Sandra María og Agla María með þrennur | Víkingar skoruðu fimm Ágúst Orri Arnarson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 2. mars 2024 21:06 Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag. Vísir/Hulda Margrét Fjöldinn allur af leikjum fór fram í A-deild Lengjubikar karla og kvenna í dag. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór. Lengjubikar karla Riðill 1 FH tók á móti Gróttu í Skessunni og hafði betur, 1-0, eftir mark frá fyrirliðanum Birni Daníel Sverrissyni. FH hefur nú leikið alla fimm leiki sína og er með 9 stig á meðan Grindavík er með 10 stig á toppnum eftir fimm leiki. Bæði Keflavík og Breiðablik geta náð toppsætinu en þau eiga einn og tvo leiki eftir. Seltirningar eru hins vegar á botninum án stiga eftir fjóra leiki. Riðill 2 Fram og ÍBV skildu jöfn 2-2 en leikið var í Úlfarsárdal. Heimamenn komust tveimur yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jannik Pohl Holmsgaard og Guðmundi Magnússyni. Þetta var fyrsta stig ÍBV sem situr neðst í riðlinum, Fram er einu sæti ofar með 4 stig. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Fram.vísir/Diego Riðill 3 Þór Akureyri tók á móti KR í riðli 3. Gestirnir mættu með ungt lið til Akureyrar og vantaði mörg af þeirra stærstu nöfnum. Það nýttu heimamenn sér en staðan var 3-0 Þór í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik hættu Þórsarar við einu mark til viðbótar og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist og Bjarki Þór Viðarsson. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Þór Ak. á toppnum með fullt hús stiga og KR þar á eftir með 9 stig. Riðill 4 Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru í heimsókn á Dalvík þar sem þeir mættu heimamönnum í Dalvík/Reyni. Daði Berg Jónsson kom Víkingum yfir og Danijel Dejan Djuric - sem er enn leikmaður Víkings - tvöfaldaði forystuna, staðan 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Ari Sigurpálsson tvívegis og Pablo Punyed einu sinni. Lokatölur 5-0 Víkingum í vil. Víkingur er á toppi riðilsins með 9 stig en hefur lokið leik. ÍA og KA eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu. Dalvík/Reynir situr á botninum án stiga. Lengjubikar kvenna Riðill 1 Þar mættust Fylkir og Breiðablik í leik sem var eign gestanna úr Kópavogi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Birta Georgsdóttir bætti við fjórða markinu þegar klukkustund var liðin. Lokatölur í Árbænum 0-4. Birta Georgsdóttir skoraði eitt mark í dag.Vísir/Hulda Margrét Í sama riðli tók Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 útisigur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir braut ísinn, Amanda Jacobsen Andradóttir tvöfaldaði forystuna og Helena Ósk Hálfdánardóttir kórónaði góðan leik Vals með marki í blálokin. Valur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Blikar hafa leikið einum leik minna en unnið alla sína leiki. Fylkir er með fjögur stig að loknum 4 leikjum á meðan Tindastóll er með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Riðill 2 ÍBV sótti Víking heim en leiknum lauk með 4-2 sigri Víkings. Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir og Sigdís Eva Bárðardóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva kom Víking 3-0 yfir áður en Kristín Klara Óskarsdóttir minnkaði muninn. Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma en örskömmu síðar bætti Bergdís við öðru marki sínu og fjórða marki Víkings. Þá mættust Þór/KA og Þróttur Reykjavík í Boganum. Vann heimaliðið stórsigur, lokatölur 6-2. Bríet Jóhannsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk heimaliðsins áður en Sandra María Jessen bætti því þriðja við. Sandra María skoraði þrennu í kvöld.VÍSIR/VILHELM Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 3-1 áður en Margrét Árnadóttir kom Þór/KA 4-1 yfir. Sandra María bætti við fimmta markinu og fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn skömmu síðar, lokatölur 6-2. Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru með sex stig eftir jafn marga leiki. Þróttur Reykjavík er með eitt stig og ÍBV er án stiga. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Lengjubikar karla Riðill 1 FH tók á móti Gróttu í Skessunni og hafði betur, 1-0, eftir mark frá fyrirliðanum Birni Daníel Sverrissyni. FH hefur nú leikið alla fimm leiki sína og er með 9 stig á meðan Grindavík er með 10 stig á toppnum eftir fimm leiki. Bæði Keflavík og Breiðablik geta náð toppsætinu en þau eiga einn og tvo leiki eftir. Seltirningar eru hins vegar á botninum án stiga eftir fjóra leiki. Riðill 2 Fram og ÍBV skildu jöfn 2-2 en leikið var í Úlfarsárdal. Heimamenn komust tveimur yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Jannik Pohl Holmsgaard og Guðmundi Magnússyni. Þetta var fyrsta stig ÍBV sem situr neðst í riðlinum, Fram er einu sæti ofar með 4 stig. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Fram.vísir/Diego Riðill 3 Þór Akureyri tók á móti KR í riðli 3. Gestirnir mættu með ungt lið til Akureyrar og vantaði mörg af þeirra stærstu nöfnum. Það nýttu heimamenn sér en staðan var 3-0 Þór í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik hættu Þórsarar við einu mark til viðbótar og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Aron Ingi Magnússon, Marc Rochester Sörensen, Fannar Daði Malmquist og Bjarki Þór Viðarsson. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eru í 1. og 2. sæti riðilsins. Þór Ak. á toppnum með fullt hús stiga og KR þar á eftir með 9 stig. Riðill 4 Íslands- og bikarmeistarar Víkings voru í heimsókn á Dalvík þar sem þeir mættu heimamönnum í Dalvík/Reyni. Daði Berg Jónsson kom Víkingum yfir og Danijel Dejan Djuric - sem er enn leikmaður Víkings - tvöfaldaði forystuna, staðan 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Ari Sigurpálsson tvívegis og Pablo Punyed einu sinni. Lokatölur 5-0 Víkingum í vil. Víkingur er á toppi riðilsins með 9 stig en hefur lokið leik. ÍA og KA eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu. Dalvík/Reynir situr á botninum án stiga. Lengjubikar kvenna Riðill 1 Þar mættust Fylkir og Breiðablik í leik sem var eign gestanna úr Kópavogi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Birta Georgsdóttir bætti við fjórða markinu þegar klukkustund var liðin. Lokatölur í Árbænum 0-4. Birta Georgsdóttir skoraði eitt mark í dag.Vísir/Hulda Margrét Í sama riðli tók Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 útisigur. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir braut ísinn, Amanda Jacobsen Andradóttir tvöfaldaði forystuna og Helena Ósk Hálfdánardóttir kórónaði góðan leik Vals með marki í blálokin. Valur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Blikar hafa leikið einum leik minna en unnið alla sína leiki. Fylkir er með fjögur stig að loknum 4 leikjum á meðan Tindastóll er með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Riðill 2 ÍBV sótti Víking heim en leiknum lauk með 4-2 sigri Víkings. Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir og Sigdís Eva Bárðardóttir tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sigdís Eva kom Víking 3-0 yfir áður en Kristín Klara Óskarsdóttir minnkaði muninn. Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma en örskömmu síðar bætti Bergdís við öðru marki sínu og fjórða marki Víkings. Þá mættust Þór/KA og Þróttur Reykjavík í Boganum. Vann heimaliðið stórsigur, lokatölur 6-2. Bríet Jóhannsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk heimaliðsins áður en Sandra María Jessen bætti því þriðja við. Sandra María skoraði þrennu í kvöld.VÍSIR/VILHELM Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 3-1 áður en Margrét Árnadóttir kom Þór/KA 4-1 yfir. Sandra María bætti við fimmta markinu og fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn skömmu síðar, lokatölur 6-2. Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Víkingar eru með sex stig eftir jafn marga leiki. Þróttur Reykjavík er með eitt stig og ÍBV er án stiga.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira