Innlent

Stungumaðurinn í Hlíðar­enda úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn veittist að tveimur einstaklingum með hníf í verslun í Hlíðarendahverfinu.
Maðurinn veittist að tveimur einstaklingum með hníf í verslun í Hlíðarendahverfinu. Vísir/Vilhelm

Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að hann hafi verið handtekinn á miðborgarsvæðinu í gærkvöldi en hann er grunaður um að hafa stungið tvo menn með hnífi. 

Eins og sést í myndbandi sem fékkst úr öryggismyndavél verslunarinnar þar sem árásin átti sér stað veittist hann að tveimur mönnum sem stóðu bakvið afgreiðslukassann. Þeim tókst að hrinda honum frá sér en hlutu stungusár. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild og er líðan þeirra eftir atvikum að sögn lögreglunnar.

Árásin átti sér stað í versluninni OK Market í Hlíðarendahverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×