Ekki eftirsóknarverður staður til að vera á Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:40 Það vakti mikla athygli í sumar þegar tveimur konum var vísað úr húsnæðinu. Þær sögðust báðar hafa flúið mansal og óttuðust að þær myndu enda aftur í mansali yrði þær sendar aftur til baka. Vísir/Vilhelm Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu 30 dögum síðar. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið. Fámennur hópur gerir það ekki og er heimilis- og réttindalaus á Íslandi. Ríkislögreglustjóri fékk í lögunum það hlutverk að koma upp búsetuúrræði fyrir fólk þar sem það gæti dvalið í 30 daga þar til það færi af landi brott. Að þessum 30 dögum liðnum yrði lokað á alla þjónustu. Samkvæmt lögunum voru börn, foreldrar þeirra og fólk í viðkvæmri stöðu undanskilin. Búsetuúrræðið sem opnað var fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun er rekið í húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Embætti ríkislögreglustjóra tók formlega við úrræðinu í október á síðasta ári en það var opnað í ágúst sama ár og var í fyrstu rekið af Útlendingastofnun. Meirihluti farinn eða að undirbúa brottför Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hafði í janúar alls 112 verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun. Af þeim voru 90 karlar og 22 konur. Uppruni þeirra var fjölbreyttur en þau komu frá Palestínu, Sómalíu, Venesúela, Írak, Kólumbíu, Nígeríu, Gíneu, Líbanon, Alsír, Sýrlandi, Tyrklandi, Túnis, Pakistan, Afganistan, Síerra Leóne, Marokkó, Kúbu, Íran, Hvíta Rússlandi, Gvatemala, Gana, Gambíu og Erítreu. Viðbúnaður hefur verið við úrræðið í tvígang þegar verið er að vísa fólki úr því eftir að það missir rétt á þjónustu í kjölfar synjunar. Vísir/Vilhelm Af þeim höfðu 24 farið sjálf af landi brott og tólf verið flutt úr landi. Enn dvöldu þá 22 í Bæjarhrauni og fjögur annars staðar og voru að undirbúa brottför af landi brott. „Í þessum hópi eru fjórir með framlengda þjónustu en það þýðir að þau hafi sýnt samvinnu við öflun ferðaskilríkja, veitt upplýsingar sem óskað var eftir og verið er að vinna í flutningi þeirra úr landi. Í þeim hópi sem hafa fengið framlengda þjónustu er ein kona og þrír karlar. Þjóðerni þessa fólks er Afganistan, Gínea, Kólumbía, Marokkó, Nígería, Erítrea, Írak, Sómalía, Tyrkland, Líbanon Sýrland og Venesúela,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra um þennan hóp. Þjónusta felld niður hjá 24 Af þeim sem hafði verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu í janúar hafði hún gengið í gegn hjá alls 24, þar af 19 karlmönnum og fimm konum. Þetta fólk er líklega sumt farið af landi brott og annað ekki. Þjóðerni þeirra er einnig fjölbreytt en þau koma frá Íran, Alsír, Gambíu, Gíneu, Írak, Marokkó, Nígeríu, Pakistan, Palestínu, Síerra Leóne, Sómalíu, Túnis og Líbanon. Marín Þórsdóttir er verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Hún segir starfsfólk reyna að gera sitt besta fyrir fólkið sem sé komið á þessa endastöð hjá þeim. Vísir/Vilhelm Þá höfðu alls 23 yfirgefið úrræðið áður en niðurfelling þjónustu fór fram. Alls 19 karlar og fjórar konur. Ekki er vitað hvert þau fóru. „Það er hópur sem mögulega hefur farið úr landi, jafnvel á fölsuðum vegabréfum. Sum þeirra eru eflaust enn á landinu en það er ómögulegt að segja til um það og þá eru þau ólöglega í landinu“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Heimilis- og réttindalaus á Íslandi Töluvert var fjallað um úrræðið síðasta sumar og haust þegar breytingin tók gildi. Þá var fólki vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra eftir þessa 30 daga, en ekki úr landi. Þá hafði fólk ýmist ekki getað aflað sér ferðaskilríkja eða neitað að veita samvinnu við það. Þá missti það allan rétt á nokkurri þjónustu og búsetu. Vandamálið var þó það að fólkið var enn á landinu og útséð að það myndi lenda á götunni yrði ekkert gert. Til að bregðast við þessu kom Rauði kross Íslands upp neyðarskýli fyrir heimilislaust flóttafólk í Borgartúni. Á sama tíma tókust ríki og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á um það hver ætti að bera kostnaðinn af því að sjá um þetta fólk sem neitaði að fara eða gat það ekki af einhverri ástæðu. Ekki staður sem fólk vill vera á „Heilt á litið hefur gengið vel með þetta úrræði. En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þau sem þarna eru væntu annarrar niðurstöðu í sínu máli. Þau eru að sækja um vernd í þeirri von að fá vernd. Þetta er því ekki staður sem fólk óskar sér að vera á,“ segir Marín. Hún segir hvern og einn umsækjanda ólíkan og aðstæður þeirra líka. Því sé erfitt að alhæfa um fólk sem dvelur í úrræðinu. „Fyrir suma er endanlegt svar ákveðinn léttir. Þá er hægt að skipuleggja næsta fasa. Á meðan fólk er að bíða er alltaf þetta „hvað ef“. Þetta á auðvitað ekki við um alla því fyrir ákveðinn hóp er þetta mikið vonleysi,“ segir Marín. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sagði þegar málið var til umræðu að hans skilningur á lögunum, og samflokksmönnum hans í VG, hefði alltaf verið sá að sveitarfélögin myndu grípa þau sem myndu missa rétt á þjónustu. Sveitarfélögin voru ekki sammála þessari túlkun. Vísir/Vilhelm Hún segir endanlega synjun geta verið á ólíkum grundvelli og því sé það líka misjafnt hvert fólk fer eftir það fær endanlega synjun og í hvaða aðstæður. „Þeir sem eru með vernd í öðru landi fara þangað,“ segir Marín. Dæmi um lönd sem fólk hefur verið sent til eru til dæmis Grikkland og Spánn. „Svo eru Dyflinnar-mál, þar sem fólk er með opið mál í öðru Evrópuríki og fer því til lands þar sem umsókn þeirra verður tekin til efnismeðferðar. Svo er í þriðja lagi hópur sem er frá löndum sem íslenska ríkið telur öruggt,“ segir Marín. Þessum hópi bjóðist ýmsir styrkir til að komast aftur. Hópurinn njóti annað hvort liðsinnis Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM) eða Frontex – landamæraeftirlit Evrópu. „Mörg kjósa að taka því.“ Gamalt farfuglaheimili sem nýtist vel Búsetuúrræðið sem embættið rekur er eins og áður sagði í Bæjarhrauni. Marín segir staðsetninguna að mörgu leyti heppilega. Það séu góðar samgöngur þaðan, það séu ýmsar verslanir nærri og svo sé skrifstofa Útlendingastofnunar við hlið úrræðisins. „Þetta er gamalt gistihúsnæði. Þetta eru rúmgóð herbergi og fólk getur verið í friði ef það vill. Flestir eru með klósettaðstöðu í herbergi, en ekki alveg allir. Sumir eru með eldunaraðstöðu á meðan aðrir eru með sameiginlega. Þetta er gamalt farfuglaheimili. Aðstaðan er ekki slæm, en staða fólks sem er þarna er ekki eftirsóknarverð. Það er búið að synja þeim og þau eru á leið úr landi.“ Marín segir að á meðan þau dvelji í þeirra úrræði fái þau alla þá þjónustu sem þau hafa áður fengið á meðan þau voru á forræði Vinnumálastofnunar, fyrir synjun. Innifalið í því sé lágmarksframfærsla, að börn fái að fara í skóla, þau fái aðgang að heilbrigðisþjónustu og Rauði krossinn útvegi þeim föt. „Svo lengi sem þau sýna samvinnu,“ segir Marín og útskýrir að þessi 30 daga regla sé ekki algild. Stundum taki lengri tíma að koma fólki úr landi því það þurfi að afla ferðaskilríkja sem geti verið flókið og tímafrekt að gera. Á meðan það sýni samvinnu fái það að vera í húsnæðinu. Sá hópur sem ekki fær að vera í húsnæðinu er þá hópur sem ekki hefur sýnt samvinnu. „Rauði krossinn rekur neyðarskýlið í Borgartúni samkvæmt samning við félagsmálaráðuneytið, en þangað geta allir farið sem ekki hafa verið í samvinnu við heimför og því farið úr þjónustu hjá ríkislögreglustjóra. Öllum þeim sem tilkynnt hefur verið um þjónustulok hefur jafnframt verið tilkynnt um að þau geti nýtt sér þjónustu neyðarskýlisins.“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum en mun einnig seinna á vorþingi leggja fram frumvap um nýtt búsetuúrræði fyrir flóttafólk. Vísir/Arnar Marín segir að frá því að embættið hafi tekið við verkefninu hafi þau reynt að sinna því af bestu getu. Starfsfólk komi til móts við fólk sem sé í afar krefjandi aðstæðum. Hvað varðar kostnað við úrræðið segir Marín að verkefnið sé enn að taka á sig mynd en að kostnaðurinn felist að mestu í rekstri húsnæðisins og launakostnaði starfsmanna. Alls eru níu öryggisverðir starfandi í úrræðinu. Auk þess er starfandi verkefnastjóri við úrræðið og tveir sérfræðingar sem starfa með honum en sinna einnig öðrum verkefnum. „Við vorum með aðkeypta þjónustu í öryggisgæslu en nú höfum við ráðið til okkar starfsfólks svo það er eitt og annað að breytast hjá okkur sem gefur ekki rétta mynd af kostnaði við Bæjarhraunið,“ segir Marín. Þrettán sem gista í gistiskýlinu að staðaldri Þórir Hall starfar sem umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva hjá Rauða krossi Íslands. Hann rekur gistiskýlið í Borgartúni fyrir heimilislaust flóttafólk, sem hefur fengið endanlega synjun, auk þess sem hann rekur í Borgartúni líka móttökumiðstöð fyrir flóttafólk sem kemur til landsins. Þegar tilkynnt var um opnun úrræðisins í lok september kom fram að það ætti að reka það þar til næsta vor. Hann segir að á lista fyrir fólk sem hefur aðgang að gistiskýlinu séu 23 nöfn og af þeim séu þrettán búin að nýta sér úrræðið reglulega, sumir hverja einustu nótt. Meirihluti þeirra sem hefur nýtt sér úrræðið eru karlmenn. „Sumir sleppa úr nótt og nótt og þá geri ég ráð fyrir að þau séu inni hjá vinum eða velunnurum.“ Gistiskýlið er opið eins og önnur gistiskýli í Reykjavík. Það opnar dyr sínar klukkan 17 og er lokað svo aftur klukkan 10 að morgni. Auk þess gerði borgin samkomulag við Samhjálp fyrr í vetur um að lengja opnunartíma kaffistofunnar þannig að heimilislaust fólk gæti komið þangað á daginn á meðan lokað er í gistiskýlinu. Þórir segir að sá hópur sem leiti til hans í gistiskýlið hafi verið duglegur að nýta sér þessa þjónustu. „Þeim hefur líka verið tekið vel hjá Hjálpræðishernum, í Hjálparstarfi kirkjunnar og á fleiri stöðum. Fólk er þannig ekki úrræðalaust yfir daginn,“ segir hann og að hratt sé brugðist við ef veðuraðstæður kalli á það. Erfiðara að hjálpa fólki með takmarkaðan rétt Þórir segir að þó svo að fólk sé komið inn í gistiskýlið séu það að miklu leyti réttindalaust. Rauði krossinn reyni að aðstoða þau eins mikið og hægt sé en að það séu takmörk fyrir því hversu mikið þau geti gert fyrir fólk með svo takmarkaðan rétt. Þórir Hall sér um gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk.Vísir/Vilhelm „Ég er í góðum samskiptum við opinbera aðila sem sinna þessum málaflokki og við reynum að gera okkar besta til að leysa úr þeim málum sem koma upp. Engu að síður er það erfitt og erfiðara í því ljósi hversu mikið er búið að takmarka rétt þeirra.“ Hann segir að þó svo að hópurinn sé fjölbreyttur komi þeim ágætlega saman. „Rauði krossinn býr svo vel að hafa byggt upp traust við þennan hóp sérstaklega, og þá hópa sem við vinnum með í okkar verkefnum. Í þessum hópi er fólk sem sumt hefur verið lengi á landinu og hefur tekið þátt í öðrum verkefnum Rauða krossins eða notið þjónustu þeirra áður. Þannig að þau þekkja til okkar,“ segir Þórir. Hann bætir við að suma þekki hann persónulega frá því að hann hóf störf fyrir Rauða krossinn. Mikilvægt að fólk upplifi sig velkomið og öruggt „Við þekkjum hópinn vel og þá aðstöðu sem hópurinn er í. Við höfum unnið mikið með þeim og tökum mið af því í okkar nálgun í þessu verkefni,“ segir Þórir. Rík áhersla sé lögð á að fólk upplifi sig öruggt og velkomið. Hann segir að fólki sé boðið upp á sálrænan stuðning í úrræðinu Hvað varðar framhald úrræðisins segir hann Rauða krossinn horfa til þess að það sé opið fram á sumar og svo verði tekin staða aftur á þörfinni. „Það er þá bara undir stjórnvöldum komið hvað þau vilja gera varðandi þetta,“ segir Þórir og að það verði því að koma í ljós hvert framhaldið verði. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er með í samráðsgátt frumvarp sem hún ætlar að leggja fyrir Alþingi um lokað búsetuúrræði sem gæti tekið við úrræði Rauða krossins. Í þeirri tillögu sem er í samráðsgátt er þó ekki gert ráð fyrir því að lögin taki gildi fyrr en í upphafi árs 2026, verði þau samþykkt. „Ef þessar búðir verða að veruleika þá geri ég ráð fyrir því að fólkið sem er hjá mér myndi fara þangað,“ segir Þórir. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Lögreglan Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Framlengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínumenn Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári. 23. febrúar 2024 06:59 Skýr flokkslína í útlendingamálum „Frumvarpið er afleitt. Það er því ekki hægt að kenna einum stjórnmálamanni um harðneskjulega stefnu í útlendingamálum. Flokkslínan virðist skýr.” Þetta voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar árið 2019 þegar breytingar á útlendingalögum voru lagðar fram, í fyrsta skipti af fimm. 22. febrúar 2024 14:45 Frumvarpið gangi gegn eigin markmiðum Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af stefnu ríkisstjórnar í útlendindingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. Þingmaður Pírata segir tillögurnar ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð. 20. febrúar 2024 20:20 Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. 18. desember 2023 16:20 Heimilislausir flóttamenn mótmæla í tjöldum Þrír karlmenn mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu og endanlegri synjun um alþjóðlega vernd í tjöldum við skrifstofu Útlendingastofnunar. Mennirnir vilja alþjóðlega vernd og að þingið bregðist við stöðu þeirra. Þeir ætla að mótmæla eins lengi og þörf er á. 1. nóvember 2023 12:33 „Þau eyðilögðu mig og brutu mig“ Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi. 25. ágúst 2023 22:31 Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Ríkislögreglustjóri fékk í lögunum það hlutverk að koma upp búsetuúrræði fyrir fólk þar sem það gæti dvalið í 30 daga þar til það færi af landi brott. Að þessum 30 dögum liðnum yrði lokað á alla þjónustu. Samkvæmt lögunum voru börn, foreldrar þeirra og fólk í viðkvæmri stöðu undanskilin. Búsetuúrræðið sem opnað var fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun er rekið í húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Embætti ríkislögreglustjóra tók formlega við úrræðinu í október á síðasta ári en það var opnað í ágúst sama ár og var í fyrstu rekið af Útlendingastofnun. Meirihluti farinn eða að undirbúa brottför Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hafði í janúar alls 112 verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun. Af þeim voru 90 karlar og 22 konur. Uppruni þeirra var fjölbreyttur en þau komu frá Palestínu, Sómalíu, Venesúela, Írak, Kólumbíu, Nígeríu, Gíneu, Líbanon, Alsír, Sýrlandi, Tyrklandi, Túnis, Pakistan, Afganistan, Síerra Leóne, Marokkó, Kúbu, Íran, Hvíta Rússlandi, Gvatemala, Gana, Gambíu og Erítreu. Viðbúnaður hefur verið við úrræðið í tvígang þegar verið er að vísa fólki úr því eftir að það missir rétt á þjónustu í kjölfar synjunar. Vísir/Vilhelm Af þeim höfðu 24 farið sjálf af landi brott og tólf verið flutt úr landi. Enn dvöldu þá 22 í Bæjarhrauni og fjögur annars staðar og voru að undirbúa brottför af landi brott. „Í þessum hópi eru fjórir með framlengda þjónustu en það þýðir að þau hafi sýnt samvinnu við öflun ferðaskilríkja, veitt upplýsingar sem óskað var eftir og verið er að vinna í flutningi þeirra úr landi. Í þeim hópi sem hafa fengið framlengda þjónustu er ein kona og þrír karlar. Þjóðerni þessa fólks er Afganistan, Gínea, Kólumbía, Marokkó, Nígería, Erítrea, Írak, Sómalía, Tyrkland, Líbanon Sýrland og Venesúela,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra um þennan hóp. Þjónusta felld niður hjá 24 Af þeim sem hafði verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu í janúar hafði hún gengið í gegn hjá alls 24, þar af 19 karlmönnum og fimm konum. Þetta fólk er líklega sumt farið af landi brott og annað ekki. Þjóðerni þeirra er einnig fjölbreytt en þau koma frá Íran, Alsír, Gambíu, Gíneu, Írak, Marokkó, Nígeríu, Pakistan, Palestínu, Síerra Leóne, Sómalíu, Túnis og Líbanon. Marín Þórsdóttir er verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Hún segir starfsfólk reyna að gera sitt besta fyrir fólkið sem sé komið á þessa endastöð hjá þeim. Vísir/Vilhelm Þá höfðu alls 23 yfirgefið úrræðið áður en niðurfelling þjónustu fór fram. Alls 19 karlar og fjórar konur. Ekki er vitað hvert þau fóru. „Það er hópur sem mögulega hefur farið úr landi, jafnvel á fölsuðum vegabréfum. Sum þeirra eru eflaust enn á landinu en það er ómögulegt að segja til um það og þá eru þau ólöglega í landinu“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Heimilis- og réttindalaus á Íslandi Töluvert var fjallað um úrræðið síðasta sumar og haust þegar breytingin tók gildi. Þá var fólki vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra eftir þessa 30 daga, en ekki úr landi. Þá hafði fólk ýmist ekki getað aflað sér ferðaskilríkja eða neitað að veita samvinnu við það. Þá missti það allan rétt á nokkurri þjónustu og búsetu. Vandamálið var þó það að fólkið var enn á landinu og útséð að það myndi lenda á götunni yrði ekkert gert. Til að bregðast við þessu kom Rauði kross Íslands upp neyðarskýli fyrir heimilislaust flóttafólk í Borgartúni. Á sama tíma tókust ríki og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á um það hver ætti að bera kostnaðinn af því að sjá um þetta fólk sem neitaði að fara eða gat það ekki af einhverri ástæðu. Ekki staður sem fólk vill vera á „Heilt á litið hefur gengið vel með þetta úrræði. En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þau sem þarna eru væntu annarrar niðurstöðu í sínu máli. Þau eru að sækja um vernd í þeirri von að fá vernd. Þetta er því ekki staður sem fólk óskar sér að vera á,“ segir Marín. Hún segir hvern og einn umsækjanda ólíkan og aðstæður þeirra líka. Því sé erfitt að alhæfa um fólk sem dvelur í úrræðinu. „Fyrir suma er endanlegt svar ákveðinn léttir. Þá er hægt að skipuleggja næsta fasa. Á meðan fólk er að bíða er alltaf þetta „hvað ef“. Þetta á auðvitað ekki við um alla því fyrir ákveðinn hóp er þetta mikið vonleysi,“ segir Marín. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sagði þegar málið var til umræðu að hans skilningur á lögunum, og samflokksmönnum hans í VG, hefði alltaf verið sá að sveitarfélögin myndu grípa þau sem myndu missa rétt á þjónustu. Sveitarfélögin voru ekki sammála þessari túlkun. Vísir/Vilhelm Hún segir endanlega synjun geta verið á ólíkum grundvelli og því sé það líka misjafnt hvert fólk fer eftir það fær endanlega synjun og í hvaða aðstæður. „Þeir sem eru með vernd í öðru landi fara þangað,“ segir Marín. Dæmi um lönd sem fólk hefur verið sent til eru til dæmis Grikkland og Spánn. „Svo eru Dyflinnar-mál, þar sem fólk er með opið mál í öðru Evrópuríki og fer því til lands þar sem umsókn þeirra verður tekin til efnismeðferðar. Svo er í þriðja lagi hópur sem er frá löndum sem íslenska ríkið telur öruggt,“ segir Marín. Þessum hópi bjóðist ýmsir styrkir til að komast aftur. Hópurinn njóti annað hvort liðsinnis Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM) eða Frontex – landamæraeftirlit Evrópu. „Mörg kjósa að taka því.“ Gamalt farfuglaheimili sem nýtist vel Búsetuúrræðið sem embættið rekur er eins og áður sagði í Bæjarhrauni. Marín segir staðsetninguna að mörgu leyti heppilega. Það séu góðar samgöngur þaðan, það séu ýmsar verslanir nærri og svo sé skrifstofa Útlendingastofnunar við hlið úrræðisins. „Þetta er gamalt gistihúsnæði. Þetta eru rúmgóð herbergi og fólk getur verið í friði ef það vill. Flestir eru með klósettaðstöðu í herbergi, en ekki alveg allir. Sumir eru með eldunaraðstöðu á meðan aðrir eru með sameiginlega. Þetta er gamalt farfuglaheimili. Aðstaðan er ekki slæm, en staða fólks sem er þarna er ekki eftirsóknarverð. Það er búið að synja þeim og þau eru á leið úr landi.“ Marín segir að á meðan þau dvelji í þeirra úrræði fái þau alla þá þjónustu sem þau hafa áður fengið á meðan þau voru á forræði Vinnumálastofnunar, fyrir synjun. Innifalið í því sé lágmarksframfærsla, að börn fái að fara í skóla, þau fái aðgang að heilbrigðisþjónustu og Rauði krossinn útvegi þeim föt. „Svo lengi sem þau sýna samvinnu,“ segir Marín og útskýrir að þessi 30 daga regla sé ekki algild. Stundum taki lengri tíma að koma fólki úr landi því það þurfi að afla ferðaskilríkja sem geti verið flókið og tímafrekt að gera. Á meðan það sýni samvinnu fái það að vera í húsnæðinu. Sá hópur sem ekki fær að vera í húsnæðinu er þá hópur sem ekki hefur sýnt samvinnu. „Rauði krossinn rekur neyðarskýlið í Borgartúni samkvæmt samning við félagsmálaráðuneytið, en þangað geta allir farið sem ekki hafa verið í samvinnu við heimför og því farið úr þjónustu hjá ríkislögreglustjóra. Öllum þeim sem tilkynnt hefur verið um þjónustulok hefur jafnframt verið tilkynnt um að þau geti nýtt sér þjónustu neyðarskýlisins.“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum en mun einnig seinna á vorþingi leggja fram frumvap um nýtt búsetuúrræði fyrir flóttafólk. Vísir/Arnar Marín segir að frá því að embættið hafi tekið við verkefninu hafi þau reynt að sinna því af bestu getu. Starfsfólk komi til móts við fólk sem sé í afar krefjandi aðstæðum. Hvað varðar kostnað við úrræðið segir Marín að verkefnið sé enn að taka á sig mynd en að kostnaðurinn felist að mestu í rekstri húsnæðisins og launakostnaði starfsmanna. Alls eru níu öryggisverðir starfandi í úrræðinu. Auk þess er starfandi verkefnastjóri við úrræðið og tveir sérfræðingar sem starfa með honum en sinna einnig öðrum verkefnum. „Við vorum með aðkeypta þjónustu í öryggisgæslu en nú höfum við ráðið til okkar starfsfólks svo það er eitt og annað að breytast hjá okkur sem gefur ekki rétta mynd af kostnaði við Bæjarhraunið,“ segir Marín. Þrettán sem gista í gistiskýlinu að staðaldri Þórir Hall starfar sem umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva hjá Rauða krossi Íslands. Hann rekur gistiskýlið í Borgartúni fyrir heimilislaust flóttafólk, sem hefur fengið endanlega synjun, auk þess sem hann rekur í Borgartúni líka móttökumiðstöð fyrir flóttafólk sem kemur til landsins. Þegar tilkynnt var um opnun úrræðisins í lok september kom fram að það ætti að reka það þar til næsta vor. Hann segir að á lista fyrir fólk sem hefur aðgang að gistiskýlinu séu 23 nöfn og af þeim séu þrettán búin að nýta sér úrræðið reglulega, sumir hverja einustu nótt. Meirihluti þeirra sem hefur nýtt sér úrræðið eru karlmenn. „Sumir sleppa úr nótt og nótt og þá geri ég ráð fyrir að þau séu inni hjá vinum eða velunnurum.“ Gistiskýlið er opið eins og önnur gistiskýli í Reykjavík. Það opnar dyr sínar klukkan 17 og er lokað svo aftur klukkan 10 að morgni. Auk þess gerði borgin samkomulag við Samhjálp fyrr í vetur um að lengja opnunartíma kaffistofunnar þannig að heimilislaust fólk gæti komið þangað á daginn á meðan lokað er í gistiskýlinu. Þórir segir að sá hópur sem leiti til hans í gistiskýlið hafi verið duglegur að nýta sér þessa þjónustu. „Þeim hefur líka verið tekið vel hjá Hjálpræðishernum, í Hjálparstarfi kirkjunnar og á fleiri stöðum. Fólk er þannig ekki úrræðalaust yfir daginn,“ segir hann og að hratt sé brugðist við ef veðuraðstæður kalli á það. Erfiðara að hjálpa fólki með takmarkaðan rétt Þórir segir að þó svo að fólk sé komið inn í gistiskýlið séu það að miklu leyti réttindalaust. Rauði krossinn reyni að aðstoða þau eins mikið og hægt sé en að það séu takmörk fyrir því hversu mikið þau geti gert fyrir fólk með svo takmarkaðan rétt. Þórir Hall sér um gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk.Vísir/Vilhelm „Ég er í góðum samskiptum við opinbera aðila sem sinna þessum málaflokki og við reynum að gera okkar besta til að leysa úr þeim málum sem koma upp. Engu að síður er það erfitt og erfiðara í því ljósi hversu mikið er búið að takmarka rétt þeirra.“ Hann segir að þó svo að hópurinn sé fjölbreyttur komi þeim ágætlega saman. „Rauði krossinn býr svo vel að hafa byggt upp traust við þennan hóp sérstaklega, og þá hópa sem við vinnum með í okkar verkefnum. Í þessum hópi er fólk sem sumt hefur verið lengi á landinu og hefur tekið þátt í öðrum verkefnum Rauða krossins eða notið þjónustu þeirra áður. Þannig að þau þekkja til okkar,“ segir Þórir. Hann bætir við að suma þekki hann persónulega frá því að hann hóf störf fyrir Rauða krossinn. Mikilvægt að fólk upplifi sig velkomið og öruggt „Við þekkjum hópinn vel og þá aðstöðu sem hópurinn er í. Við höfum unnið mikið með þeim og tökum mið af því í okkar nálgun í þessu verkefni,“ segir Þórir. Rík áhersla sé lögð á að fólk upplifi sig öruggt og velkomið. Hann segir að fólki sé boðið upp á sálrænan stuðning í úrræðinu Hvað varðar framhald úrræðisins segir hann Rauða krossinn horfa til þess að það sé opið fram á sumar og svo verði tekin staða aftur á þörfinni. „Það er þá bara undir stjórnvöldum komið hvað þau vilja gera varðandi þetta,“ segir Þórir og að það verði því að koma í ljós hvert framhaldið verði. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er með í samráðsgátt frumvarp sem hún ætlar að leggja fyrir Alþingi um lokað búsetuúrræði sem gæti tekið við úrræði Rauða krossins. Í þeirri tillögu sem er í samráðsgátt er þó ekki gert ráð fyrir því að lögin taki gildi fyrr en í upphafi árs 2026, verði þau samþykkt. „Ef þessar búðir verða að veruleika þá geri ég ráð fyrir því að fólkið sem er hjá mér myndi fara þangað,“ segir Þórir.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Lögreglan Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Framlengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínumenn Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári. 23. febrúar 2024 06:59 Skýr flokkslína í útlendingamálum „Frumvarpið er afleitt. Það er því ekki hægt að kenna einum stjórnmálamanni um harðneskjulega stefnu í útlendingamálum. Flokkslínan virðist skýr.” Þetta voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar árið 2019 þegar breytingar á útlendingalögum voru lagðar fram, í fyrsta skipti af fimm. 22. febrúar 2024 14:45 Frumvarpið gangi gegn eigin markmiðum Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af stefnu ríkisstjórnar í útlendindingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. Þingmaður Pírata segir tillögurnar ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð. 20. febrúar 2024 20:20 Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. 18. desember 2023 16:20 Heimilislausir flóttamenn mótmæla í tjöldum Þrír karlmenn mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu og endanlegri synjun um alþjóðlega vernd í tjöldum við skrifstofu Útlendingastofnunar. Mennirnir vilja alþjóðlega vernd og að þingið bregðist við stöðu þeirra. Þeir ætla að mótmæla eins lengi og þörf er á. 1. nóvember 2023 12:33 „Þau eyðilögðu mig og brutu mig“ Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi. 25. ágúst 2023 22:31 Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Framlengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínumenn Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári. 23. febrúar 2024 06:59
Skýr flokkslína í útlendingamálum „Frumvarpið er afleitt. Það er því ekki hægt að kenna einum stjórnmálamanni um harðneskjulega stefnu í útlendingamálum. Flokkslínan virðist skýr.” Þetta voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar árið 2019 þegar breytingar á útlendingalögum voru lagðar fram, í fyrsta skipti af fimm. 22. febrúar 2024 14:45
Frumvarpið gangi gegn eigin markmiðum Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af stefnu ríkisstjórnar í útlendindingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. Þingmaður Pírata segir tillögurnar ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð. 20. febrúar 2024 20:20
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07
Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. 18. desember 2023 16:20
Heimilislausir flóttamenn mótmæla í tjöldum Þrír karlmenn mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu og endanlegri synjun um alþjóðlega vernd í tjöldum við skrifstofu Útlendingastofnunar. Mennirnir vilja alþjóðlega vernd og að þingið bregðist við stöðu þeirra. Þeir ætla að mótmæla eins lengi og þörf er á. 1. nóvember 2023 12:33
„Þau eyðilögðu mig og brutu mig“ Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi. 25. ágúst 2023 22:31
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01