Öll fjölskyldan sefur í sama rúminu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2024 07:01 Björg segist ekki myndu vilja sofa á neinn annan hátt. Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist. „Þegar við keyptum okkur hús fyrir tæpum tveimur árum höfðum við verið búin að láta okkur dreyma um að vera með risastórt rúm, þannig að sama hversu mörg börn kæmu þá ætti að vera pláss fyrir þau öll,“ segir Björg, sem búsett er í Óðinsvéum í Danmörku, í samtali við Vísi en þau hjónin eiga von á barni númer tvö. „Þannig að þegar við fluttum í þetta hús þá vorum við alveg: „Æi gerum bara heilan vegg að rúmi í þessu herbergi, stærsta herberginu og sjáum hversu margir komast fyrir.“ Björg birti myndir af rúmi fjölskyldunnar inni á Facebook hópnum Skreytum hús. Færslan vakti gríðarlega mikla athygli en Björg segir slík rúm á undanförnum árum hafa rutt sér til rúms í Danmörku í auknum mæli. Rúmið er rúmir þrír metrar á breidd. Nýta ekki alla sentímetrana „Ég hef séð aðra sem eru með svona stór rúm og svo hef ég líka alveg séð rúm sem eru stærri en okkar. Þar sem til dæmis sex manna fjölskylda er öll saman í rúmi,“ segir Björg. Hún segir fjölskylduna sofa miklu betur svona þó sömu lögmálin gildi um fjölskylduna upp í rúmi og aðrar. „Þetta er 270 sentímetra breitt rúm en við sofum mestmegnis bara á 180 sentímetrum,“ segir Björg hlæjandi. „Ég held að flestir foreldrar kannist við það að þó maður sé kannski með stórt rúm og það sé nóg pláss þá klessast börnin manns alltaf alveg upp að manni. Þannig maðurinn minn er kannski á 90 sentímetrum og ég og dóttir mín svo á 90.“ Gott að geta rúllað sér annað Björg segir skondið að lesa sumar athugasemdir við færslu hennar í Skreytum hús hópnum á Facebook. Margir deili þar sögum af sínum svefnaðstæðum og eru margir foreldrar í töluvert verri málum en Björg og fjölskylda þegar það kemur að plássi. „Sumir sögðu frá því að þau væru í 140 sentímetra breiðu rúmi en með tvö börn upp í. Það var kannski ekki planið en þegar börnin komast á aldur og vilja komast upp í til manns þá segir maður ekki nei og þá eru þetta allt í einu orðnar fjórar manneskjur á 140 sentímetrum. Eini munurinn á okkur og öðrum fjölskyldum sem kannski ekki eiga jafn stórt rúm er að við höfum möguleikann á því að rúlla okkur aðeins út í horn ef við vöknum á nóttinni og maður finnur að maður er alveg í kremju, á meðan aðrir þurfa kannski bara að venjast því að vera illt í bakinu.“ Nóg pláss er fyrir alla í rúminu. Björg segir fjölskylduna sofa betur með þessum hætti. Það hafi gerst náttúrulega að dóttir hennar hafi sofið upp í hjá foreldrum sínum allt frá því að hún var ungabarn. Björg, sem er læknir, bendir þó á að almennt sé ekki mælt með því að sofa með ungabarn upp í hjá sér, hvorki í Danmörku né á Íslandi vegna hættu á vöggudauða og því þurfi að huga að ýmsu. Í opinberum leiðbeiningum til foreldra á vef Heilsuveru kemur fram að rúm fullorðinna séu ekki öruggur svefnstaður fyrir börn. Það sé algengt að foreldrar haldi að best og öruggast sé fyrir ungbarnið að sofa uppi í rúmi hjá þeim og að æ fleiri foreldrar kjósi að nota ekki vöggu né ungbarnarúm fyrstu mánuðina. „Hættur í fullorðins rúmum eru dýnur, sængur koddar og bil sem geta myndast við dýnuendann þar sem hún mætir vegg eða rúmgafli. Dýnur í rúmum fullorðinna þurfa ekki að standast öndunarprófun. Þær eru oft mjúkar en ef barn veltur sér yfir á magann er köfnunarhætta af dýnunni. Koddar og sængur fullorðinna eru of þungar, stórar og þykkar fyrir ungabörn. Litlar líkur eru á að þau getu sparkað sænginni af sér en það getur leitt til ofhitnunar og köfnunar.“ Myndi ekki gera þetta öðruvísi „Þetta á sérstaklega við ef foreldrarnir eru í yfirþyngd, reykja eða eru undir áhrifum áfengis eða einhverja lyfja, þá getur það aukið líkurnar á vöggudauða. Þannig ef maður ætlar að vera með ungabarnið sitt upp í rúmi þá þarf maður að vita hvaða aðstæður þurfa að vera í kringum það,“ segir Björg. „Það þarf að vera nóg pláss fyrir barnið. Ekki fullt af koddum og sængum uppi í rúmi sem geta farið yfir barnið. Það er mjög mikilvægt þegar maður gerir eitthvað sem almennt er ekki mælt með að maður kynni sér hlutina vel, þannig að þetta sé öruggt.“ Björg segist hafa lesið allskonar greinar sem sýni fram á að barnið sofi betur upp í rúmi hjá foreldrum sínum. Margir lýsi erfiðu tímabili í lífi barnsins með svefnlausum nóttum. „En ég fann ekki fyrir þessu því ég svaf bara með hana upp í hjá mér. Svo þegar hún vaknaði á nóttunni og vildi fá brjóst þá var brjóstið bara við hliðina á henni. Þannig að það er oft sem þetta byrjar svona hjá fólki, sem svona lausn við svefnvandamálum í byrjun lífs barnsins. Svo er þetta bara eitthvað sem heldur áfram af því að þetta er kósý og allir sofa betur svona.“ Varstu aldrei stressuð í svefni að vera með barnið uppi í rúmi? „Jú, ég held það séu allir foreldrar sem séu þannig í byrjun, þegar barnið er pínulítið. Maður hrekkur í kút af því að maður heldur að barnið sé ekki að anda. Það kannast allir við þetta. En þegar maður vaknar í hvert sinn og sér að barnið manns er bara við hliðina á manni, þá er það miklu þægilegra en að þurfa að standa upp úr rúminu og rölta kannski yfir í næsta herbergi. En ég bara gæti ekki ímyndað mér aðra leið til þess að lifa.“ Danmörk Svefn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
„Þegar við keyptum okkur hús fyrir tæpum tveimur árum höfðum við verið búin að láta okkur dreyma um að vera með risastórt rúm, þannig að sama hversu mörg börn kæmu þá ætti að vera pláss fyrir þau öll,“ segir Björg, sem búsett er í Óðinsvéum í Danmörku, í samtali við Vísi en þau hjónin eiga von á barni númer tvö. „Þannig að þegar við fluttum í þetta hús þá vorum við alveg: „Æi gerum bara heilan vegg að rúmi í þessu herbergi, stærsta herberginu og sjáum hversu margir komast fyrir.“ Björg birti myndir af rúmi fjölskyldunnar inni á Facebook hópnum Skreytum hús. Færslan vakti gríðarlega mikla athygli en Björg segir slík rúm á undanförnum árum hafa rutt sér til rúms í Danmörku í auknum mæli. Rúmið er rúmir þrír metrar á breidd. Nýta ekki alla sentímetrana „Ég hef séð aðra sem eru með svona stór rúm og svo hef ég líka alveg séð rúm sem eru stærri en okkar. Þar sem til dæmis sex manna fjölskylda er öll saman í rúmi,“ segir Björg. Hún segir fjölskylduna sofa miklu betur svona þó sömu lögmálin gildi um fjölskylduna upp í rúmi og aðrar. „Þetta er 270 sentímetra breitt rúm en við sofum mestmegnis bara á 180 sentímetrum,“ segir Björg hlæjandi. „Ég held að flestir foreldrar kannist við það að þó maður sé kannski með stórt rúm og það sé nóg pláss þá klessast börnin manns alltaf alveg upp að manni. Þannig maðurinn minn er kannski á 90 sentímetrum og ég og dóttir mín svo á 90.“ Gott að geta rúllað sér annað Björg segir skondið að lesa sumar athugasemdir við færslu hennar í Skreytum hús hópnum á Facebook. Margir deili þar sögum af sínum svefnaðstæðum og eru margir foreldrar í töluvert verri málum en Björg og fjölskylda þegar það kemur að plássi. „Sumir sögðu frá því að þau væru í 140 sentímetra breiðu rúmi en með tvö börn upp í. Það var kannski ekki planið en þegar börnin komast á aldur og vilja komast upp í til manns þá segir maður ekki nei og þá eru þetta allt í einu orðnar fjórar manneskjur á 140 sentímetrum. Eini munurinn á okkur og öðrum fjölskyldum sem kannski ekki eiga jafn stórt rúm er að við höfum möguleikann á því að rúlla okkur aðeins út í horn ef við vöknum á nóttinni og maður finnur að maður er alveg í kremju, á meðan aðrir þurfa kannski bara að venjast því að vera illt í bakinu.“ Nóg pláss er fyrir alla í rúminu. Björg segir fjölskylduna sofa betur með þessum hætti. Það hafi gerst náttúrulega að dóttir hennar hafi sofið upp í hjá foreldrum sínum allt frá því að hún var ungabarn. Björg, sem er læknir, bendir þó á að almennt sé ekki mælt með því að sofa með ungabarn upp í hjá sér, hvorki í Danmörku né á Íslandi vegna hættu á vöggudauða og því þurfi að huga að ýmsu. Í opinberum leiðbeiningum til foreldra á vef Heilsuveru kemur fram að rúm fullorðinna séu ekki öruggur svefnstaður fyrir börn. Það sé algengt að foreldrar haldi að best og öruggast sé fyrir ungbarnið að sofa uppi í rúmi hjá þeim og að æ fleiri foreldrar kjósi að nota ekki vöggu né ungbarnarúm fyrstu mánuðina. „Hættur í fullorðins rúmum eru dýnur, sængur koddar og bil sem geta myndast við dýnuendann þar sem hún mætir vegg eða rúmgafli. Dýnur í rúmum fullorðinna þurfa ekki að standast öndunarprófun. Þær eru oft mjúkar en ef barn veltur sér yfir á magann er köfnunarhætta af dýnunni. Koddar og sængur fullorðinna eru of þungar, stórar og þykkar fyrir ungabörn. Litlar líkur eru á að þau getu sparkað sænginni af sér en það getur leitt til ofhitnunar og köfnunar.“ Myndi ekki gera þetta öðruvísi „Þetta á sérstaklega við ef foreldrarnir eru í yfirþyngd, reykja eða eru undir áhrifum áfengis eða einhverja lyfja, þá getur það aukið líkurnar á vöggudauða. Þannig ef maður ætlar að vera með ungabarnið sitt upp í rúmi þá þarf maður að vita hvaða aðstæður þurfa að vera í kringum það,“ segir Björg. „Það þarf að vera nóg pláss fyrir barnið. Ekki fullt af koddum og sængum uppi í rúmi sem geta farið yfir barnið. Það er mjög mikilvægt þegar maður gerir eitthvað sem almennt er ekki mælt með að maður kynni sér hlutina vel, þannig að þetta sé öruggt.“ Björg segist hafa lesið allskonar greinar sem sýni fram á að barnið sofi betur upp í rúmi hjá foreldrum sínum. Margir lýsi erfiðu tímabili í lífi barnsins með svefnlausum nóttum. „En ég fann ekki fyrir þessu því ég svaf bara með hana upp í hjá mér. Svo þegar hún vaknaði á nóttunni og vildi fá brjóst þá var brjóstið bara við hliðina á henni. Þannig að það er oft sem þetta byrjar svona hjá fólki, sem svona lausn við svefnvandamálum í byrjun lífs barnsins. Svo er þetta bara eitthvað sem heldur áfram af því að þetta er kósý og allir sofa betur svona.“ Varstu aldrei stressuð í svefni að vera með barnið uppi í rúmi? „Jú, ég held það séu allir foreldrar sem séu þannig í byrjun, þegar barnið er pínulítið. Maður hrekkur í kút af því að maður heldur að barnið sé ekki að anda. Það kannast allir við þetta. En þegar maður vaknar í hvert sinn og sér að barnið manns er bara við hliðina á manni, þá er það miklu þægilegra en að þurfa að standa upp úr rúminu og rölta kannski yfir í næsta herbergi. En ég bara gæti ekki ímyndað mér aðra leið til þess að lifa.“
„Hættur í fullorðins rúmum eru dýnur, sængur koddar og bil sem geta myndast við dýnuendann þar sem hún mætir vegg eða rúmgafli. Dýnur í rúmum fullorðinna þurfa ekki að standast öndunarprófun. Þær eru oft mjúkar en ef barn veltur sér yfir á magann er köfnunarhætta af dýnunni. Koddar og sængur fullorðinna eru of þungar, stórar og þykkar fyrir ungabörn. Litlar líkur eru á að þau getu sparkað sænginni af sér en það getur leitt til ofhitnunar og köfnunar.“
Danmörk Svefn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira