Segir Guardiola besta þjálfara heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 23:30 Líkt og Pep Guardiola þá notar Joe Mazzulla hendurnar mikið á meðan leik stendur. Steven Ryan/Getty Images) Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta. Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008. Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira
Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008.
Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira