Peningar ekki vandamál í næsta verkefni Björns Zoëga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2024 08:08 Björn Zoëga er á leiðinni til Sádi-Arabíu. Karolinska Björn Zoëga verður framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre í Sádi-Arabíu í apríl. Hann lætur senn af störfum sem forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Björn segist hafa fengið fjölmörg atvinnutilboð undanfarin tvö ár en þetta starfstilboð hafi komið á borðið þegar fréttist að senn liði tími hans í starfi forstjóra Karolinska. Hann tók við sem forstjóri spítalans í janúar 2019. Um fimmtán þúsund manns starfa á spítalanum sem hefur legurými fyrir 2400 manns. Ólíkt því sem þekkist hér á Íslandi er fjármögnun spítalans ekki vandamál að sögn Björns sem ætlar að einblína á að bæta þjónustu og fara betur með fjármagnið. Spítalinn er staðsettur í höfuðborginni Riyadh. Björn er stjórnarformaður Landspítalans. Björn segir í viðtali við Dagens Nyheter í Svíþjóð að Sádi-Arabía sé að verða opnara samfélag og markmiðið sé að gera sjúkrahúsið að því besta við Persaflóa. Einræði ríkir í landinu þar sem Al Saud konungsfjölskyldan ræður og ríkir. Refsingar eru harðar, aftökur tíðar og tjáningarfrelsi fótum troðið. „Það á að huga að mannréttindum. En þarfir sjúklinga eru þær sömu. Þannig að ég held ég geti lagt mitt af mörkum og gert eitthvað gott fyrir kerfið,“ segir Björn. Fram kemur í umfjöllun DN að Björn hefur reynslu af vinnu í Mið-Austurlöndum. Áður en hann tók við starfi forstjóra Karolinska lenti hann í fjölmiðlastormi eftir umfjöllun sænska útvarpsins Kaliber sem leiddi í ljós að sænskt heilbrigðisfyrirtæki rak kvennasjúkrahús í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Kom í ljós að komið var fram við óléttar ógiftar konur eins og glæpamenn. Björn tengdist fyrirtækinu sem stjórnarmaður félagsins sem rak sjúkrahúsið. Hann sagðist í fyrstu ekkert kannast við slíkar lýsingar á meðferð á ógiftum óléttum konum. Hann leiðrétti það síðar og bar við að um misskilning hefði verið að ræða. Björn hefur hlotið lof fyrir fjárhagslegan viðsnúning í rekstri Karolinska. Mikið tap varð þó á rekstri spítalans í fyrra. Hann fær jafnvirði 3,9 milljónir íslenskra króna í laun sem gerir hann launahærri en forsætisráðherra Svía. Enginn kostnaður felst í starfsflokum hans þar sem hann hætti störfum að eigin frumkvæði. Svíþjóð Sádi-Arabía Heilbrigðismál Vistaskipti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16 Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52 Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00 Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Björn segist hafa fengið fjölmörg atvinnutilboð undanfarin tvö ár en þetta starfstilboð hafi komið á borðið þegar fréttist að senn liði tími hans í starfi forstjóra Karolinska. Hann tók við sem forstjóri spítalans í janúar 2019. Um fimmtán þúsund manns starfa á spítalanum sem hefur legurými fyrir 2400 manns. Ólíkt því sem þekkist hér á Íslandi er fjármögnun spítalans ekki vandamál að sögn Björns sem ætlar að einblína á að bæta þjónustu og fara betur með fjármagnið. Spítalinn er staðsettur í höfuðborginni Riyadh. Björn er stjórnarformaður Landspítalans. Björn segir í viðtali við Dagens Nyheter í Svíþjóð að Sádi-Arabía sé að verða opnara samfélag og markmiðið sé að gera sjúkrahúsið að því besta við Persaflóa. Einræði ríkir í landinu þar sem Al Saud konungsfjölskyldan ræður og ríkir. Refsingar eru harðar, aftökur tíðar og tjáningarfrelsi fótum troðið. „Það á að huga að mannréttindum. En þarfir sjúklinga eru þær sömu. Þannig að ég held ég geti lagt mitt af mörkum og gert eitthvað gott fyrir kerfið,“ segir Björn. Fram kemur í umfjöllun DN að Björn hefur reynslu af vinnu í Mið-Austurlöndum. Áður en hann tók við starfi forstjóra Karolinska lenti hann í fjölmiðlastormi eftir umfjöllun sænska útvarpsins Kaliber sem leiddi í ljós að sænskt heilbrigðisfyrirtæki rak kvennasjúkrahús í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Kom í ljós að komið var fram við óléttar ógiftar konur eins og glæpamenn. Björn tengdist fyrirtækinu sem stjórnarmaður félagsins sem rak sjúkrahúsið. Hann sagðist í fyrstu ekkert kannast við slíkar lýsingar á meðferð á ógiftum óléttum konum. Hann leiðrétti það síðar og bar við að um misskilning hefði verið að ræða. Björn hefur hlotið lof fyrir fjárhagslegan viðsnúning í rekstri Karolinska. Mikið tap varð þó á rekstri spítalans í fyrra. Hann fær jafnvirði 3,9 milljónir íslenskra króna í laun sem gerir hann launahærri en forsætisráðherra Svía. Enginn kostnaður felst í starfsflokum hans þar sem hann hætti störfum að eigin frumkvæði.
Svíþjóð Sádi-Arabía Heilbrigðismál Vistaskipti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16 Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52 Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00 Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16
Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52
Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00
Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05