Innlent

Ógnaði dyravörðum skemmti­staðar með hníf

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. 
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.  Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa tekið um hníf utan við skemmtistað og ógnað dyravörðum. Lögregla vistaði hann í fangaklefa í þágu rannsóknar

Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í miðborginni var lögreglu einnig tilkynnt um líkamsárás.

Á sömu lögreglustöð var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en var látinn laus eftir hefðbundið ferli.

Á lögreglustöð 2, sem sinnir málum í Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um slagsmál fyrir utan krá. 

Þá var ökumaður stöðvaður á þjónustusvæði lögreglustöðvar 4, sem sinnir málum í efri byggðum Reykjavíkur og í Mosfellsbæ, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá reyndist einnig sviptur ökuréttindum en var látinn laus eftir hefðbundið ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×