Bezos tekur aftur fram úr Musk Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 11:53 Jeff Bezos og Elon Musk hafa skipst á því að vera auðugasti maður heims á undanförnum árum. EPA Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index er Bezos metinn á tvö hundruð milljarða dala og Musk á 198 milljarða. Það samsvarar 27,4 billjónum króna annars vegar og 27,1 billjón hins vegar. Á lista Bloomberg kemur fram að á undanförnu ári hafi auður Bezos aukist um 23,4 milljarða dala. Musk er hins vegar sagður hafa tapað 31,3 milljörðum. Bernard Arnault situr í þriðja sæti en hann er metinn á 197 milljarða dala. Bezos og Musk hafa skipst á sætum undanfarin ár en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Bezos verið að selja töluvert magn af hlutabréfum í Amazon, fyrirtækinu sem gerði hann ríkan. Hann er sagður hafa selt hlutabréf fyrir meira en 8,5 milljarða dala á undanförnum vikum. Samdrátt á virði Musks má að miklu leyti rekja til þess að virði bílafyrirtækisins Tesla hefur dregist saman um 24 prósent á undanförnu ári. Þá tapaði hann miklum auði þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Amazon Tesla Bandaríkin Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index er Bezos metinn á tvö hundruð milljarða dala og Musk á 198 milljarða. Það samsvarar 27,4 billjónum króna annars vegar og 27,1 billjón hins vegar. Á lista Bloomberg kemur fram að á undanförnu ári hafi auður Bezos aukist um 23,4 milljarða dala. Musk er hins vegar sagður hafa tapað 31,3 milljörðum. Bernard Arnault situr í þriðja sæti en hann er metinn á 197 milljarða dala. Bezos og Musk hafa skipst á sætum undanfarin ár en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Bezos verið að selja töluvert magn af hlutabréfum í Amazon, fyrirtækinu sem gerði hann ríkan. Hann er sagður hafa selt hlutabréf fyrir meira en 8,5 milljarða dala á undanförnum vikum. Samdrátt á virði Musks má að miklu leyti rekja til þess að virði bílafyrirtækisins Tesla hefur dregist saman um 24 prósent á undanförnu ári. Þá tapaði hann miklum auði þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá Tesla, í formi kaupréttar árið 2018.
Amazon Tesla Bandaríkin Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira