Bezos tekur aftur fram úr Musk Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 11:53 Jeff Bezos og Elon Musk hafa skipst á því að vera auðugasti maður heims á undanförnum árum. EPA Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index er Bezos metinn á tvö hundruð milljarða dala og Musk á 198 milljarða. Það samsvarar 27,4 billjónum króna annars vegar og 27,1 billjón hins vegar. Á lista Bloomberg kemur fram að á undanförnu ári hafi auður Bezos aukist um 23,4 milljarða dala. Musk er hins vegar sagður hafa tapað 31,3 milljörðum. Bernard Arnault situr í þriðja sæti en hann er metinn á 197 milljarða dala. Bezos og Musk hafa skipst á sætum undanfarin ár en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Bezos verið að selja töluvert magn af hlutabréfum í Amazon, fyrirtækinu sem gerði hann ríkan. Hann er sagður hafa selt hlutabréf fyrir meira en 8,5 milljarða dala á undanförnum vikum. Samdrátt á virði Musks má að miklu leyti rekja til þess að virði bílafyrirtækisins Tesla hefur dregist saman um 24 prósent á undanförnu ári. Þá tapaði hann miklum auði þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Amazon Tesla Bandaríkin Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index er Bezos metinn á tvö hundruð milljarða dala og Musk á 198 milljarða. Það samsvarar 27,4 billjónum króna annars vegar og 27,1 billjón hins vegar. Á lista Bloomberg kemur fram að á undanförnu ári hafi auður Bezos aukist um 23,4 milljarða dala. Musk er hins vegar sagður hafa tapað 31,3 milljörðum. Bernard Arnault situr í þriðja sæti en hann er metinn á 197 milljarða dala. Bezos og Musk hafa skipst á sætum undanfarin ár en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Bezos verið að selja töluvert magn af hlutabréfum í Amazon, fyrirtækinu sem gerði hann ríkan. Hann er sagður hafa selt hlutabréf fyrir meira en 8,5 milljarða dala á undanförnum vikum. Samdrátt á virði Musks má að miklu leyti rekja til þess að virði bílafyrirtækisins Tesla hefur dregist saman um 24 prósent á undanförnu ári. Þá tapaði hann miklum auði þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá Tesla, í formi kaupréttar árið 2018.
Amazon Tesla Bandaríkin Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira