Bezos tekur aftur fram úr Musk Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 11:53 Jeff Bezos og Elon Musk hafa skipst á því að vera auðugasti maður heims á undanförnum árum. EPA Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index er Bezos metinn á tvö hundruð milljarða dala og Musk á 198 milljarða. Það samsvarar 27,4 billjónum króna annars vegar og 27,1 billjón hins vegar. Á lista Bloomberg kemur fram að á undanförnu ári hafi auður Bezos aukist um 23,4 milljarða dala. Musk er hins vegar sagður hafa tapað 31,3 milljörðum. Bernard Arnault situr í þriðja sæti en hann er metinn á 197 milljarða dala. Bezos og Musk hafa skipst á sætum undanfarin ár en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Bezos verið að selja töluvert magn af hlutabréfum í Amazon, fyrirtækinu sem gerði hann ríkan. Hann er sagður hafa selt hlutabréf fyrir meira en 8,5 milljarða dala á undanförnum vikum. Samdrátt á virði Musks má að miklu leyti rekja til þess að virði bílafyrirtækisins Tesla hefur dregist saman um 24 prósent á undanförnu ári. Þá tapaði hann miklum auði þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Amazon Tesla Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index er Bezos metinn á tvö hundruð milljarða dala og Musk á 198 milljarða. Það samsvarar 27,4 billjónum króna annars vegar og 27,1 billjón hins vegar. Á lista Bloomberg kemur fram að á undanförnu ári hafi auður Bezos aukist um 23,4 milljarða dala. Musk er hins vegar sagður hafa tapað 31,3 milljörðum. Bernard Arnault situr í þriðja sæti en hann er metinn á 197 milljarða dala. Bezos og Musk hafa skipst á sætum undanfarin ár en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Bezos verið að selja töluvert magn af hlutabréfum í Amazon, fyrirtækinu sem gerði hann ríkan. Hann er sagður hafa selt hlutabréf fyrir meira en 8,5 milljarða dala á undanförnum vikum. Samdrátt á virði Musks má að miklu leyti rekja til þess að virði bílafyrirtækisins Tesla hefur dregist saman um 24 prósent á undanförnu ári. Þá tapaði hann miklum auði þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá Tesla, í formi kaupréttar árið 2018.
Amazon Tesla Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira