„Til mín frá mér,“ skrifar Lína og deildi myndbandi af gripnum. Samkvæmt vef Luis Vuitton kostar sambærileg taska 3400 dollara eða 456 þúsund íslenskar krónur.
Þá lét Lína Birgitta ekki þar við sitja, heldur lét hún útbúa merkispjald með upphafsstöfum sínum. LB.
Lína er þekkt fyrir dálæti sitt á merkja- og hönnunarvörum frá stærstu tískuhúsum heims. Hún deilir reglulega myndum og myndskeiðum af slíkum vörum með fylgjendum sínum á Instagram.
Lína rekur fyrirtækið Define the Line þar sem hún selur meðal annars íþrótta- og joggingfatnað. Í október 2022 var Línu boðið að taka þátt í tískuvikunni í París og sýna nýju vörulínuna hennar á svokölluðu runway fyrir augum helstu tískuunnenda heims.