Gáfu stjórnvöldum langt nef og samþykktu að hækka ellilífeyrinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 11:47 Eldra fólk greiðir jú skatta og heldur upp á jólin, ekkert síður en yngra fólkið. Svisslendingar samþykktu um helgina að hækka ellilífeyrinn í landinu sem nemur einum mánuði á ári og höfnuðu því að hækka eftirlaunaldurinn í 66 ár. Stjórnvöld hafa varað við því að ekki sé til innistæða fyrir hækkuninni. Af þeim sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær greiddu 60 prósent atkvæði með því að bæta þrettánda mánuðinum af ellilífeyrisgreiðslum við árið. Þá höfnuðu 75 prósent því að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 66 ár. Framfærslukostnaður er óvíða meiri en í Sviss, sérstaklega í borgum á borð við Zurich og Genf. Hámarksellilífeyrir í landinu eru 2.550 evrur á mánuði, 382 þúsund krónur, sem margir segja ekki nægja til að eiga í sig og á. Konur sem hafa gert hlé á starfsferlinum til að eignast fjölskyldu og innflytjendur eru sagðir eiga sérstaklega erfitt með að ná endum saman. Það voru verkalýðsfélög landsins sem knúðu á um þjóðaratkvæðagreiðsluna, gegn mótmælum stjórnvalda, þingmanna og atvinnurekenda sem segja ekkert svigrúm fyrir hækkunina. BBC bendir á að Svisslendingar hafi oft farið að ráðum stjórnvalda, til að mynda þegar þeir höfnuðu því að bæta við viku af orlofi fyrir nokkrum árum, en svo fór ekki að þessu sinni. Niðurstöðunni hefur verið lýst sem sögulegum sigri fyrir ellilífeyrisþega en með breytingunni verður ellilífeyriskrefið fært til samræmis við launakerfið, þar sem launþegar fá þrettán mánuði greidda á ári, nánar tiltekið tvöföld laun í nóvember. Sú breyting var gerð til að gera fólki kleift að eiga fyrir jólunum og sköttum ársins en eins og ellilífeyrisþegar í Sviss hafa bent á er ellilífeyririnn líka skattlagður og þá hætta menn ekki að halda upp á jólin þegar þeir verða 65 ára. Sviss Eldri borgarar Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Stjórnvöld hafa varað við því að ekki sé til innistæða fyrir hækkuninni. Af þeim sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær greiddu 60 prósent atkvæði með því að bæta þrettánda mánuðinum af ellilífeyrisgreiðslum við árið. Þá höfnuðu 75 prósent því að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 66 ár. Framfærslukostnaður er óvíða meiri en í Sviss, sérstaklega í borgum á borð við Zurich og Genf. Hámarksellilífeyrir í landinu eru 2.550 evrur á mánuði, 382 þúsund krónur, sem margir segja ekki nægja til að eiga í sig og á. Konur sem hafa gert hlé á starfsferlinum til að eignast fjölskyldu og innflytjendur eru sagðir eiga sérstaklega erfitt með að ná endum saman. Það voru verkalýðsfélög landsins sem knúðu á um þjóðaratkvæðagreiðsluna, gegn mótmælum stjórnvalda, þingmanna og atvinnurekenda sem segja ekkert svigrúm fyrir hækkunina. BBC bendir á að Svisslendingar hafi oft farið að ráðum stjórnvalda, til að mynda þegar þeir höfnuðu því að bæta við viku af orlofi fyrir nokkrum árum, en svo fór ekki að þessu sinni. Niðurstöðunni hefur verið lýst sem sögulegum sigri fyrir ellilífeyrisþega en með breytingunni verður ellilífeyriskrefið fært til samræmis við launakerfið, þar sem launþegar fá þrettán mánuði greidda á ári, nánar tiltekið tvöföld laun í nóvember. Sú breyting var gerð til að gera fólki kleift að eiga fyrir jólunum og sköttum ársins en eins og ellilífeyrisþegar í Sviss hafa bent á er ellilífeyririnn líka skattlagður og þá hætta menn ekki að halda upp á jólin þegar þeir verða 65 ára.
Sviss Eldri borgarar Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira