Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 06:47 Haley hefur nú lagt Trump í Vermont og Washington D.C. en hún hét því að halda áfram í forvalinu að minnsta kosti fram yfir Ofur-þriðjudag. Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. Báðir tryggðu sér kjörmenn Kaliforníu, Virginíu, Norður-Karólínu, Maine, Massachusetts, Oklahoma, Tennessee, Texas, Arkansas, Alabama, Colorado og Minnesota. Biden sigraði einnig í forvali Demókrata í Iowa og Vermont en tapaði í Bandaríska Samoa fyrir Jason Palmer, lítið þekktum frambjóðanda sem er aðeins á kjörseðli í sextán ríkjum. Það sem kom hins vegar ef til vill á óvart er að Trump laut í lægra haldi fyrir Nikki Haley í Vermont. Enn sem komið er hefur hvorki Biden né Trump tryggt sér útnefningu flokks síns fyrir forestakosningarnar í nóvember en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu tveimur vikum. Báðir skutu á hinn í yfirlýsingum og ræðum í gær og Biden sagði Trump meðal annars knúinn af hefndarþorsta. Þá væri hann staðráðinn í að eyðileggja lýðræðið. „Eftir úrslit kvöldsins standa Bandaríkjamann frammi fyrir augljósum valkostum: Ætlum við að halda áfram að horfa fram á við eða ætlum við að leyfa Donald Trump að draga okkur afturábak í glundroðann, sundrungina og myrkrið sem einkenndu embættistíð hans?“ sagði Biden. Trump fagnaði árangri sínum og sagði annað eins aldrei hafa sést. Skaut hann að innflytjendum og sagði borgir landsins að sökkva í glæpafen innflytjenda. Biden hefur tryggt sér um það bil 1.600 kjörmenn en þarf 1.968 til að tryggja sér útnefninguna. Hann gæti náði því marki 19. mars, þegar forval fer fram í Flórída, Illinois, Kansas og Ohio. Trump hefur tryggt sér yfir þúsund kjörmenn en þarf 1.215. Hann á sömuleiðis möguleika á að klára málið 19. mars, þegar forval Repúblikana fer fram í sömu fjóru fyrrnefndu ríkjum auk Arizona. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sjá meira
Báðir tryggðu sér kjörmenn Kaliforníu, Virginíu, Norður-Karólínu, Maine, Massachusetts, Oklahoma, Tennessee, Texas, Arkansas, Alabama, Colorado og Minnesota. Biden sigraði einnig í forvali Demókrata í Iowa og Vermont en tapaði í Bandaríska Samoa fyrir Jason Palmer, lítið þekktum frambjóðanda sem er aðeins á kjörseðli í sextán ríkjum. Það sem kom hins vegar ef til vill á óvart er að Trump laut í lægra haldi fyrir Nikki Haley í Vermont. Enn sem komið er hefur hvorki Biden né Trump tryggt sér útnefningu flokks síns fyrir forestakosningarnar í nóvember en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu tveimur vikum. Báðir skutu á hinn í yfirlýsingum og ræðum í gær og Biden sagði Trump meðal annars knúinn af hefndarþorsta. Þá væri hann staðráðinn í að eyðileggja lýðræðið. „Eftir úrslit kvöldsins standa Bandaríkjamann frammi fyrir augljósum valkostum: Ætlum við að halda áfram að horfa fram á við eða ætlum við að leyfa Donald Trump að draga okkur afturábak í glundroðann, sundrungina og myrkrið sem einkenndu embættistíð hans?“ sagði Biden. Trump fagnaði árangri sínum og sagði annað eins aldrei hafa sést. Skaut hann að innflytjendum og sagði borgir landsins að sökkva í glæpafen innflytjenda. Biden hefur tryggt sér um það bil 1.600 kjörmenn en þarf 1.968 til að tryggja sér útnefninguna. Hann gæti náði því marki 19. mars, þegar forval fer fram í Flórída, Illinois, Kansas og Ohio. Trump hefur tryggt sér yfir þúsund kjörmenn en þarf 1.215. Hann á sömuleiðis möguleika á að klára málið 19. mars, þegar forval Repúblikana fer fram í sömu fjóru fyrrnefndu ríkjum auk Arizona.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sjá meira