hafa upplifað tilfinningaskala af mismeðferð. Það sé kominn tími til að fara að nota fleiri orð til að veita réttari upplifun í samkennd við hvern og einn sem hefur upplifað mismeðferð af einhverju tagi. Bókin sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir skrifaði í samtölum við Guðrúnu Jónsdóttur og hefur titilinn „Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg“ veitir mikla sýn inn í þessi atriði og meira. Bók mín á ensku gerir það á annan hátt, en er bara uppi á Amazon með titlinum „Diving Into The Threads of Life, a woman´s story er 405 síður. Ferlið frá að lifa frá og eftir mismeðferð er að sjá um sig fyrst, og finna sig. Eftir það var tími til að líta til baka á foreldra sem voru þolendur andlegrar kúgunar þeirra tíma. Samt lifir maður með hinum ýmsu ó-útskýranlegu afleiðingum frá slíku. Vinkonan sem var heilaþvegin skildi ekki fyrr en eftir breytingar-aldur hvað áhrif amma hennar hafði haft á hana og í. Hvernig drengirnir lifðu við afleiðingar þess að vera barðir með belti fyrir framan okkur, veit ég því miður ekki. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar