Forsetinn reyndi að koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:00 Mohammed Ben Sulayem (til vinstri). EPA-EFE/ALI HAIDER Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA - Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit í Formúlu 1 á dögunum. Hefur forsetinn nú verið ásakaður um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Las Vegas undir lok síðasta tímabils. Á dögunum barst FIA ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Sami uppljóstrari hefur nú sakað forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum. BBC, breska ríkisútvarpið greindi frá en ekki kemur fram hvers vegna Ben Sulayem vildi að keppninni í Vegas yrði frestað eða aflýst. Í frétt BBC er ýjað að því að það hafi eitthvað með samningamál Formúlu 1 að gera. Mohammed Ben Sulayem: FIA president allegedly told officials not to certify Las Vegas GP - BBC Sport https://t.co/Kxjvz7f8jN— Andrew Benson (@andrewbensonf1) March 5, 2024 Undanfarin tvö ár hefur mikil spenna ríkt á milli Liberty Media, fyrirtækisins sem á áauglýsingarétt F1, og FIA. Á þeim tíma hefur Ben Sulayem oftar en einu sinni reynt að sækja meira fjármagn úr F1 fyrir FIA. Sem stendur fær FIA 40 milljónir Bandaríkjadala, fimm og hálfan milljarð íslenskra króna, á ári fyrir að sjá um lagasetningu F1. Talsmaður F1 neitaði að tjá sig þegar BBC hafði samband. Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Á dögunum barst FIA ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Sami uppljóstrari hefur nú sakað forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum. BBC, breska ríkisútvarpið greindi frá en ekki kemur fram hvers vegna Ben Sulayem vildi að keppninni í Vegas yrði frestað eða aflýst. Í frétt BBC er ýjað að því að það hafi eitthvað með samningamál Formúlu 1 að gera. Mohammed Ben Sulayem: FIA president allegedly told officials not to certify Las Vegas GP - BBC Sport https://t.co/Kxjvz7f8jN— Andrew Benson (@andrewbensonf1) March 5, 2024 Undanfarin tvö ár hefur mikil spenna ríkt á milli Liberty Media, fyrirtækisins sem á áauglýsingarétt F1, og FIA. Á þeim tíma hefur Ben Sulayem oftar en einu sinni reynt að sækja meira fjármagn úr F1 fyrir FIA. Sem stendur fær FIA 40 milljónir Bandaríkjadala, fimm og hálfan milljarð íslenskra króna, á ári fyrir að sjá um lagasetningu F1. Talsmaður F1 neitaði að tjá sig þegar BBC hafði samband.
Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira