Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 22:44 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, segir stöðu hópsins ekki góða. Vísir/Arnar Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira