Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka vegna blóðmerahalds, sem kom fram í Kveik í gær ekki koma á óvart. Vísir/Arnar Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga. Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga.
Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01
Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09