„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Jón Axel Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Jón Axel Guðmundsson er einn leikmanna íslenska liðsins sem þurfti að stíga fram og taka á sig meiri ábyrgð í fjarveru Martins Hermannssonar undanfarin ár og hann hefur á þessum tíma orðið að algjörum lykilmanni í íslenska liðinu. Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira