Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. febrúar 2024 13:56 Aron Elís var að komast af stað eftir kviðmeiðsli þegar hann meiddist á ökkla í gær. Vísir/Hulda Margrét Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. Undir lok fyrri hálfleiks í leik gærdagsins steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli fyrir Óskar Örn Hauksson. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ segir Aron Elís í samtali við Vísi en af tóninum að dæma virtist hann ekki of áhyggjufullur. „Þetta er einhver tognun á ökkla, það er lítið komið í ljós. Ég fer í myndatöku sem fyrst og fátt hægt að segja þangað til. Bara eins og ökklatognanir eru er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er,“ segir Aron. Klippa: Aron Elís meiðist Aron hafði verið að glíma við kviðmeiðsli í vetur en hefur verið að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það eru honum því enn meiri vonbrigði að meiðast þegar hann var að komast aftur á fullan skrið. „Ég er búinn að fara varlega í gang og búinn að byggja upp mínútur. Þess vegna er mjög svekkjandi að þetta gerist í gær. Planið var að taka sextíu mínútur í gær og byggja ofan á það. En það fór sem fór,“ segir Aron Elís. Aron er ekki á hækjum en lætur þó reyna sem minnst á ökklann eftir höggið í gær. Frekari fregna er að vænta eftir myndatöku. 37 dagar í mót ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, eftir hörkuleik í Akraneshöllinni þar sem Nikolaj Hansen tryggði Víkingum stig með marki undir lok leiks. Víkingur er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti riðils fjögur í A-deild Lengjubikarsins. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli og unnið einn leik. ÍA er efst í riðlinum með stigi meira, líkt og KA. Rétt rúmur mánuður er þar til boltinn fer að rúlla í Bestu deild karla en Víkingar opna mótið laugardaginn 6. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Víkina. Víkingar eiga titil að verja eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra en Aron Elís var á meðal betri leikmanna liðsins eftir að hann samdi við uppeldisfélagið um mitt mót. Myndband af atvikinu þegar Aron meiðist má sjá að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks í leik gærdagsins steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli fyrir Óskar Örn Hauksson. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ segir Aron Elís í samtali við Vísi en af tóninum að dæma virtist hann ekki of áhyggjufullur. „Þetta er einhver tognun á ökkla, það er lítið komið í ljós. Ég fer í myndatöku sem fyrst og fátt hægt að segja þangað til. Bara eins og ökklatognanir eru er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er,“ segir Aron. Klippa: Aron Elís meiðist Aron hafði verið að glíma við kviðmeiðsli í vetur en hefur verið að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það eru honum því enn meiri vonbrigði að meiðast þegar hann var að komast aftur á fullan skrið. „Ég er búinn að fara varlega í gang og búinn að byggja upp mínútur. Þess vegna er mjög svekkjandi að þetta gerist í gær. Planið var að taka sextíu mínútur í gær og byggja ofan á það. En það fór sem fór,“ segir Aron Elís. Aron er ekki á hækjum en lætur þó reyna sem minnst á ökklann eftir höggið í gær. Frekari fregna er að vænta eftir myndatöku. 37 dagar í mót ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, eftir hörkuleik í Akraneshöllinni þar sem Nikolaj Hansen tryggði Víkingum stig með marki undir lok leiks. Víkingur er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti riðils fjögur í A-deild Lengjubikarsins. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli og unnið einn leik. ÍA er efst í riðlinum með stigi meira, líkt og KA. Rétt rúmur mánuður er þar til boltinn fer að rúlla í Bestu deild karla en Víkingar opna mótið laugardaginn 6. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Víkina. Víkingar eiga titil að verja eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra en Aron Elís var á meðal betri leikmanna liðsins eftir að hann samdi við uppeldisfélagið um mitt mót. Myndband af atvikinu þegar Aron meiðist má sjá að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira