Íslendingar flykkjast í sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2024 09:30 Rúmlega tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar sleikja nú sólina á Tenerife í hverri viku en ferðir til eyjunnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú. Loftslagið þykir mjög gott á eyjunni fyrir Íslendinga og þá er lítið sem ekkert um pöddur þar og yfirleitt mjög hreinlegt. Þegar maður er á Tenerife og röltir þar um eða er að flatmaga á ströndinni má alls staðar heyra íslensku talaða því Íslendingar eru um allt á Tene, enda segir Svali Kaldalóns hjá Teneriferðum á um tvö þúsund Íslendingar og jafnvel mun fleiri séu á eyjunni í hverri viku yfir vetrarmánuðina. Hvað segir þú, hvað er svona gott við Tenerife? „Ég held að það sé nú bara hlýjan og rólega lífið, maður er aðeins slakari hérna heldur en heima, ekki eins mikið áreiti og svona,” segir Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Engar pöddur og ekkert vesen? „Ég segi ekki, engar pöddur, ég hef alveg séð smá en þetta er ekkert eins og á Íslandi á sumrin, engar kóngulær hérna, það eru bara nokkrir kakkalakkar,” segir Ása Hildur hlæjandi. Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að telja alla Íslendingana. Við erum komin upp í 50 til 60 núna á nokkrum dögum þannig að maður hittir eiginlega fleiri Íslendinga en Spánverja,” segir Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife, alsæll með lífið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er best við Tenerife að þínu mati? „Ég held að það sé bara sólin og hitinn og að þurfa ekki að kappklæða barnið alla morgna í kuldagalla og ullarföt,” segir Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér kemur maður til að hvíla sig. Það eru engar einhvern veginn væntingar, maður vill fara í sól, hita slökun, engar pöddur, engar moskító, eða lítið af þeim allavega og bara dásamlegt. Ganga hér um göngustígana, sól nánast hvern einasta dag, það getur ekki klikkað,” segir Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þegar maður er á Tenerife og röltir þar um eða er að flatmaga á ströndinni má alls staðar heyra íslensku talaða því Íslendingar eru um allt á Tene, enda segir Svali Kaldalóns hjá Teneriferðum á um tvö þúsund Íslendingar og jafnvel mun fleiri séu á eyjunni í hverri viku yfir vetrarmánuðina. Hvað segir þú, hvað er svona gott við Tenerife? „Ég held að það sé nú bara hlýjan og rólega lífið, maður er aðeins slakari hérna heldur en heima, ekki eins mikið áreiti og svona,” segir Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Engar pöddur og ekkert vesen? „Ég segi ekki, engar pöddur, ég hef alveg séð smá en þetta er ekkert eins og á Íslandi á sumrin, engar kóngulær hérna, það eru bara nokkrir kakkalakkar,” segir Ása Hildur hlæjandi. Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að telja alla Íslendingana. Við erum komin upp í 50 til 60 núna á nokkrum dögum þannig að maður hittir eiginlega fleiri Íslendinga en Spánverja,” segir Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife, alsæll með lífið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er best við Tenerife að þínu mati? „Ég held að það sé bara sólin og hitinn og að þurfa ekki að kappklæða barnið alla morgna í kuldagalla og ullarföt,” segir Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér kemur maður til að hvíla sig. Það eru engar einhvern veginn væntingar, maður vill fara í sól, hita slökun, engar pöddur, engar moskító, eða lítið af þeim allavega og bara dásamlegt. Ganga hér um göngustígana, sól nánast hvern einasta dag, það getur ekki klikkað,” segir Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira