„Hjartað í liðinu“ braut sköflunginn í Höllinni Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 17:59 Bæði Selfyssingar og Stjörnufólk fóru strax að huga að Kötlu Maríu þegar hún meiddist í gær. vísir/Anton Það var strax ljóst að Katla María Magnúsdóttir hefði meiðst alvarlega þegar hún lá eftir óvíg, og augljóslega sárkvalin, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta í gærkvöld. Katla María hafði átt frábæran leik fyrir Selfoss og skorað fjögur mörk gegn Stjörnunni í gær þegar hún lenti afar illa eftir skottilraun, á tuttugustu mínútu. Selfoss var þá yfir, 9-7. Nú er komið í ljós að Katla María braut sköflunginn en þetta staðfesti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is. Í frétt handbolta.is segir að Katla María hafi einnig farið úr vinstri ökklalið. Þar sem Katla María lá óvíg á vellinum virtist enginn lengur hugsa um sætið í bikarúrslitaleiknum, sem í boði var, og þusti bæði Stjörnufólk og Selfyssingar að til að huga að henni. Nokkuð hlé var á leiknum áður en Katla María var borin af velli og klöppuðu allir í Höllinni vel henni til stuðnings þegar hún yfirgaf svæðið. Spilað hverja mínútu og verið hjartað í liðinu Án Kötlu Maríu náði 1. deildarlið Selfoss engu að síður að gefa Stjörnunni háspennuleik sem fór í framlengingu en þar hafði Stjarnan að lokum betur, með minnsta mun, 26-25. Stjarnan mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Eyþór þjálfari sagði í viðtali við Vísi strax eftir leik í gærkvöld að það hefði verið áfall fyrir alla að horfa upp á Kötlu Maríu meiðast svo alvarlega. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“ Powerade-bikarinn UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Sjá meira
Katla María hafði átt frábæran leik fyrir Selfoss og skorað fjögur mörk gegn Stjörnunni í gær þegar hún lenti afar illa eftir skottilraun, á tuttugustu mínútu. Selfoss var þá yfir, 9-7. Nú er komið í ljós að Katla María braut sköflunginn en þetta staðfesti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is. Í frétt handbolta.is segir að Katla María hafi einnig farið úr vinstri ökklalið. Þar sem Katla María lá óvíg á vellinum virtist enginn lengur hugsa um sætið í bikarúrslitaleiknum, sem í boði var, og þusti bæði Stjörnufólk og Selfyssingar að til að huga að henni. Nokkuð hlé var á leiknum áður en Katla María var borin af velli og klöppuðu allir í Höllinni vel henni til stuðnings þegar hún yfirgaf svæðið. Spilað hverja mínútu og verið hjartað í liðinu Án Kötlu Maríu náði 1. deildarlið Selfoss engu að síður að gefa Stjörnunni háspennuleik sem fór í framlengingu en þar hafði Stjarnan að lokum betur, með minnsta mun, 26-25. Stjarnan mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Eyþór þjálfari sagði í viðtali við Vísi strax eftir leik í gærkvöld að það hefði verið áfall fyrir alla að horfa upp á Kötlu Maríu meiðast svo alvarlega. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“
Powerade-bikarinn UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Sjá meira