Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Setning í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur var auglýst þann 16. febrúar síðastliðinn.
„Sett verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara lýkur störfum og er miðað við að setningin vari til 28. febrúar 2029,“ segir á vef Stjórnarráðsins.
Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.
Sindri M. Stephensen var á meðal þeirra þriggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til að gegna embætti dómara í nóvember á síðasta ári. Svo fór að Finnur Þór Vilhjálmsson var skipaður dómari en Sólveig Ingadóttir var einnig á meðal umsækjenda en ekki talin ein af þremur hæfustu.