Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 12:29 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira