Sandra María og Agla María með þrennur | Víkingar skoruðu fimm Ágúst Orri Arnarson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 2. mars 2024 21:06 Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag. Vísir/Hulda Margrét Fjöldinn allur af leikjum fór fram í A-deild Lengjubikar karla og kvenna í dag. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór. Lengjubikar karla Riðill 1 FH tók á móti Gróttu í Skessunni og hafði betur, 1-0, eftir mark frá fyrirliðanum Birni Daníel Sverrissyni. FH hefur nú leikið alla fimm leiki sína og er með 9 stig á meðan Grindavík er með 10 stig á toppnum eftir fimm leiki. Bæði Keflavík og Breiðablik geta náð toppsætinu en þau eiga einn og tvo leiki eftir. Seltirningar eru hins vegar á botninum án stiga eftir fjóra leiki. Riðill 2 Fram og ÍBV skildu jöfn 2-2 en leikið var í Úlfarsárdal. Heimamenn komust tveimur yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jannik Pohl Holmsgaard og Guðmundi Magnússyni. Þetta var fyrsta stig ÍBV sem situr neðst í riðlinum, Fram er einu sæti ofar með 4 stig. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Fram.vísir/Diego Riðill 3 Þór Akureyri tók á móti KR í riðli 3. Gestirnir mættu með ungt lið til Akureyrar og vantaði mörg af þeirra stærstu nöfnum. Það nýttu heimamenn sér en staðan var 3-0 Þór í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik hættu Þórsarar við einu mark til viðbótar og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist og Bjarki Þór Viðarsson. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Þór Ak. á toppnum með fullt hús stiga og KR þar á eftir með 9 stig. Riðill 4 Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru í heimsókn á Dalvík þar sem þeir mættu heimamönnum í Dalvík/Reyni. Daði Berg Jónsson kom Víkingum yfir og Danijel Dejan Djuric - sem er enn leikmaður Víkings - tvöfaldaði forystuna, staðan 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Ari Sigurpálsson tvívegis og Pablo Punyed einu sinni. Lokatölur 5-0 Víkingum í vil. Víkingur er á toppi riðilsins með 9 stig en hefur lokið leik. ÍA og KA eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu. Dalvík/Reynir situr á botninum án stiga. Lengjubikar kvenna Riðill 1 Þar mættust Fylkir og Breiðablik í leik sem var eign gestanna úr Kópavogi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Birta Georgsdóttir bætti við fjórða markinu þegar klukkustund var liðin. Lokatölur í Árbænum 0-4. Birta Georgsdóttir skoraði eitt mark í dag.Vísir/Hulda Margrét Í sama riðli tók Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 útisigur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir braut ísinn, Amanda Jacobsen Andradóttir tvöfaldaði forystuna og Helena Ósk Hálfdánardóttir kórónaði góðan leik Vals með marki í blálokin. Valur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Blikar hafa leikið einum leik minna en unnið alla sína leiki. Fylkir er með fjögur stig að loknum 4 leikjum á meðan Tindastóll er með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Riðill 2 ÍBV sótti Víking heim en leiknum lauk með 4-2 sigri Víkings. Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir og Sigdís Eva Bárðardóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva kom Víking 3-0 yfir áður en Kristín Klara Óskarsdóttir minnkaði muninn. Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma en örskömmu síðar bætti Bergdís við öðru marki sínu og fjórða marki Víkings. Þá mættust Þór/KA og Þróttur Reykjavík í Boganum. Vann heimaliðið stórsigur, lokatölur 6-2. Bríet Jóhannsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk heimaliðsins áður en Sandra María Jessen bætti því þriðja við. Sandra María skoraði þrennu í kvöld.VÍSIR/VILHELM Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 3-1 áður en Margrét Árnadóttir kom Þór/KA 4-1 yfir. Sandra María bætti við fimmta markinu og fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn skömmu síðar, lokatölur 6-2. Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru með sex stig eftir jafn marga leiki. Þróttur Reykjavík er með eitt stig og ÍBV er án stiga. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Lengjubikar karla Riðill 1 FH tók á móti Gróttu í Skessunni og hafði betur, 1-0, eftir mark frá fyrirliðanum Birni Daníel Sverrissyni. FH hefur nú leikið alla fimm leiki sína og er með 9 stig á meðan Grindavík er með 10 stig á toppnum eftir fimm leiki. Bæði Keflavík og Breiðablik geta náð toppsætinu en þau eiga einn og tvo leiki eftir. Seltirningar eru hins vegar á botninum án stiga eftir fjóra leiki. Riðill 2 Fram og ÍBV skildu jöfn 2-2 en leikið var í Úlfarsárdal. Heimamenn komust tveimur yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jannik Pohl Holmsgaard og Guðmundi Magnússyni. Þetta var fyrsta stig ÍBV sem situr neðst í riðlinum, Fram er einu sæti ofar með 4 stig. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Fram.vísir/Diego Riðill 3 Þór Akureyri tók á móti KR í riðli 3. Gestirnir mættu með ungt lið til Akureyrar og vantaði mörg af þeirra stærstu nöfnum. Það nýttu heimamenn sér en staðan var 3-0 Þór í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik hættu Þórsarar við einu mark til viðbótar og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist og Bjarki Þór Viðarsson. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Þór Ak. á toppnum með fullt hús stiga og KR þar á eftir með 9 stig. Riðill 4 Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru í heimsókn á Dalvík þar sem þeir mættu heimamönnum í Dalvík/Reyni. Daði Berg Jónsson kom Víkingum yfir og Danijel Dejan Djuric - sem er enn leikmaður Víkings - tvöfaldaði forystuna, staðan 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Ari Sigurpálsson tvívegis og Pablo Punyed einu sinni. Lokatölur 5-0 Víkingum í vil. Víkingur er á toppi riðilsins með 9 stig en hefur lokið leik. ÍA og KA eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu. Dalvík/Reynir situr á botninum án stiga. Lengjubikar kvenna Riðill 1 Þar mættust Fylkir og Breiðablik í leik sem var eign gestanna úr Kópavogi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Birta Georgsdóttir bætti við fjórða markinu þegar klukkustund var liðin. Lokatölur í Árbænum 0-4. Birta Georgsdóttir skoraði eitt mark í dag.Vísir/Hulda Margrét Í sama riðli tók Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 útisigur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir braut ísinn, Amanda Jacobsen Andradóttir tvöfaldaði forystuna og Helena Ósk Hálfdánardóttir kórónaði góðan leik Vals með marki í blálokin. Valur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Blikar hafa leikið einum leik minna en unnið alla sína leiki. Fylkir er með fjögur stig að loknum 4 leikjum á meðan Tindastóll er með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Riðill 2 ÍBV sótti Víking heim en leiknum lauk með 4-2 sigri Víkings. Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir og Sigdís Eva Bárðardóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva kom Víking 3-0 yfir áður en Kristín Klara Óskarsdóttir minnkaði muninn. Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma en örskömmu síðar bætti Bergdís við öðru marki sínu og fjórða marki Víkings. Þá mættust Þór/KA og Þróttur Reykjavík í Boganum. Vann heimaliðið stórsigur, lokatölur 6-2. Bríet Jóhannsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk heimaliðsins áður en Sandra María Jessen bætti því þriðja við. Sandra María skoraði þrennu í kvöld.VÍSIR/VILHELM Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 3-1 áður en Margrét Árnadóttir kom Þór/KA 4-1 yfir. Sandra María bætti við fimmta markinu og fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn skömmu síðar, lokatölur 6-2. Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru með sex stig eftir jafn marga leiki. Þróttur Reykjavík er með eitt stig og ÍBV er án stiga.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira