Íslendingar flykkjast í sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2024 09:30 Rúmlega tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar sleikja nú sólina á Tenerife í hverri viku en ferðir til eyjunnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú. Loftslagið þykir mjög gott á eyjunni fyrir Íslendinga og þá er lítið sem ekkert um pöddur þar og yfirleitt mjög hreinlegt. Þegar maður er á Tenerife og röltir þar um eða er að flatmaga á ströndinni má alls staðar heyra íslensku talaða því Íslendingar eru um allt á Tene, enda segir Svali Kaldalóns hjá Teneriferðum á um tvö þúsund Íslendingar og jafnvel mun fleiri séu á eyjunni í hverri viku yfir vetrarmánuðina. Hvað segir þú, hvað er svona gott við Tenerife? „Ég held að það sé nú bara hlýjan og rólega lífið, maður er aðeins slakari hérna heldur en heima, ekki eins mikið áreiti og svona,” segir Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Engar pöddur og ekkert vesen? „Ég segi ekki, engar pöddur, ég hef alveg séð smá en þetta er ekkert eins og á Íslandi á sumrin, engar kóngulær hérna, það eru bara nokkrir kakkalakkar,” segir Ása Hildur hlæjandi. Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að telja alla Íslendingana. Við erum komin upp í 50 til 60 núna á nokkrum dögum þannig að maður hittir eiginlega fleiri Íslendinga en Spánverja,” segir Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife, alsæll með lífið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er best við Tenerife að þínu mati? „Ég held að það sé bara sólin og hitinn og að þurfa ekki að kappklæða barnið alla morgna í kuldagalla og ullarföt,” segir Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér kemur maður til að hvíla sig. Það eru engar einhvern veginn væntingar, maður vill fara í sól, hita slökun, engar pöddur, engar moskító, eða lítið af þeim allavega og bara dásamlegt. Ganga hér um göngustígana, sól nánast hvern einasta dag, það getur ekki klikkað,” segir Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Þegar maður er á Tenerife og röltir þar um eða er að flatmaga á ströndinni má alls staðar heyra íslensku talaða því Íslendingar eru um allt á Tene, enda segir Svali Kaldalóns hjá Teneriferðum á um tvö þúsund Íslendingar og jafnvel mun fleiri séu á eyjunni í hverri viku yfir vetrarmánuðina. Hvað segir þú, hvað er svona gott við Tenerife? „Ég held að það sé nú bara hlýjan og rólega lífið, maður er aðeins slakari hérna heldur en heima, ekki eins mikið áreiti og svona,” segir Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Engar pöddur og ekkert vesen? „Ég segi ekki, engar pöddur, ég hef alveg séð smá en þetta er ekkert eins og á Íslandi á sumrin, engar kóngulær hérna, það eru bara nokkrir kakkalakkar,” segir Ása Hildur hlæjandi. Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að telja alla Íslendingana. Við erum komin upp í 50 til 60 núna á nokkrum dögum þannig að maður hittir eiginlega fleiri Íslendinga en Spánverja,” segir Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife, alsæll með lífið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er best við Tenerife að þínu mati? „Ég held að það sé bara sólin og hitinn og að þurfa ekki að kappklæða barnið alla morgna í kuldagalla og ullarföt,” segir Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér kemur maður til að hvíla sig. Það eru engar einhvern veginn væntingar, maður vill fara í sól, hita slökun, engar pöddur, engar moskító, eða lítið af þeim allavega og bara dásamlegt. Ganga hér um göngustígana, sól nánast hvern einasta dag, það getur ekki klikkað,” segir Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira