Ákall Hafnarfjarðarbæjar í málefnum hælis- og flóttabarna Margrét Vala Marteinsdóttir og Kristín Thoroddsen skrifa 1. mars 2024 10:00 Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar