Forsetinn reyndi að koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:00 Mohammed Ben Sulayem (til vinstri). EPA-EFE/ALI HAIDER Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA - Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit í Formúlu 1 á dögunum. Hefur forsetinn nú verið ásakaður um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Las Vegas undir lok síðasta tímabils. Á dögunum barst FIA ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Sami uppljóstrari hefur nú sakað forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum. BBC, breska ríkisútvarpið greindi frá en ekki kemur fram hvers vegna Ben Sulayem vildi að keppninni í Vegas yrði frestað eða aflýst. Í frétt BBC er ýjað að því að það hafi eitthvað með samningamál Formúlu 1 að gera. Mohammed Ben Sulayem: FIA president allegedly told officials not to certify Las Vegas GP - BBC Sport https://t.co/Kxjvz7f8jN— Andrew Benson (@andrewbensonf1) March 5, 2024 Undanfarin tvö ár hefur mikil spenna ríkt á milli Liberty Media, fyrirtækisins sem á áauglýsingarétt F1, og FIA. Á þeim tíma hefur Ben Sulayem oftar en einu sinni reynt að sækja meira fjármagn úr F1 fyrir FIA. Sem stendur fær FIA 40 milljónir Bandaríkjadala, fimm og hálfan milljarð íslenskra króna, á ári fyrir að sjá um lagasetningu F1. Talsmaður F1 neitaði að tjá sig þegar BBC hafði samband. Akstursíþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Á dögunum barst FIA ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Sami uppljóstrari hefur nú sakað forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum. BBC, breska ríkisútvarpið greindi frá en ekki kemur fram hvers vegna Ben Sulayem vildi að keppninni í Vegas yrði frestað eða aflýst. Í frétt BBC er ýjað að því að það hafi eitthvað með samningamál Formúlu 1 að gera. Mohammed Ben Sulayem: FIA president allegedly told officials not to certify Las Vegas GP - BBC Sport https://t.co/Kxjvz7f8jN— Andrew Benson (@andrewbensonf1) March 5, 2024 Undanfarin tvö ár hefur mikil spenna ríkt á milli Liberty Media, fyrirtækisins sem á áauglýsingarétt F1, og FIA. Á þeim tíma hefur Ben Sulayem oftar en einu sinni reynt að sækja meira fjármagn úr F1 fyrir FIA. Sem stendur fær FIA 40 milljónir Bandaríkjadala, fimm og hálfan milljarð íslenskra króna, á ári fyrir að sjá um lagasetningu F1. Talsmaður F1 neitaði að tjá sig þegar BBC hafði samband.
Akstursíþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira