Ljúkum við hringveginn! Árni Pétur Árnason skrifar 4. mars 2024 11:30 Árið 1974 var veglagningu hringinn í kringum landið lokið og hringvegurinn vígður með pompi og prakt. Árið 2019 var síðan lokið við að leggja bundið slitlag hringin í kringum landið og þeim áfanga fagnað með ögn minna pompi og prakt. Enn er þó stórt gat í hringveginum fyrir þau sem ekki eiga bíl því engar strætóferðir eru milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaði. Hvort sem er fyrir innlenda farþega eða fyrir túrista er þetta hamlandi, svo ekki sé minnst á uppbyggingu í bæjum Austurlands. Kostnaðurinn og tíminn sem felst í því að fara vesturleiðina er óheyrilegur: Í dag, mánudaginn 4. mars, tekur ferðin frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða fimm daga, ef farið er með strætó. Ef lagt er af stað með fyrstu ferð, í hádeginu klukkan 11:54, er áætluð koma til Reykjavíkur klukkan 18:45. Næsti leggur hefst síðan daginn eftir klukkan 8:59 og koma á Akureyri er klukkan 15:29. Þó mætti líka taka vagn klukkan hálf fimm og koma á miðnætti. Á Akureyri bíða hins vegar vandræði. Þaðan er ekki keyrt austur á Egilsstaði á þriðjudagskvöldum, og ekki heldur á miðvikudögum og fimmtudögum svo bíða þarf þrjár nætur til viðbótar, með þeim kostnaði og ónotum sem af hljótast. Föstudaginn 7. mars má síðan taka morgunferð klukkan 7:59 og stíga svo út úr vagninum á Egilsstöðum klukkan 11:22. 4 sólarhringum, 23 klukkustundum og 28 mínútum eftir brottför frá Höfn. Í ferðinni eru innifaldar þrjár strætóferðir, fjórar næturgistingar og matur í fimm daga. Í besta falli myndi ferðin kosta um 100.000 krónur, m.v. 50.000 krónur í hótelgistingu, 40.000 krónur í strætómiða og 10.000 krónur í fæði. Það er því ljóst að strætóferð milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða er ógjörningur. Leiðin þyrfti samt ekki að taka nema fjórar klukkustundir með nokkrum stoppum á leiðinni, ef aðeins hún væri þjónustuð. Það er löngu kominn tími til þess að ljúka við hringveginn og tryggja að almenningur (og túristar) geti ferðast hringinn í kringum landið með traustum almenningssamgöngum. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport. Höfundur er bíllaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Strætó Samgöngur Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árið 1974 var veglagningu hringinn í kringum landið lokið og hringvegurinn vígður með pompi og prakt. Árið 2019 var síðan lokið við að leggja bundið slitlag hringin í kringum landið og þeim áfanga fagnað með ögn minna pompi og prakt. Enn er þó stórt gat í hringveginum fyrir þau sem ekki eiga bíl því engar strætóferðir eru milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaði. Hvort sem er fyrir innlenda farþega eða fyrir túrista er þetta hamlandi, svo ekki sé minnst á uppbyggingu í bæjum Austurlands. Kostnaðurinn og tíminn sem felst í því að fara vesturleiðina er óheyrilegur: Í dag, mánudaginn 4. mars, tekur ferðin frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða fimm daga, ef farið er með strætó. Ef lagt er af stað með fyrstu ferð, í hádeginu klukkan 11:54, er áætluð koma til Reykjavíkur klukkan 18:45. Næsti leggur hefst síðan daginn eftir klukkan 8:59 og koma á Akureyri er klukkan 15:29. Þó mætti líka taka vagn klukkan hálf fimm og koma á miðnætti. Á Akureyri bíða hins vegar vandræði. Þaðan er ekki keyrt austur á Egilsstaði á þriðjudagskvöldum, og ekki heldur á miðvikudögum og fimmtudögum svo bíða þarf þrjár nætur til viðbótar, með þeim kostnaði og ónotum sem af hljótast. Föstudaginn 7. mars má síðan taka morgunferð klukkan 7:59 og stíga svo út úr vagninum á Egilsstöðum klukkan 11:22. 4 sólarhringum, 23 klukkustundum og 28 mínútum eftir brottför frá Höfn. Í ferðinni eru innifaldar þrjár strætóferðir, fjórar næturgistingar og matur í fimm daga. Í besta falli myndi ferðin kosta um 100.000 krónur, m.v. 50.000 krónur í hótelgistingu, 40.000 krónur í strætómiða og 10.000 krónur í fæði. Það er því ljóst að strætóferð milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða er ógjörningur. Leiðin þyrfti samt ekki að taka nema fjórar klukkustundir með nokkrum stoppum á leiðinni, ef aðeins hún væri þjónustuð. Það er löngu kominn tími til þess að ljúka við hringveginn og tryggja að almenningur (og túristar) geti ferðast hringinn í kringum landið með traustum almenningssamgöngum. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport. Höfundur er bíllaus.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun