Ljúkum við hringveginn! Árni Pétur Árnason skrifar 4. mars 2024 11:30 Árið 1974 var veglagningu hringinn í kringum landið lokið og hringvegurinn vígður með pompi og prakt. Árið 2019 var síðan lokið við að leggja bundið slitlag hringin í kringum landið og þeim áfanga fagnað með ögn minna pompi og prakt. Enn er þó stórt gat í hringveginum fyrir þau sem ekki eiga bíl því engar strætóferðir eru milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaði. Hvort sem er fyrir innlenda farþega eða fyrir túrista er þetta hamlandi, svo ekki sé minnst á uppbyggingu í bæjum Austurlands. Kostnaðurinn og tíminn sem felst í því að fara vesturleiðina er óheyrilegur: Í dag, mánudaginn 4. mars, tekur ferðin frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða fimm daga, ef farið er með strætó. Ef lagt er af stað með fyrstu ferð, í hádeginu klukkan 11:54, er áætluð koma til Reykjavíkur klukkan 18:45. Næsti leggur hefst síðan daginn eftir klukkan 8:59 og koma á Akureyri er klukkan 15:29. Þó mætti líka taka vagn klukkan hálf fimm og koma á miðnætti. Á Akureyri bíða hins vegar vandræði. Þaðan er ekki keyrt austur á Egilsstaði á þriðjudagskvöldum, og ekki heldur á miðvikudögum og fimmtudögum svo bíða þarf þrjár nætur til viðbótar, með þeim kostnaði og ónotum sem af hljótast. Föstudaginn 7. mars má síðan taka morgunferð klukkan 7:59 og stíga svo út úr vagninum á Egilsstöðum klukkan 11:22. 4 sólarhringum, 23 klukkustundum og 28 mínútum eftir brottför frá Höfn. Í ferðinni eru innifaldar þrjár strætóferðir, fjórar næturgistingar og matur í fimm daga. Í besta falli myndi ferðin kosta um 100.000 krónur, m.v. 50.000 krónur í hótelgistingu, 40.000 krónur í strætómiða og 10.000 krónur í fæði. Það er því ljóst að strætóferð milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða er ógjörningur. Leiðin þyrfti samt ekki að taka nema fjórar klukkustundir með nokkrum stoppum á leiðinni, ef aðeins hún væri þjónustuð. Það er löngu kominn tími til þess að ljúka við hringveginn og tryggja að almenningur (og túristar) geti ferðast hringinn í kringum landið með traustum almenningssamgöngum. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport. Höfundur er bíllaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Strætó Samgöngur Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Árið 1974 var veglagningu hringinn í kringum landið lokið og hringvegurinn vígður með pompi og prakt. Árið 2019 var síðan lokið við að leggja bundið slitlag hringin í kringum landið og þeim áfanga fagnað með ögn minna pompi og prakt. Enn er þó stórt gat í hringveginum fyrir þau sem ekki eiga bíl því engar strætóferðir eru milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaði. Hvort sem er fyrir innlenda farþega eða fyrir túrista er þetta hamlandi, svo ekki sé minnst á uppbyggingu í bæjum Austurlands. Kostnaðurinn og tíminn sem felst í því að fara vesturleiðina er óheyrilegur: Í dag, mánudaginn 4. mars, tekur ferðin frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða fimm daga, ef farið er með strætó. Ef lagt er af stað með fyrstu ferð, í hádeginu klukkan 11:54, er áætluð koma til Reykjavíkur klukkan 18:45. Næsti leggur hefst síðan daginn eftir klukkan 8:59 og koma á Akureyri er klukkan 15:29. Þó mætti líka taka vagn klukkan hálf fimm og koma á miðnætti. Á Akureyri bíða hins vegar vandræði. Þaðan er ekki keyrt austur á Egilsstaði á þriðjudagskvöldum, og ekki heldur á miðvikudögum og fimmtudögum svo bíða þarf þrjár nætur til viðbótar, með þeim kostnaði og ónotum sem af hljótast. Föstudaginn 7. mars má síðan taka morgunferð klukkan 7:59 og stíga svo út úr vagninum á Egilsstöðum klukkan 11:22. 4 sólarhringum, 23 klukkustundum og 28 mínútum eftir brottför frá Höfn. Í ferðinni eru innifaldar þrjár strætóferðir, fjórar næturgistingar og matur í fimm daga. Í besta falli myndi ferðin kosta um 100.000 krónur, m.v. 50.000 krónur í hótelgistingu, 40.000 krónur í strætómiða og 10.000 krónur í fæði. Það er því ljóst að strætóferð milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða er ógjörningur. Leiðin þyrfti samt ekki að taka nema fjórar klukkustundir með nokkrum stoppum á leiðinni, ef aðeins hún væri þjónustuð. Það er löngu kominn tími til þess að ljúka við hringveginn og tryggja að almenningur (og túristar) geti ferðast hringinn í kringum landið með traustum almenningssamgöngum. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport. Höfundur er bíllaus.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar