Vopnavörðurinn fundin sek um manndráp af gáleysi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 06:13 Gutierrez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir Baldwin. Getty/Jim Weber Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið fundin sek um manndráp af gáleysi vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alec Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. Æfingar stóðu yfir í Nýju-Mexíkó þegar skotið hljóp úr byssu leikarans og hæfði Hutchins, 42 ára. Leikstjórinn Joel Souza særðist. Kviðdómur í Nýju-Mexíkó komast að þeirri niðurstöðu að Gutierrez-Reed, sem bar ábyrgð á að tryggja að öll vopn sem notuð voru við tökur væru örugg, hefði gerst sek um manndráp af gáleysi en saksóknarar héldu því fram að hún hefði hlaðið skotvopnið með að minnsta kosti einni alvöru byssukúlu. Gutierrez-Reed hefði þannig sýnt af sér hugsunar- og kæruleysi en þetta hefði ekki verið eina uppákoman sem átti sér stað við tökur þar sem öryggi var ábótavant. Lögmaður Gutierrez-Reed segir að niðurstöðunni verði áfrýjað en að óbreytt á hún yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og allt að 5.000 dala sekt. Gutiereez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir mistök Baldwin, sem hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sakaður um að hafa valdið dauða Hutchins með því að hafa sýnt af sér algjört sinnuleysi. Baldwin segist sömuleiðis saklaus en réttað verður yfir honum í sumar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14 „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Æfingar stóðu yfir í Nýju-Mexíkó þegar skotið hljóp úr byssu leikarans og hæfði Hutchins, 42 ára. Leikstjórinn Joel Souza særðist. Kviðdómur í Nýju-Mexíkó komast að þeirri niðurstöðu að Gutierrez-Reed, sem bar ábyrgð á að tryggja að öll vopn sem notuð voru við tökur væru örugg, hefði gerst sek um manndráp af gáleysi en saksóknarar héldu því fram að hún hefði hlaðið skotvopnið með að minnsta kosti einni alvöru byssukúlu. Gutierrez-Reed hefði þannig sýnt af sér hugsunar- og kæruleysi en þetta hefði ekki verið eina uppákoman sem átti sér stað við tökur þar sem öryggi var ábótavant. Lögmaður Gutierrez-Reed segir að niðurstöðunni verði áfrýjað en að óbreytt á hún yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og allt að 5.000 dala sekt. Gutiereez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir mistök Baldwin, sem hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sakaður um að hafa valdið dauða Hutchins með því að hafa sýnt af sér algjört sinnuleysi. Baldwin segist sömuleiðis saklaus en réttað verður yfir honum í sumar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14 „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14
„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39