Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2024 20:30 Kjartan og Davíð eru ekki sammála um Fossvogsbrú. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík, líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan. Hún verður fyrir almenningssamgöngur og hjólandi og gangandi vegfarendur, en ekki einkabílinn. En sitt sýnist hverjum um gagnsemi framkvæmdarinnar, og kostnaðinn. „Þessi brú verður mjög dýr, hún verður ekki undir tíu milljörðum króna að mínu áliti. Kostnaðaráætlanir hafa margfaldast. En hún leysir í rauninni lítinn sem engan vanda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta verkefni er ekki arðsamt, það væri hægt að finna verkefni sem væru arðsöm og miklu þarfari, fyrir þessa fjármuni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan nefnir þar mislæg gatnamót á fjölförnustu gatnamótum borgarinnar, sem og eflingu Strætó. Nýting brúarinnar verði einhver, en þó ekki þannig að það réttlæti 8,3 milljarða kostnaðaráætlun. „Þarna erum við bara að setja allt of mikla peninga í eitthvað sem leysir lítinn sem engan vanda, alveg eins og Bragginn frægi sem er rétt við hliðina á okkur,“ sagði Kjartan þar sem hann var tekinn tali á þeim slóðum sem Reykjavíkurhluti brúarinnar mun standa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Brúin muni nýtast vel Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, segir fullyrðingar um litla nýtingu eða kostnað yfir 10 milljarða ekki standast. Hönnun sé langt komin, og því sé kostnaðaráætlun áreiðanlegri. „Þannig að ég hef ekki mikla trú á því að það breytist mikið úr þessu. Ekki nema það verði einhverjar breytingar á ytri aðstæðum, á verði á stáli eða steypu, eða eitthvað óvænt komi upp á,“ segir Davíð. Brúin verði vel nýtt. „Það er gert ráð fyrir að 10 þúsund manns sem muni nota þessa brú daglega. Það er svipaður fjöldi og fer um Hvalfjarðargöng á hverjum degi, sem er nú ansi mikið, það eru fjölförnustu göng á Íslandi.“ Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna.Vísir/Einar Brúin muni einnig nýtast þeim sem ekki noti hana, en 60 þúsund manns keyra um Fossvoginn á hverjum degi. „Þetta léttir á umferðinni þar, þannig að það verða tíu þúsund manns sem munu ekki keyra um Fossvoginn, til viðbótar við þá 60 þúsund sem keyra þar í dag.“ Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgalínu, þar með talið Fossvogsbrú, bendi til ábata upp á 26 milljarða á 30 árum. „Og að arðsemi sé um sjö prósent, sem þykir nokkuð gott í svona framkvæmdum.“ Samgöngur Reykjavík Kópavogur Fossvogsbrú Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Sjá meira
Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík, líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan. Hún verður fyrir almenningssamgöngur og hjólandi og gangandi vegfarendur, en ekki einkabílinn. En sitt sýnist hverjum um gagnsemi framkvæmdarinnar, og kostnaðinn. „Þessi brú verður mjög dýr, hún verður ekki undir tíu milljörðum króna að mínu áliti. Kostnaðaráætlanir hafa margfaldast. En hún leysir í rauninni lítinn sem engan vanda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta verkefni er ekki arðsamt, það væri hægt að finna verkefni sem væru arðsöm og miklu þarfari, fyrir þessa fjármuni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan nefnir þar mislæg gatnamót á fjölförnustu gatnamótum borgarinnar, sem og eflingu Strætó. Nýting brúarinnar verði einhver, en þó ekki þannig að það réttlæti 8,3 milljarða kostnaðaráætlun. „Þarna erum við bara að setja allt of mikla peninga í eitthvað sem leysir lítinn sem engan vanda, alveg eins og Bragginn frægi sem er rétt við hliðina á okkur,“ sagði Kjartan þar sem hann var tekinn tali á þeim slóðum sem Reykjavíkurhluti brúarinnar mun standa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Brúin muni nýtast vel Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, segir fullyrðingar um litla nýtingu eða kostnað yfir 10 milljarða ekki standast. Hönnun sé langt komin, og því sé kostnaðaráætlun áreiðanlegri. „Þannig að ég hef ekki mikla trú á því að það breytist mikið úr þessu. Ekki nema það verði einhverjar breytingar á ytri aðstæðum, á verði á stáli eða steypu, eða eitthvað óvænt komi upp á,“ segir Davíð. Brúin verði vel nýtt. „Það er gert ráð fyrir að 10 þúsund manns sem muni nota þessa brú daglega. Það er svipaður fjöldi og fer um Hvalfjarðargöng á hverjum degi, sem er nú ansi mikið, það eru fjölförnustu göng á Íslandi.“ Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna.Vísir/Einar Brúin muni einnig nýtast þeim sem ekki noti hana, en 60 þúsund manns keyra um Fossvoginn á hverjum degi. „Þetta léttir á umferðinni þar, þannig að það verða tíu þúsund manns sem munu ekki keyra um Fossvoginn, til viðbótar við þá 60 þúsund sem keyra þar í dag.“ Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgalínu, þar með talið Fossvogsbrú, bendi til ábata upp á 26 milljarða á 30 árum. „Og að arðsemi sé um sjö prósent, sem þykir nokkuð gott í svona framkvæmdum.“
Samgöngur Reykjavík Kópavogur Fossvogsbrú Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent