Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2024 11:39 Joe Biden í pontu í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Shawn Thew Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. Þá svaraði hann nokkrum sinnum köllum þingmanna Repúblikana úr þingsalnum. Með ræðunni vonuðu Biden og ráðgjafar hans að hann gæti sýnt aðra hlið á sér en þá sem Repúblikanar hafa málað. Hann væri ekki of gamall til að takast á við starfið og réði við annað kjörtímabil. Biden er 81 árs. Stefnuræður snúast iðulega um hvaða markmið hafa náðst á undanförnu ári og markmið komandi árs. Óhætt er að segja að þetta hafi ekki verið hefðbundin stefnuræða. Biden hóf gagnrýni sína í garð Trumps mjög snemma í ræðunni og lenti oft í orðaskaki við þingmenn Repúblikana. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Meðal annars sakaði Biden „forvera sinn“ eins og hann kallaði Trump ítrekað, án þess að nefna hann á nafn, um að ógna réttindum og frelsi Bandaríkjamanna og lýðræði Bandaríkjanna. Hann sagði meðal annars að ógnin hefði ekki verið meiri frá tímum Abraham Lincoln og þrælastríðsins. „Það sem gerir okkar tíð sérstaka er að frelsinu og lýðræðinu er ógnað bæði hér heima og erlendis, á sama tíma,“ sagði Biden. Forsetinn gagnrýndi Repúblikana einnig, fyrir undirlægjuhátt þeirra í garð Trumps og fyrir að styðja ekki frumvarp um aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þeir komu sjálfir að því að semja, því Trump sagðist vilja nota krísuna á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Forsetinn gagnrýndi Repúblikana einnig fyrir að taka undir lygar Trumps um að forsetakosningunum 2020 hefði verið stolið, svo eitthvað sé nefnt. „Þið getið ekki bara elskað land ykkar þegar þið vinnið,“ sagði Biden. Biden gagnrýndi Trump og Repúblikana harðlega fyrir aðgerðir þeirra gegn þungunarrofi og stefnumál þeirra sem snúa að skattlagningu og heilbrigðismálum. Hann sagði þá ekki með puttann á púlsi þjóðarinnar. Forsetinn státaði sig einnig af velgengni sinni á ýmsum sviðum og nefndi sérstaklega fjárveitingar til framleiðslu tölvuflaga í Bandaríkjunum. Þá notaði hann tækifærið til að skjóta á þingmenn Repúblikanaflokksins sem greitt hafa atkvæði gegn þeim fjárveitingum og öðrum en samt státað sig af þeim heima fyrir, þegar peningarnir byrja að flæða inn í kjördæmi þeirra. Þá kallaði Biden eftir því að þingið samþykkti hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, sem Repúblikanar í fulltrúadeildinni, þar sem þeir eru með nauman meirihluta, hafa neitað að samþykkja um mánaðaskeið. Hernaðaraðstoð var innifalin í áðurnefndu frumvarpi um aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hafa ekki leyft atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni á þessu kjörtímabili og hafa sögulega fá frumvörp verið samþykkt þar. Fyrstu kannanir fjölmiðla vestanhafs gefa til kynna að kjósendur hafi litið ræðu Bidens jákvæðum augum. Hér að neðan má sjá samantekt PBS Newshour um helstu kafla ræðu Bidens í gær. Áhugasamir geta séð alla ræðuna hér. Tilfinningaþrungið svar Katie Britt, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Alabama, flutti svokallaða svarræðu við ræðu Bidens í gær. Ræðan var nokkuð tilfinningaþrunginn og virtist Britt á köflum gráti næst en hún fór einnig nokkuð frjálslega með sannleikann á öðrum köflum. Þar hélt hún því fram að bandaríski draumurinn svokallaði hefði breyst í martröð fyrir margar fjölskyldur Bandaríkjanna. Britt sagði Biden og demókrata ganga erinda glæpamanna og verja þá. Fyrir vikið væru Bandaríkin að verða sífellt hættulegri. Tölfræði sýnir þó að alvarlegir glæpir hafa ekki orðið tíðari í borgum Bandaríkjanna. Þvert á móti hefur þeim fækkað, nánast alls staðar, á undanförnum árum. Hún sagði Bandaríkin á undanhaldi og lýsti Biden sem veikum leiðtoga. Hann gæti ekki staðið vörð um landamæri Bandaríkjanna og sakaði hún hann um að bera fulla ábyrgð á ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hér að neðan má sjá samantekt AP fréttaveitunnar úr ræðu Britt. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. 8. mars 2024 06:52 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Þá svaraði hann nokkrum sinnum köllum þingmanna Repúblikana úr þingsalnum. Með ræðunni vonuðu Biden og ráðgjafar hans að hann gæti sýnt aðra hlið á sér en þá sem Repúblikanar hafa málað. Hann væri ekki of gamall til að takast á við starfið og réði við annað kjörtímabil. Biden er 81 árs. Stefnuræður snúast iðulega um hvaða markmið hafa náðst á undanförnu ári og markmið komandi árs. Óhætt er að segja að þetta hafi ekki verið hefðbundin stefnuræða. Biden hóf gagnrýni sína í garð Trumps mjög snemma í ræðunni og lenti oft í orðaskaki við þingmenn Repúblikana. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Meðal annars sakaði Biden „forvera sinn“ eins og hann kallaði Trump ítrekað, án þess að nefna hann á nafn, um að ógna réttindum og frelsi Bandaríkjamanna og lýðræði Bandaríkjanna. Hann sagði meðal annars að ógnin hefði ekki verið meiri frá tímum Abraham Lincoln og þrælastríðsins. „Það sem gerir okkar tíð sérstaka er að frelsinu og lýðræðinu er ógnað bæði hér heima og erlendis, á sama tíma,“ sagði Biden. Forsetinn gagnrýndi Repúblikana einnig, fyrir undirlægjuhátt þeirra í garð Trumps og fyrir að styðja ekki frumvarp um aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þeir komu sjálfir að því að semja, því Trump sagðist vilja nota krísuna á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Forsetinn gagnrýndi Repúblikana einnig fyrir að taka undir lygar Trumps um að forsetakosningunum 2020 hefði verið stolið, svo eitthvað sé nefnt. „Þið getið ekki bara elskað land ykkar þegar þið vinnið,“ sagði Biden. Biden gagnrýndi Trump og Repúblikana harðlega fyrir aðgerðir þeirra gegn þungunarrofi og stefnumál þeirra sem snúa að skattlagningu og heilbrigðismálum. Hann sagði þá ekki með puttann á púlsi þjóðarinnar. Forsetinn státaði sig einnig af velgengni sinni á ýmsum sviðum og nefndi sérstaklega fjárveitingar til framleiðslu tölvuflaga í Bandaríkjunum. Þá notaði hann tækifærið til að skjóta á þingmenn Repúblikanaflokksins sem greitt hafa atkvæði gegn þeim fjárveitingum og öðrum en samt státað sig af þeim heima fyrir, þegar peningarnir byrja að flæða inn í kjördæmi þeirra. Þá kallaði Biden eftir því að þingið samþykkti hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, sem Repúblikanar í fulltrúadeildinni, þar sem þeir eru með nauman meirihluta, hafa neitað að samþykkja um mánaðaskeið. Hernaðaraðstoð var innifalin í áðurnefndu frumvarpi um aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hafa ekki leyft atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni á þessu kjörtímabili og hafa sögulega fá frumvörp verið samþykkt þar. Fyrstu kannanir fjölmiðla vestanhafs gefa til kynna að kjósendur hafi litið ræðu Bidens jákvæðum augum. Hér að neðan má sjá samantekt PBS Newshour um helstu kafla ræðu Bidens í gær. Áhugasamir geta séð alla ræðuna hér. Tilfinningaþrungið svar Katie Britt, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Alabama, flutti svokallaða svarræðu við ræðu Bidens í gær. Ræðan var nokkuð tilfinningaþrunginn og virtist Britt á köflum gráti næst en hún fór einnig nokkuð frjálslega með sannleikann á öðrum köflum. Þar hélt hún því fram að bandaríski draumurinn svokallaði hefði breyst í martröð fyrir margar fjölskyldur Bandaríkjanna. Britt sagði Biden og demókrata ganga erinda glæpamanna og verja þá. Fyrir vikið væru Bandaríkin að verða sífellt hættulegri. Tölfræði sýnir þó að alvarlegir glæpir hafa ekki orðið tíðari í borgum Bandaríkjanna. Þvert á móti hefur þeim fækkað, nánast alls staðar, á undanförnum árum. Hún sagði Bandaríkin á undanhaldi og lýsti Biden sem veikum leiðtoga. Hann gæti ekki staðið vörð um landamæri Bandaríkjanna og sakaði hún hann um að bera fulla ábyrgð á ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hér að neðan má sjá samantekt AP fréttaveitunnar úr ræðu Britt.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. 8. mars 2024 06:52 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. 8. mars 2024 06:52
Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31
Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42
Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47