Sara efst en meira en níu hundruð konur á undan Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:30 Sara Sigmundsdóttir var sú eina inn á topp tvö hundruð af íslensku stelpunum. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna í fyrsta hluta The Open en CrossFit samtökin eru búin að fara yfir árangur keppenda í 24.1. Þetta er fyrsta vikan af þremur í opna hlutanum en 25 prósent þátttakenda tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitunum þar sem síðan verður barist um sæti á undanúrslitamótunum. Þetta er því fyrsta skrefið í átt að því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara er í 199. sæti í heiminum eftir þessa fyrstu viku og í 94. sæti í Evrópu. Hún kláraði æfingu 24.1 á sex mínútum og 48 sekúndum. Önnur meðal íslensku stelpnanna varð síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir sem er í 299. sæti í heiminum eftir að hafa klárað á sex mínútum og 57 sekúndum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Þriðja varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir sem kláraði á sjö mínútum sléttum og endaði í 356. sæti í heiminum. Tvær urðu jafnar í fjórða sætinu eða þær Birna Sjöfn Pétursdóttir og Birta Líf Þórarinsdóttir sem kláruðu báðar á sjö mínútum og einni sekúndu sem skilaði þeim 365. sæti á heimsvísu. Athygli vakti að Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem keppir í undankeppni Norður-Ameríku, endaði í bara í 902. sæti á heimsvísu en hún kláraði á sjö mínútum og 25 sekúndum. Það voru því fleiri en níu hundruð konur í heiminum sem enduðu á undan henni í 24.1. Þessi æfing hentaði ekki Katrínu en hún færi tækifæri til að bæta stöðu sína á næstu tveimur vikum. Katrín var með tíunda besta árangurinn meðal íslensku stelpnanna en á undan henni voru líka Sólrún Sigþórsdóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Tanja Davíðsdóttir og Þórunn Katrín Björgvinsdóttir. Anníe Mist Þórisdóttir tók líka þátt í 24.1 þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún kláraði á tíu mínútum og fimm sekúndum sem skilaði henni sæti 17.037 í heiminum. Anníe var með 86. besta árangurinn hjá íslenskum konum. Efstu íslensku konurnar.CrossFit Games CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Þetta er fyrsta vikan af þremur í opna hlutanum en 25 prósent þátttakenda tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitunum þar sem síðan verður barist um sæti á undanúrslitamótunum. Þetta er því fyrsta skrefið í átt að því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara er í 199. sæti í heiminum eftir þessa fyrstu viku og í 94. sæti í Evrópu. Hún kláraði æfingu 24.1 á sex mínútum og 48 sekúndum. Önnur meðal íslensku stelpnanna varð síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir sem er í 299. sæti í heiminum eftir að hafa klárað á sex mínútum og 57 sekúndum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Þriðja varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir sem kláraði á sjö mínútum sléttum og endaði í 356. sæti í heiminum. Tvær urðu jafnar í fjórða sætinu eða þær Birna Sjöfn Pétursdóttir og Birta Líf Þórarinsdóttir sem kláruðu báðar á sjö mínútum og einni sekúndu sem skilaði þeim 365. sæti á heimsvísu. Athygli vakti að Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem keppir í undankeppni Norður-Ameríku, endaði í bara í 902. sæti á heimsvísu en hún kláraði á sjö mínútum og 25 sekúndum. Það voru því fleiri en níu hundruð konur í heiminum sem enduðu á undan henni í 24.1. Þessi æfing hentaði ekki Katrínu en hún færi tækifæri til að bæta stöðu sína á næstu tveimur vikum. Katrín var með tíunda besta árangurinn meðal íslensku stelpnanna en á undan henni voru líka Sólrún Sigþórsdóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Tanja Davíðsdóttir og Þórunn Katrín Björgvinsdóttir. Anníe Mist Þórisdóttir tók líka þátt í 24.1 þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún kláraði á tíu mínútum og fimm sekúndum sem skilaði henni sæti 17.037 í heiminum. Anníe var með 86. besta árangurinn hjá íslenskum konum. Efstu íslensku konurnar.CrossFit Games
CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira