Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka vegna blóðmerahalds, sem kom fram í Kveik í gær ekki koma á óvart. Vísir/Arnar Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga. Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga.
Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01
Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09