Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 22:44 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, segir stöðu hópsins ekki góða. Vísir/Arnar Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira