Körfubolti

Fór allt í hund og kött í New Or­leans

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það voru læti.
Það voru læti. Sean Gardner/Getty Images

Það fór allt í hund og kött í New Orleans þegar heimamenn í Pelicans mættu Miami Heat. Leiknum lauk með 11 stiga sigri Miami en í fjórða leikhluta sauð upp úr á milli liðanna.

Það er að venju nóg um að vera í NBA-deildinni þar sem liðin leika hvern leikinn á fætur öðrum. Victor Wembanyama, leikmaður San Antonio Spurs, stal senunni í naumu tapi gegn Los Angeles Lakers en leikurinn sem vakti hvað mesta athygli var leikurinn nefndur hér að ofan.

Í fjórða leikhluta greip Kevin Love greip utan um Zian Williamson í sókn Pelicans. Alls var fjórum leikmönnum, þar á meðal stjörnu Heat – Jimmy Butler, vísað úr húsi eftir lætin. Tók þónokkurn tíma að róa leikmenn niður. Sá hlær best sem síðast hlær en Heat vann leikinn á endanum með 11 stiga mun, 106-95.

„Ég var ekki brjálaður út í Kevin Love því hann varði mig í fallinu. Ég datt og var að ganga í burtu þegar ég sá Butler stökkva í áttina að Naji (Marshall). Ég reyndi að stíga á milli og segja Butler að slaka á. Þegar maður sér upptökuna þá sér maður augljóslega hvað gerðist,“ sagði Zion eftir leik.

„Eins og ég sagði, það er erfitt að hafa ekki gaman af þessu. Þetta er bara keppnisskapið, menn eru að keppa. Menn leggja allt á sig fyrir liðsfélagana, þannig er það bara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×