Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2024 08:01 Húsið hefur vakið athygli vegfarenda, enda staðið í marga mánuði ofan á Hótel Sögu. Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. Hið einkennilega mannvirki hefur vakið furðu margra sem átt hafa leið um Haga og Mela í Vesturbæ Reykjavíkur síðustu mánuði. Séð frá jörðu niðri er byggingin töluvert frábrugðin Grillinu sem áður trónaði á toppi hótelsins; hún er umfangsmeiri og að því er virðist með hefðbundnu, hallandi þaki. Og vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvort húsið sé komið til að vera. Þeir áhyggjufyllstu hafa meira að segja sent fyrirspurnir þess efnis til Háskóla Íslands, sem stendur að framkvæmdunum á Sögu. En þeir þurfa ekki að örvænta. Mannvirkið er aðeins til bráðabirgða, eins og við komumst að í fréttum Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Og inni í húsinu er staðið í stórræðum. „Hér er verið að endurreisa Grillið, byggja það í raun og veru upp á nýtt því það komu í ljós of miklar skemmdir á því sem húsi sem hér var. Þannig að það er í rauninni búið að byggja litið hús utan um þessar framkvæmdir. Og þetta mun vera í eitt af fyrstu skiptum sem þetta er gert hér á landi,“ útskýrir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Grillið er auðvitað sögufrægt, ekki síst fyrir þær sakir að vera sögusvið einnar eftirminnilegustu senu íslenskrar kvikmyndasögu, sem einmitt er rifjuð upp í innslaginu hér fyrir ofan. Og nú, tuttugu og fjórum árum eftir að þeir Palli, Óli og Viktor snæddu eins og fínir menn á Grillinu í Englum alheimsins, undirbýr háskólinn innreið sína. 250 milljóna verk Ríkið keypti stærstan hluta Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands árið 2021. Þá var lagt upp með að kostnaður við hlut háskólans yrði 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt svari háskólans við fyrirspurn fréttastofu verður heildarkostnaður þegar yfir lýkur þó líklegast um átta milljarðar króna, þegar tekið er mið af verðlagsþróun. Framkvæmdum var auk þess bætt við sem ekki voru í upphaflegri áætlun. Eins og áður segir reyndist Grillið í skelfilegu ásigkomulagi. Fyrir lá að kostað hefði 100 milljónir króna að einungis rífa það og fjarlægja. Ákveðið var að ráðast í enduruppbyggingu, sem áætlað er að muni kosta 250 milljónir króna. Rýmið er hugsað sem vettvangur fyrir viðburði á vegum skólans en verði einnig opið fyrir almenningi að þó nokkru leyti. „Og hér verður veitingaþjónusta í einhverju formi, ekki alveg búið að neglfesta það nákvæmlega. En [við sjáum fyrir okkur] að hér verði líf í húsinu og að hérna geti fólk komið,“ segir Kolbrún. Þá er hugmyndin að bæði ytra og innra byrði Grillsins verði í sem upprunalegastri mynd; ef til vill í anda þessarar teikningar hönnuðarins Lothars Grund sem á heiðurinn af upprunalegu útliti Sögu. Lothar Grund sá Grillið fyrir sér svona. Glæsilegt, lítið Háskólatorg Framkvæmdir á neðri hæðum Hótel Sögu standa einnig sem hæst. Þar er verið að útbúa fjölbreytta kennsluaðstöðu fyrir menntavísindasvið HÍ, sem telur um þrjú þúsund nemendur og tvö hundruð starfsmenn. „Menntavísindasvið byrjar að flytja inn um mitt þetta ár og vonandi raungerast flutningar að fullu í lok ársins. Við erum að færa starfsemina úr Stakkahlíð í þetta glæsilega hús. Og það sem er búið að vera að gera er bara umbreyting. Við flytjum allar kennaramenntunardeildir hingað og þá fjölþættu starfsemi sem við stöndum fyrir,“ segir Kolbrún sviðsforseti spennt. „Svo verður neðsta hæðin glæsilegt, lítið Háskólatorg í raun og veru. Þarna verður veitingaaðstaða, kaffihús og við viljum hafa líf í húsinu. Þetta verður áfram hús Reykvíkinga og í raun íslensks samfélags.“ Háskólar Byggingariðnaður Skóla - og menntamál Reykjavík Húsavernd Hótel á Íslandi Salan á Hótel Sögu Veitingastaðir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Hið einkennilega mannvirki hefur vakið furðu margra sem átt hafa leið um Haga og Mela í Vesturbæ Reykjavíkur síðustu mánuði. Séð frá jörðu niðri er byggingin töluvert frábrugðin Grillinu sem áður trónaði á toppi hótelsins; hún er umfangsmeiri og að því er virðist með hefðbundnu, hallandi þaki. Og vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvort húsið sé komið til að vera. Þeir áhyggjufyllstu hafa meira að segja sent fyrirspurnir þess efnis til Háskóla Íslands, sem stendur að framkvæmdunum á Sögu. En þeir þurfa ekki að örvænta. Mannvirkið er aðeins til bráðabirgða, eins og við komumst að í fréttum Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Og inni í húsinu er staðið í stórræðum. „Hér er verið að endurreisa Grillið, byggja það í raun og veru upp á nýtt því það komu í ljós of miklar skemmdir á því sem húsi sem hér var. Þannig að það er í rauninni búið að byggja litið hús utan um þessar framkvæmdir. Og þetta mun vera í eitt af fyrstu skiptum sem þetta er gert hér á landi,“ útskýrir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Grillið er auðvitað sögufrægt, ekki síst fyrir þær sakir að vera sögusvið einnar eftirminnilegustu senu íslenskrar kvikmyndasögu, sem einmitt er rifjuð upp í innslaginu hér fyrir ofan. Og nú, tuttugu og fjórum árum eftir að þeir Palli, Óli og Viktor snæddu eins og fínir menn á Grillinu í Englum alheimsins, undirbýr háskólinn innreið sína. 250 milljóna verk Ríkið keypti stærstan hluta Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands árið 2021. Þá var lagt upp með að kostnaður við hlut háskólans yrði 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt svari háskólans við fyrirspurn fréttastofu verður heildarkostnaður þegar yfir lýkur þó líklegast um átta milljarðar króna, þegar tekið er mið af verðlagsþróun. Framkvæmdum var auk þess bætt við sem ekki voru í upphaflegri áætlun. Eins og áður segir reyndist Grillið í skelfilegu ásigkomulagi. Fyrir lá að kostað hefði 100 milljónir króna að einungis rífa það og fjarlægja. Ákveðið var að ráðast í enduruppbyggingu, sem áætlað er að muni kosta 250 milljónir króna. Rýmið er hugsað sem vettvangur fyrir viðburði á vegum skólans en verði einnig opið fyrir almenningi að þó nokkru leyti. „Og hér verður veitingaþjónusta í einhverju formi, ekki alveg búið að neglfesta það nákvæmlega. En [við sjáum fyrir okkur] að hér verði líf í húsinu og að hérna geti fólk komið,“ segir Kolbrún. Þá er hugmyndin að bæði ytra og innra byrði Grillsins verði í sem upprunalegastri mynd; ef til vill í anda þessarar teikningar hönnuðarins Lothars Grund sem á heiðurinn af upprunalegu útliti Sögu. Lothar Grund sá Grillið fyrir sér svona. Glæsilegt, lítið Háskólatorg Framkvæmdir á neðri hæðum Hótel Sögu standa einnig sem hæst. Þar er verið að útbúa fjölbreytta kennsluaðstöðu fyrir menntavísindasvið HÍ, sem telur um þrjú þúsund nemendur og tvö hundruð starfsmenn. „Menntavísindasvið byrjar að flytja inn um mitt þetta ár og vonandi raungerast flutningar að fullu í lok ársins. Við erum að færa starfsemina úr Stakkahlíð í þetta glæsilega hús. Og það sem er búið að vera að gera er bara umbreyting. Við flytjum allar kennaramenntunardeildir hingað og þá fjölþættu starfsemi sem við stöndum fyrir,“ segir Kolbrún sviðsforseti spennt. „Svo verður neðsta hæðin glæsilegt, lítið Háskólatorg í raun og veru. Þarna verður veitingaaðstaða, kaffihús og við viljum hafa líf í húsinu. Þetta verður áfram hús Reykvíkinga og í raun íslensks samfélags.“
Háskólar Byggingariðnaður Skóla - og menntamál Reykjavík Húsavernd Hótel á Íslandi Salan á Hótel Sögu Veitingastaðir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira